Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 855. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1531  —  855. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, og l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum, o.fl.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Valdimar L. Friðrikssyni, Helga Hjörvar,


Gunnari Örlygssyni og Ögmundi Jónassyni.


     1.      Við 4. gr.
                  a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, er verði 2. málsl., og orðist svo: Við útreikning á meðaltali heildarlauna skv. 1. málsl. skal taka tillit til breytinga á launavísitölu á viðmiðunartímabilinu.
                  b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi foreldri verið tekjulaust að hluta á þeim tveimur tekjuárum sem meðaltal heildarlauna er miðað við er heimilt að taka tillit til tekna sem foreldri aflar á fæðingarári barns.
     2.      Í stað orðanna „launa, verðlags og efnahagsmála“ í 1. málsl. 7. mgr. 4. gr., 1. málsl. 2. mgr. b-liðar 8. gr. og 1. málsl. 2. mgr. b-liðar 9. gr. komi: launavísitölu.
     3.      Við bætist ný grein, er verði 5. gr., og orðist svo:
              Í stað 3. mgr. 14. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Orlofslaun skv. 7. gr. laga um orlof, nr. 30/1987, fyrir þann tíma sem foreldri er í fæðingarorlofi greiðir Fæðingarorlofssjóður til foreldris við lok fæðingarorlofs.
             Ákvæði 1.–3. mgr. skulu jafnframt gilda um leyfi sem veitt er þungaðri konu skv. 11. gr.
     4.      Á eftir 10. gr. kemur ný grein, svohljóðandi:
             2. mgr. 33. gr. laganna orðast svo:
             Foreldri sem fær greiddar lífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar heldur þeim greiðslum óskertum þann tíma sem það er í fæðingarorlofi og á rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði að því marki sem nauðsynlegt er til að tryggja því sambærilegan rétt og ef staða þess á vinnumarkaði væri önnur, sbr. 13. gr. Þannig verða samanlagðar greiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar og úr Fæðingarorlofssjóði 80% af meðaltali launa og þessara greiðslna á viðmiðunartímabili, sbr. 2. mgr. 13. gr. Sama gildir ef foreldri fær umönnunargreiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð vegna sama barns eða sömu fæðingar. Foreldri sem fær greiðslur í fæðingarorlofi skv. 18. gr. heldur óskertum lífeyrisgreiðslum eða sjúkradagpeningum samkvæmt lögum um almannatryggingar á sama tíma. Kveðið skal nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis í sérstakri reglugerð sem ráðherra setur.