Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 480. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1613  —  480. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
                  a.      7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða samkvæmt lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, en verðbréfasafni að baki skírteinunum eða hlutunum skal skipt á aðra töluliði þessarar málsgreinar með tilliti til takmarkana í 2.–6. mgr.
                  b.      Á eftir 7. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
                  c.      Í stað „1., 2. og 5.–8.“ í 2. mgr. kemur: 1., 2. og 5.–9.
                  d.      Í stað „1., 2., 5., 6. og 8.“ í 3. mgr. kemur: 1., 2., 5., 6., 8. og 9.
                  e.      Í stað „2., 5., 6., og 8.“ í 4. mgr. kemur: 2., 5., 6., 8. og 9.
                  f.      Við 4. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þó skal samanlögð eign skv. 6. og 8. tölul. 1. mgr. ekki vera meiri en 50% af hreinni eign sjóðsins. Eign lífeyrissjóðs skv. 8. tölul. 1. mgr. í sjóðum sem lúta ekki opinberu eftirliti skal þó aldrei vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins.
                  g.      5. mgr. orðast svo:
                       Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum skv. 2.–9. tölul. 1. mgr. útgefnum af sama aðila eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni skal ekki vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins. Þessi takmörkun skal vera 5% fyrir verðbréf skv. 9. tölul. Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum skv. 1. málsl. og innlánum skv. 4. tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 25% af hreinni eign sjóðsins. Eigi er lífeyrissjóði heimilt að eiga meira en 15% af hlutafé í hverju fyrirtæki eða í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu né meira en 25% af hlutdeildarskírteinum eða hlutum útgefnum af sama verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði eða einstakri deild hans. Þó er lífeyrissjóði heimilt að eiga stærri hluta en 15% í fyrirtæki sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðina sjálfa. Lífeyrissjóði er óheimilt að binda meira en 25% af hreinni eign í innlánum sama banka eða sparisjóðs.
                  h.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að fjárfesta eða eiga í fjárfestingarsjóðum skv. 7. tölul. 1. mgr. sem fjármagna sig með lántöku eða skortsölu.
     2.      Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (5. gr.)
                       Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                       Þrátt fyrir ákvæði 3. og 6. málsl. 5. mgr. 36. gr. er lífeyrissjóðum heimilt að eiga eða binda hærra hlutfall af hreinni eign sinni í innlánum og verðbréfum en þar er kveðið á um fram til 1. janúar 2006.
                  b.      (6. gr.)
                       Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun nr. 98/49/EB, um verndun viðbótarlífeyrisréttinda launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem flytjast á milli aðildarríkja.