Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 749. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1535  —  749. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um útlendinga, nr. 96 15. maí 2002, með síðari breytingu.

Frá minni hluta allsherjarnefndar (ÁÓÁ, BH, GÖg, GÖrl).



     1.      Við 2. gr.
          a.      a-liður falli brott.
          b.      Efnismálsgrein b-liðar orðist svo:
                 Hafi verið stofnað til hjúskapar í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða hafi ekki verið stofnað til hjúskapar með vilja beggja aðila veitir það ekki rétt til dvalarleyfis.
     2.      5. gr. orðist svo: Í stað orðanna „hann hefur brotið“ í a-lið 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: hann dvelur af ásetningi eða stórfelldu gáleysi í landinu, hefur brotið.
     3.      7. gr. falli brott.
     4.      8. gr. falli brott.
     5.      15. gr. falli brott.
     6.      Við h-lið 16. gr. bætist: þetta gildir þó ekki um flóttamann eða fórnarlamb mansals sem hefur í vörslum sínum falsað vegabréf, falsað skilríki eða falsaða vegabréfsáritun.