Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 549. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1674  —  549. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins.

    Leitað hefur verið upplýsinga hjá öllum ráðuneytum varðandi nefndir, ráð og stjórnir á þeirra vegum. Fjárhæðir, tölfræði og aðrar upplýsingar um nefndir, ráð og stjórnir í svari þessu eru byggðar á gögnum frá viðkomandi ráðuneytum.

     1.      Hve margar verkefnanefndir, annars vegar tímabundnar og hins vegar ótímabundnar, voru starfandi á vegum hvers ráðuneytis fyrir sig á árunum 2001, 2002 og 2003, hver voru verkefni nefndanna, hver var virkur starfstími þeirra á þessum árum og hvernig skiptust nefndarmenn í hverri nefnd fyrir sig eftir kynjum? Hve margir í hópi nefndarmanna voru í starfi hjá hinu opinbera?
    Til að tryggja samræmi í svörum var ráðuneytum bent á svohljóðandi skilgreiningu starfsmannahandbókar Stjórnarráðsins á verkefnanefndum: „Verkefnanefndir ráðuneytis eða stofnana eru tímabundnar nefndir sem starfa að afmörkuðu viðfangsefni. Til þeirra er að jafnaði stofnað að ákvörðun ráðherra eða yfirstjórnar.“ Auk þess var bent á skýrslu Ríkisendurskoðunar sem unnin var 2002 um nefndir árið 2000.
    Yfirlit yfir fjölda verkefnanefnda, tímabundnar og ótímabundnar, flokkað eftir árum og ráðuneytum er að finna í töflu 1.a.
    Yfirlit yfir nefndir og verkefni þeirra er að finna í töflu 1.b.
    Yfirlit yfir virkan starfstíma nefnda er að finna í töflu 1.c.
    Á árunum 2001–2003 störfuðu 3.533 manns í verkefnanefndum á vegum ráðuneyta, þar af 2.519 karlar og 1.014 konur. Opinberir starfsmenn úr hópi nefndarmanna voru alls 1.799. Til opinberra starfsmanna teljast allir þeir sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum. Taldir eru upp aðalmenn nefnda. Hins vegar eru taldir með allir þeir sem starfað hafa í viðkomandi nefnd á umræddu tímabili, þ.e. breytingar á skipan aðalmanna, og þar af leiðandi getur fjöldi í hverri nefnd orðið meiri en fjöldi nefndarmanna sem að jafnaði sitja í hverri nefnd. Til nánari skýringa, sjá töflu 1.c.

Til frekari skýringar á töflu 1.c.
    Varðandi virkan starfstíma nefnda var óskað eftir því að ráðuneyti tilgreindu fjölda funda 2001–2003 og fjölda klukkustunda sem unnið var að nefndarstarfi. Í flestum tilvikum er það svo að skráður stundafjöldi á einvörðungu við fundartíma en í mörgum tilvikum fór aðalvinna nefndarmanna fram utan funda en sá tímafjöldi er í flestum tilvikum ekki til skráður.
    Upplýsingum um fjölda nefndarmanna sem að jafnaði starfa í nefnd var bætt inn til samanburðar við þann fjölda sem starfaði í nefndum árin 2001–2003.


Prentað upp.
    Upplýsingar um fjölda opinberra starfsmanna úr hópi nefndarmanna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis eru ekki fyrirliggjandi en 559 nefndarmenn eru á vegum ráðuneytisins.

     2.      Hve mikið var greitt í nefndarþóknun hjá hverri þessara nefnda á þessum árum og hve margir fengu greitt samkvæmt ákvörðun þóknananefndar? Hve margir fengu laun fyrir nefndarsetu sem ekki tók mið af ákvörðun þóknananefndar og um hve háar heildarfjárhæðir var að ræða á hverju ári hjá hverju ráðuneyti fyrir sig?
    Yfirlit yfir nefndarþóknun hverrar nefndar og heildarkostnað ráðuneyta af nefndarþóknunum árin 2001–2003 er að finna í töflu 2.
    Alls fengu 1.185 nefndarmenn greidda nefndarþóknun samkvæmt úrskurði þóknananefndar þessi ár. Nefndarmenn er fengu laun sem ekki tóku mið af ákvörðun þóknananefndar árin 2001–2003 voru 108.

Til frekari skýringar á töflu 2.
    Upplýsingar um ákvörðun nefndarlauna hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti eru ekki fyrirliggjandi.
    Hafa ber í huga að nefndarþóknun vegna tímabundinna nefnda er oftast greidd í lok starfstíma viðkomandi nefndar og spannar allan starfstíma nefndarinnar og því er ekki unnt að greina kostnað milli ára eins og beðið er um.
    Ekki er í öllum tilvikum greind í svörum ráðuneyta ástæða þess að engin nefndarþóknun er greidd en helstu ástæður eru þær að:
     .      nefndarstarf er ólaunað,
     .      nefnd er óuppgerð árið 2003 þótt starfi sé lokið,
     .      nefndarþóknun er til meðhöndlunar hjá þóknananefnd,
     .      nefnd er enn starfandi og verður ekki gerð upp fyrr en í lok nefndarstarfs eða
     .      nægjanlegar upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi.

     3.      Hve margir sem áttu sæti í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins á þessum árum voru í fleiri en einni nefnd? Í hve mörgum nefndum sat hver þeirra og hve háar fjárhæðir voru greiddar þeim tíu sem mest fengu í sinn hlut?
    Alls sátu 706 manns í fleiri en einni nefnd á umræddu tímabili, þar af 176 í fleiri en þremur nefndum. Hafa ber í huga að þar sem um þriggja ára tímabil er að ræða þarf viðkomandi nefndarmaður ekki að hafa átt sæti í fleiri en einni nefnd í einu. Sem dæmi má geta þess að af þeim 42 nefndarmönnum sem sátu í sjö nefndum eða fleirum voru 17 einstaklingar sem þiggja laun samkvæmt úrskurði kjaranefndar og fá því ekki sérstaklega greidd laun fyrir nefndarstörf. Í flestum tilvikum er það svo að eðlilegt megi telja að ráðuneytin eigi sér einn fulltrúa í nefnd.

Fjöldi nefndarmanna Fjöldi nefnda
1 21
1 17
2 16
1 15
1 13
3 11
8 10
6 9
6 8
13 7
23 6
38 5
73 4
135 3
395 2
706

    Til að greina nefndarlaun þeirra tíu einstaklinga sem áttu sæti í fleiri en einni nefnd og fengu greiddar hæstu fjárhæðir var óskað eftir því við Fjársýslu ríkisins að gera lista yfir launategundir 421 og 422 en á þá lykla á að bókfæra nefndar- og stjórnarlaun.

Nefndarþóknun
Fjöldi nefnda
9.537.046 7
7.172.003 5
5.833.904 2
4.522.473 5
4.367.436 2
4.234.587 3
4.027.290 2
3.601.737 2
3.453.166 3
3.348.996 3


     4.      Telur ráðherra að breyta eigi því fyrirkomulagi að þeir sem sæti eiga í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins og starfa hjá hinu opinbera fái nefndarþóknun ef nefndarstarfið fer fram í hefðbundnum vinnutíma þeirra?
    Um nokkurt skeið hefur verið í undirbúningi innan Stjórnarráðins að samræma vinnubrögð milli ráðuneyta varðandi greiðslur fyrir störf í nefndum, starfshópum og ráðum þannig að gætt verði jafnræðis meðal starfsfólks, bæði innan ráðuneyta og stofnana og milli þeirra. Í framhaldi af þeirri vinnu hefur fjármálaráðuneytið dreift leiðbeinandi vinnureglum til ráðuneyta þar sem almennt gildir að starfsmönnum verði ekki sértaklega greitt fyrir setu í nefndum og starfshópum sem skipaðir eru af ráðuneytum. Frá því geta þó verið undantekningar þegar sérstaklega stendur á. Tafla 1.a. Fjöldi verkefnanefnda, tímabundnar og ótímabundnar, árin 2001–2003.
Ráðuneyti 2001 2002 2003
Forsætisráðuneyti
Tímabundnar nefndir 12 12 12
Ótímabundnar nefndir 5 5 5
Alls 17 17 17
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir 19 11 8
Ótímabundnar nefndir 5 4 8
Alls 24 15 16
Félagsmálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir 19 18 20
Ótímabundnar nefndir 1 1 1
Alls 20 19 21
Fjármálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir 29 22 23
Ótímabundnar nefndir 17 18 18
Alls 46 40 41
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir 36 34 54
Ótímabundnar nefndir 29 29 29
Alls 65 63 83
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Tímabundnar nefndir 34 37 40
Ótímabundnar nefndir 9 11 10
Alls 43 48 50
Landbúnaðarráðuneyti
Tímabundnar nefndir 31 30 26
Ótímabundnar nefndir 33 33 33
Alls 64 63 59
Menntamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir 47 48 47
Ótímabundnar nefndir 13 13 14
Alls 60 61 61
Samgönguráðuneyti
Tímabundnar nefndir 9 9 7
Ótímabundnar nefndir 0 0 0
Alls 9 9 7
Sjávarútvegsráðuneyti
Tímabundnar nefndir 7 8 2
Ótímabundnar nefndir 4 4 4
Alls 11 12 6
Umhverfisráðuneyti
Tímabundnar nefndir 39 37 38
Ótímabundnar nefndir 13 12 10
Alls 52 49 48
Utanríkisráðuneyti
Tímabundnar nefndir 1 4 6
Ótímabundnar nefndir 6 7 7
Alls 7 11 13
Tafla 1.b. Nefndir og verkefni þeirra.
Verkefnanefndir Verkefni nefndar
Forsætisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Handverk og hönnun 2003–2006 Markmið verkefnisins er að efla handverk, bæta menntun og þekkingu handverksfólks og stuðla að aukinni gæðavitund í greininni.
Handverksnefnd Markmið verkefnisins er að efla handverk, bæta menntun og þekkingu handverksfólks og stuðla að aukinni gæðavitund í greininni.
Nefnd um efnahagsleg völd kvenna Að leggja drög að rannsóknarverkefni um efnahagsleg völd kvenna og karla og hvar þau liggja í íslensku samfélagi.
Nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands Endurskoðun laganna skyldi ná til allra þátta í starfsemi bankans og stjórnkerfi.
Nefnd um endurskoðun tryggingalaga Að endurskoða almannatryggingakerfið skv. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Nefnd um heildstæða stefnumótun í málefnum barna og unglinga Að undirbúa heildstæða og samræmda opinbera stefnu í málefnum barna og unglinga. Markmið stefnumótunarinnar verði að tryggja hag og velferð barna og unglinga á öllum sviðum þjóðlífsins og búa þeim sem best og jöfnust skilyrði til uppvaxtar og þroska. Á grundvelli stefnumótunar nefndarinnar skuli gerð fimm ára framkvæmdaáætlun í samráði við opinberar stofnanir og félagasamtök sem vinna að málefnum barna og unglinga, þ.m.t. félagasamtökum unglinga.
Nefnd um opinbera stefnumótun og jafnrétti Að kanna hvort og með hvaða hætti opinber stefnumótun taki mið af jafnrétti kynjanna.
Nefnd um rafræna stjórnsýslu Að kanna hvort og þá eftir atvikum hvaða lagabreytinga væri þörf til að stjórnsýslan gæti áfram þróast rafrænt á æskilegan hátt.
Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra Að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks. Skal nefndin jafnframt gera tillögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í samfélaginu.
Nefnd um stefnumótun í skjalastjórn Stjórnarráðsins Að fjalla um sameiginlega stefnumótun í skjalastjórn í ráðuneytunum. Nefndin á að taka á málum sem viðkoma skjalastjórn í öllum ráðuneytunum og koma með tillögur að viðmiðunarreglum um ýmis sameiginleg mál.
Nefnd um sveigjanleg starfslok Að gera grein fyrir lögum, reglum og venjum er gilda um starfslok launþega, bæði hjá opinberum aðilum og á almennum vinnumarkaði og hvernig starfslokum er háttað í þeim nágrannalöndum sem gjarnan eru höfð til viðmiðunar hér á landi. Einnig skal nefndin gera grein fyrir vandkvæðum og álitamálum sem uppi eru varðandi fyrirkomulag starfsloka og fjalla um valkosti og mögulegar breytingar varðandi fyrirkomulag starfsloka og ráðstafanir sem slíkar breytingar myndu útheimta.
Nefnd um virkjanamannvirki og aðstöðu sveitarfélaga Að kanna hvort og þá með hvaða hætti hægt er að jafna aðstöðu þeirra sveitarfélaga sem leggja land undir virkjanamannvirki.
Ritstjórn sögu Stjórnarráðs Íslands Ritstjórn er falið að skipuleggja útgáfuna og ráða starfsmann eða -menn til verksins. Henni er einnig falið að gera fjárhagsáætlun fyrir útgáfuna.
Samráðshópur ríkisins og Landssambands eldri borgara Koma með tillögur um breytingar á almannatryggingalögum og endurskoðun á lífeyrisgreiðslum er komi til framkvæmda á næstu árum. Starfshópnum var einnig ætlað að fjalla um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við aldraða með það að markmiði að stytta biðlista og bæta þjónustu.
Samráðsnefnd ráðuneyta í málefnum upplýsingasamfélagsins Að fylgja eftir þróun rafrænnar stjórnsýslu og samræma innleiðingu og notkun nýjunga í upplýsingatækni í ráðuneytunum þar með talin verkefni sem tengjast málaskrá og öryggi rafrænna upplýsinga.
Samráðsnefnd um Laxness-setur og Gljúfrastein Að fjalla um sameiginleg hagsmunamál Laxness-seturs og Gljúfrasteins og vera vettvangur til upplýsinga um skipulag og uppbyggingu safna- og fræðslustarfsemi að Gljúfrasteini og í tengslum við Laxness-setur í Mosfellsbæ.
Samstarfshópur um tilfærslu verkefna Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana Að undirbúa tilfærslu verkefna Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana.
Starfshópur um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga Að undirbúa lagasetningu um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga sem byggir á niðurstöðum nefndar sem fjármálaráðherra skipaði 6. febrúar 2001 til að móta almenna stefnu um verðlagningu opinberra upplýsinga.
Stefnumótunarnefnd um upplýsingasamfélagið Að móta og leggja fyrir samráðshóp og samráðsnefnd frumtillögur að endurskoðaðri stefnu og gangi í framhaldinu frá endanlegri tillögu til ríkisstjórnar.
Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Verkefnisstjórn er ráðgefandi fyrir forsætisráðuneyti og stýrir, fyrir þess hönd, víðtæku samráði ráðuneyta, sveitarfélaga, fulltrúa atvinnurekenda, launþega o.fl. um málefni upplýsingasamfélagsins.
Ótímabundnar nefndir
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu Að annast samræmingu og umsjón einkavæðingar ríkisfyrirtækja þ.m.t. sölu eignarhluta ríkisins í félögum. Í störfum sínum fari nefndin eftir verklagsreglum við framkvæmd einkavæðingar sem ríkisstjórnin samþykkir. Einnig skal nefndin hvetja til útboða á rekstri og þjónustu sem ríkið hefur staðið að og færa þannig verkefni frá ríki til einkaaðila og fara í kerfisbundna athugun á eignum ríkisins, einkum fasteignum, lóðum, löndum og bújörðum, og gera tillögur um stefnu ríkisins varðandi sölu á hluta þessara eigna, með það að markmiði að lækka umsýslu- og rekstrarkostnað og afla ríkissjóði tekna.
Málaskrárnefnd Vinna að áframhaldandi þróun málaskrárkerfisins.
Orðunefnd Ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og gerir tillögur til stórmeistara orðunnar, sem er forseti Íslands, um veitingu hennar.
Samráðsnefnd um málefni aldraðra Nefndin hefur til umfjöllunar breytingar á lögum og önnur helstu atriði sem varða hag aldraðra sérstaklega. Í nefndinni mun einnig gefast tækifæri til að fjalla um stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra og fulltrúar aldraðra geta með reglubundnum hætti komið stefnu sinni á framfæri við stjórnvöld. Samráðsnefndin getur stofnað undirnefndir til að fjalla um einstaka málaflokka.
Þingvallanefnd Þingvallanefnd hefur fyrir hönd Alþingis yfirstjórn hins friðlýsta lands og annarra jarða í ríkiseign.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Starfshópur um Umferðaröryggisáætlun til 2012
Nefnd til að sporna við vændi og kynferðislegri misnotkun
Nefnd til þess að endurskoða tiltekin ákvæði laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
Nefnd um gerð reiknilíkans fyrir rekstur sýslumannsembætta
Nefnd um könnun á veitingu reynslulausna
Nefnd um öryggismál íslensks samfélags
Starfshópur til að fara yfir núgildandi umferðarlöggjöf
Starfshópur til að setja reglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng
Starfshópur til semja leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðra sem leita til lögreglu til þess að kæra afbrot
Starfshópur um úttekt á varnarviðbúnaði vegna eiturefna-, sýkla- og geislavopna.
Starfshópur, sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum
Vinnuhópur um stefnumörkun vegna víðnets dómsmálaráðuneytisins
Vinnuhópur um frumvarp til laga um fullnustu refsidóma
Nefnd til að semja frumvarp að lögum um landeignaskrá
Starfshópur um viðbúnað vegna slysa
Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 556, 1993 um lögmæltar ökutækjatryggingar
Starfshópur um meðferð nauðgunarmála
Starfshópur um reglugerð um starfsstig innan lögreglunnar
Vinnuhópur til að undirbúa framleiðslu nýrra ökuskírteina
Nefnd um um rekstur Skálholtsskóla
Starfshópur um fyrirkomulag á skoðun stórra ökutækja utan höfuðborgarsvæðisins
Starfshópur um öryggisráðgjafa við flutning á hættulegum farmi á vegum
Nefnd sem geri úttekt á langferðabifreiðum í notkun
Starfshópur til að fara yfir núgildandi umferðarlöggjöf
Nefnd um reglugerðasafn á netinu
Vinnuhópur sem endurskoða á reglugerð um sölu og meðferð skotelda nr. 536/1988
Ótímabundnar nefndir
Starfshóp til þess að fara yfir núgildandi reglur um meðferð ávana- og fíkniefna
Starfshópur um rekstur Landhelgisgæslu
Verkefnisstjórn til að fjalla um nýskipan lögreglumála
Nefnd um skipan reglna um hljóðritun lögregluyfirheyrslna
Nefnd um framtíðarskipan akstursíþrótta og aksturskeppna á Íslandi
Nefnd vegna könnunar á forsjár- og umgengnismálum
Nefnd til að semja lagafrumvarp um réttindi og skyldur björgunarsveita og björgunarmanna
Nefnd til rannsóknar á refsingum við afbrotum
Nefnd um rafræn eyðublöð
Nefnd um verkskil milli lögreglu og einkarekinna öryggisfyrirtækja
Nefnd um innleiðingu tilskipunar 2002/47/EB um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir
Félagsmálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga M.a. fylgja eftir tillögum um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga sem unnar hafa verið á árinu 2000, samræma aðgerðir og fylgjast með framkvæmd laga nr. 44/1998.
Starfshópur til að semja reglugerð um lán til leiguíbúða Semja nýja reglugerð við VIII kafla laga nr. 44/1998 „Lán til leiguíbúða“.
Starfshópur um þjónustugjöld sveitarfélaga Gera úttekt á álagningu og innheimtu sveitarfélaga á þjónustugjöldum.
Nefnd til að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 Endurskoða ákvæði laga og reglugerða er varða Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Samninganefnd um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga Vinna drög að samningi milli ríkis og sveitarfélaga um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Vinnuhópur vegna starfsmenntunarátaks í Vestmannaeyjum Stýra starfsmenntunarátaki í Vestmannaeyjum vegna alvarlegs atvinnuástands þar.
Nefnd til að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög Vinna að heildarendurskoðun laga nr. 161/1998 um húsnæðissamvinnufélög.
Verkefnisstjórn árs fatlaðra 2003 Móta tillögur um framkvæmd árs fatlaðra 2003 með einkunnarorðin „Vinnumarkaður fyrir alla“.
Starfshópur um upplýsingaveitu sveitarfélaga Koma á fót upplýsingaveitu um og fyrir sveitarfélögin í landinu.
Starfshópur um verslun með konur Undirbúa norræna-Eystrasaltslanda-herferð gegn verslun með konur (mansal).
Nefnd til að semja leiðbeinandi reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Semja leiðbeinandi reglur um fjárhagsaðstoð sem sveitarfélög gætu haft til hliðsjónar þegar þau setja sér slíkar reglur í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Starfshópur um lögsögu sveitarfélaga til hafsins Gera tillögur um stefnumótun og nauðsynlegar lagabreytingar varðandi lögsögu sveitarfélaga til hafsins.
Samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum Samhæfa aðgerðir stjórnvalda á ólíkum fagsviðum sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum.
Nefnd til að meta framkvæmd laga og reglugerða um viðbótarlán Meta framkvæmd laga og reglugerða um viðbótarlán og endurskoða ákvæði gildandi laga og reglugerða þar að lútandi.
Nefnd til að yfirfara stöðu leigumarkaðar Yfirfara stöðu leigumarkaðar og gera tillögur um hvernig megi auka framboð leiguhúsnæðis.
Nefnd um aðstæður erlends vinnuafls Kanna aðstæður erlends vinnuafls og útlendinga með dvalarleyfi hér á landi.
Starfshópur um aðgengi fyrir alla Semja framkvæmdaáætlun sem hefur það markmið að tryggja aðgengi fyrir alla með hliðsjón af meginreglum Sameinuðu þjóðanna um þátttöku fatlaðra til jafns við aðra.
Starfshópur um þjónustu við innflytjendur á Íslandi Fjalla um þjónustu við innflytjendur á Íslandi, skipulag hennar og fyrirkomulag.
Verkefnisstjórn vegna átaks í sameiningu sveitarfélaga Fjalla um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sameiningu sveitarfélaga, flutning verkefna ofl.
Nefnd um breytta sveitarfélagaskipan Undirbúa og leggja fram tillögur um breytta sveitarfélagaskipan.
Nefnd um gatnagerðargjöld Endurskoða lög og reglugerð um gatnagerðargjald.
Verkefnisstjórn um langtímaatvinnuleysi Greina orsakir langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis ungs fólks og setja af stað staðbundin verkefni sem eiga að treysta stöðu viðkomandi hópa á vinnumarkaði.
Starfshópur til að yfirfara skýrslu Auðlindanefndar Draga fram þau atriði skýrslunnar sem snerta sveitarfélögin þannig að auðveldara verði að taka afstöðu til þessara atriða þegar málinu vindur fram.
Tekjustofnanefnd Fjalla um aðlögun tekjustofna sveitarfélaga að nýrri sveitarfélagaskipan og breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Nefnd til að yfirfara verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga Yfirfara verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á ýmsum sviðum.
Nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum Skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að bæta hlut kvenna í stjórnmálum.
Nefnd til að yfirfara undanþágur frá fasteignaskatti Taka saman yfirlit yfir umfang undanþága frá fasteignaskatti og koma með tillögur sem gætu orðið til þess að fækka undanþágum og einfalda þannig álagningu skattsins.
Starfshópur um kostnaðarmat vegna sveitarfélaga Leggja fram tillögur um hvernig unnt sé að meta fjárhagsleg áhrif laga og annarra stjórnvaldsákvarðana á fjárhag sveitarfélaga.
Nefnd um langveik börn Tryggja betur en nú er rétt foreldra til launa í fjarveru frá vinnu og rétt til sjúkradagpeninga vegna veikinda barns.
Nefnd til að kanna stöðu Hringsjár Kanna stöðu Hringsjár, starfsþjálfunar fatlaðra, í kerfinu og sérstaka lagasetningu um þá stofnun.
Starfshópur um atvinnumál fatlaðra Gera úttekt á vernduðum vinnustöðum, einkum þeim þar sem saman fer vernduð vinna, hæfing og þjálfun.
Nefnd um jafnréttisumsagnir vegna stjórnarfrumvarpa Gefa jafnréttisumsagnir um stjórnarfrumvörp.
Ótímabundnar nefndir
Samstarfsráð um meðferð barna og unglina með vímuefnavanda, hegðunar- og geðraskanir Að fjalla um framtíðarskipan mála varðandi meðferð barna og unglinga með hegðunar- og geðraskanir, svo sem vímuefnaneyslu og afbrotahneigðar.
Fjármálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um framkvæmd árangursstjórnunar Fylgjast með framkvæmd árangursstjórnunarsamninga og miðla upplýsingum.
Nefnd um verðbólgureikningsskil Meta kosti og galla að hverfa frá verðbólgureikningsskilum og gera tillögur um breytingar.
Nefnd um meðferð áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna starfsmanna samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavíkurborgar Að meta og gera tillögur um meðferð áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna viðkomandi starfsmanna.
Stýrihópur um rafræn viðskipti Greina þarfir fyrir rafræn opinber innkaup.
Stýrihópur um fræðslu forstöðumanna til að bæta stjórnunarþekkingu og leiðtogahæfileika Framkvæmd tilraunar með einstaklingsbundna fræðslu til forstöðumanna ríkisstofnana.
Vinnuhópur um greiðslu vaxta vegna krafna á hendur ríkissjóði Vinnuhópur um greiðslu vaxta vegna krafna á hendur ríkissjóði.
Starfshópur um endurskipulagningu skattumdæma Endurskipulagning skattumdæma og breytingar á verkaskiptingu milli stofnana skattkerfisins.
Nefnd um endurskoðun laga um erfðafjárskatt Endurskoðun laga um erfðafjárskatt.
Nefnd um endurskoðun laga um fjáröflun til vegagerðar Að endurskoða lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar.
Nefnd um endurskoðun laga um stimpilgjald Endurskoðun laga nr. 36/1978 um stimpilgjald.
Nefnd um endurskoðun laga um bókhald og ársreikninga Að endurskoða lög nr. 144/1994 og 145/1994, um ársreikninga og bókhald.
Nefnd um viðskiptamannareikning skattgreiðenda Að kanna stofnun viðskiptamannareiknings við skattyfirvöld.
Vinnuhópur um samræmingu eignarskatta Endurskoðun laga um álagingu eignarskatta.
Nefnd til að gera úttekt á núverandi reglum og framkvæmd við áætlanir í skattkerfinu Að draga úr skattáætlunum, jafnframt því að tryggja að gætt sé meðalahófs við gerð þeirra.
Starfshópur um skattalegt umhverfi raforkufyrirtækja Athugun á skattalegu umhverfi raforkufyrirtækja með það fyrir augum að tryggja jafnræði vegna setningu nýrra laga í samræmi við tilskipun ESB nr. 92/96.
Nefnd um skipulag dreifilykla Að gera tillögur að dreifilyklaskipulagi og notkun rafrænna undirskrifta í ríkiskerfinu.
Verkefnisstjórn um rafrænt markaðstorg Undirbúa útboð á rafrænu markaðstorgi.
Nefnd um verðlagningu opinberra upplýsinga Að móta almenna stefnu um verðlagningu opinberra upplýsinga.
Nefnd um endurgerð fasteignaskráar ríkisins Að skilgeina þær þarfir sem fasteignaskrá ríkisins er ætlað að leysa og mynda nýja skrá.
Nefnd um fjölþrepaskatt og viðmiðunarneyslu Að kanna kosti og galla þess að taka upp fjölþrepatekjuskatt hjá einstaklingum. Einnig á nefndin að kanna forsendur þess að vinna upplýsingar um viðmiðunarreglur fyrir mismunandi fjölskyldur.
Nefnd um húsnæðismál Tollstjórans í Reykjavík Gerð úttektar á húsnæðismálum Tollstjórans í Reykjavík.
Nefnd um endurskipulagningu verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs Skoða form og tilhögun á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs með tilliti til endurskipulagningar á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs.
Nefnd um athugun á skattlagningu fjármálaviðskipta milli landa Úttekt á ákvæðum gildandi laga um álagningu skatta á fjármálaviðskipti milli landa og framkvæmd innheimtu.
Nefnd um endurskoðun tollalaga Endurskoðun tollalaga nr. 55/1987 sem og reglugerðum tengdum þeim.
Nefnd um tímasetningar og álagningar vegna skattframtala Endurskoðun tímasetningar og álagningar, jafnt á einstaklinga sem lögaðila til hagræðis fyrir skattgreiðendur.
Nefnd um þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði og viðhaldi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva Að kanna hvort ástæða kunni að vera til að þátttaka sveitarfélaga í stofnkostnaði og meiriháttar viðhaldi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva falli niður og þá um leið aðild viðkomandi sveitarfélaga að stjórnun stofnananna, en í staðinn verði önnur verkefni flutt til sveitarfélaganna.
Nefnd um verðbréfaskráningu erlendis Að skoða vörslu- og uppgjörsmál innlendra ríkistryggðra skuldabréfa og setja fram tillögur til að auðvelda aðgang erlendra aðila að innlendum skuldabréfamarkaði.
Nefnd til að endurskoða samninga við skoðunarstofur og framkvæmd innheimtu hjá þeim Endurskoðun samninga við skoðunarstofur og framkvæmd innheimtu.
Nefnd um aðlögun tilskipunar ESB nr. 70/156 að samræmdu tollskránni Aðlögun tilskipunar ESB nr. 70/156 að samræmdu tollskránni og skoða hvaða áhrif þær breytingar hefðu í för með sér.
Nefnd um reglur og skilmála um samskipti ÁTVR við birgja Að fara yfir samskipti ÁTVR og birgja heildstætt og koma með tillögur um hvað megi betur fara.
Nefnd sem geri tillögu um viðurkenningu til ríkisstofnunar sem skarað hefur fram úr í þjónustu rekstri eða umbótum Gera tillögu um viðurkenningu til ríkisstofnunar sem á einhvern máta hefur skarað fram úr í þjónustu, rekstri eða umbótum í starfsemi sinni.
Nefnd um innkaup sveitarfélaga Móta tillögur til fjármálaráðherra um breytingar á lögum nr. 94/2001 um opinber innkaup.
Starfshópur um umfang skattsvika Að gera útekt á umfangi skattsvika, skattasniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi.
Nefnd um endurútgáfu laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt Að vinna að endurútgáfu laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt.
Nefnd um endurskoðun laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna Að endurmeta skipulag kjarasamninga opinberra starfsmanna og taka til nánari athugunar ákvæði laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Nefnd um endurskoðun reglna um skattmat Að fara yfir þær forsendur sem lagðar hafa verið til grundvallar skattmati.
Nefnd um endurskoðun reiknaðs endurgjalds Að yfirfara þær forsendur sem lagðar hafa verið til grundvallar í reglum um reiknað endurgjald.
Nefnd um fyrirkomulag þjálfunar, fræðslu og símenntunar fyrir starfsmenn skattkerfisins Að gera tillögur um fyrirkomulag þjálfunar, fræðslu og símenntunar fyrir starfsmenn skattkerfisins.
Nefnd um skatteftirlit á landsbyggðinni Tillögur um nánari útfærslu á skatteftirliti og málsmeðferð.
Nefnd um skoðun og eftirlit með stórfyrirtækjum Að gera með tillögur um stofnun sérstakrar eftirlitseiningar innan skattkerfisins um skoðun og eftirlit með stórfyrirtækjum í alþjóðlegum viðskiptum.
Nefnd um ársreikninga og samstæðureikninga félaga að tiltekinni gerð. Innleiðing tilskipunar nr. 2001/65/EB er varðar matsreglur vegna ársreikninga og samstæðureikninga félaga að tiltekinni gerð.
Nefnd um upptöku CFC löggjafar – CFC nefnd Að undirbúa hugsanlega lögfestingu CFC-reglna hér á land.
Vinnunefnd um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IAS Umsjón með formlegri vinnu í tenglum við innleiðingu alþjóðlegu reikningsskilastaðalanna IAS.
Samráðshópur um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IAS Samráð um innleiðingu alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna IAS.
Ótímabundnar nefndir
Afskriftanefnd Ákvarðanir varðandi afskriftir skattkrafna.
Bílanefnd Að vera fjármálaráðuneytinu til ráðuneytis um framkvæmd og eftirlit reglugerðar nr. 580/1991 um bifreiðamál ríkisins.
Endurskoðendaráð Fjallar um meint brot starfandi endurskoðenda, bæði kvartanir og að eigin frumkvæði.
Ferðakostnaðarnefnd Úrskurða um dagpeninga og akstursgjald fyrir ríkisstarfsmenn skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Framkvæmdanefnd um árangursstjórnunarsamninga Að vera vettvangur skoðanaskipta og miðla reynslu af árangursstjórnun milli ráðuneyta. Með nefndinni starfa fulltrúar frá hverju ráðuneyti.
Gjaldtökunefnd Athuga hvort gildandi lög um heimtu ýmissa gjalda fullnægi þeim kröfum sem ákvæði 77. gr. stjórnarskárinnar, gera til skattlagningarheimilda.
Nefnd til að meta lausn um stundarsakir Rannsókn á meintum misfellum í störfum embættismanna.
Reikningsskilaráð Að samræma reglur um góðar reikningsskilavenjur.
Ríkisfjármálanefnd Samráðshópur um ríkisfjármál.
Ríkisreikningsnefnd Að vera fjármálaráðherra til ráðuneytis um framsetningu fjárlaga og ríkisreiknings og annars er þýðingu hefur fyrir reikningshald ríkisins.
Samninganefnd ríkisins Að annast gerð kjarasamninga við viðsemjendur ríkisins.
Samráðsnefnd FJR og Alþingis um fjárlagagerð Samráð um þá þætti fjárlagagerðar sem snúa að Alþingi.
Samráðsnefnd FJR, Seðlabanka Íslands og Lánasýslu ríkisins um lánsfjármál ríkisins Vettvangur skoðanaskipta um stöðu og horfur á fjármagnsmörkuðum og um lánamál og lántökuáform ríkissjóðs innanlands og erlendis.
Samráðsnefnd um gerð tvísköttunarsamninga og fjárfestingasamninga Átak í gerð tvísköttunarsamninga.
Samráðsnefnd um Landskrá fasteigna Byggja upp Landskrá fasteigna.
Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Að framfylgja lögum um opinberar framkvæmdir.
Tvísköttunarnefnd - SUT Viðræður um samninga um tvísköttun.
Þóknananefnd Úrskurða þóknanir fyrir störf í nefndum á vegum ríkisins.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd skv. reglugerð nr. 735/2000 um undanþágur frá lyfjahugtakinu og hver vítamín og steinefni teljist ekki lyf (náttúruvörur og fæðubótaefni)
Samstarfshópur um bifreiðamál hreyfihamlaðra
Nefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 83/1991 um greiðslur fyrir sjúkratryggða vegna lýtalækninga
Vinnuhópur vegna samninga Íslands við erlend ríki á sviði félagslegs öryggis
Nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa kynningu á lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997
Heilsuefling – forvarnaverkefni
Nefnd til að endurskoða lög um almannatryggingar, nr. 117/1993, og lög um félagslega aðstoð, nr. 118/1993      Markmið að einfalda bótakerfi almannatrygginga og annarra velferðartilfærslna o.fl.
Nefnd til að kynna sér stöðu mála er varðar ofbeldi gagnvart starfsfólki innan meðferðar- og heilbrigðisstofnana
Nefnd til að fjalla um hvort og með hvaða hætti veita skuli sérfræðileyfi til handa sjúkraþjálfurum
Vinnuhópur sem hefur það verkefni að samræma lykla og skráningu launa á þeim stofnunum sem nota H-launakerfi
Nefnd til að skoða samrekstur dvalarheimilisins Höfða og Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness
Nefnd til að skilgreina þau viðbótarréttindi sem skipulegt framhaldsnám fyrir sjúkraliða gæti veitt
Nefnd um framtíðarþróun í íslenska heilbrigðiskerfinu. Endurskoðun íslensku heilbrigðisáætlunarinnar.
Nefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 311/1986 um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa
Afgreiðslunefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 170/1987, um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra, með síðari breytingum
Viðræðunefnd um daggjöld á stofnunum fyrir aldraða, sem og um aðra þætti sem lúta að rekstri, stjórnun og uppbyggingu stofnana fyrir aldraða
Stýrihópur til að móta stefnu í málefnum aldraðra til næstu fimmtán ára
Nefnd vegna samvinnuverkefnis heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, landlæknisembættisins og öldrunarstofnana til að laða fólk til starfa í öldrunarþjónustu
Vinnuhópur til að fara yfir fjárhagsáætlanir Landspítala – háskólasjúkrahúss
Verkefnastjórn um fækkun slysa á börnum og unglingum (átaksverkefnið Árvekni )
Fagráð við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands skv. lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, 37. gr. a og b
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skv. 4. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra
Nefnd til að endurskoða lög og reglur um sálfræðinga
Nefnd vegna samninga Íslands við erlend ríki á sviði heilbrigðis- og tryggingamála
Nefnd sem skipuleggur störf sálfræðings og samskipti við heilsugæslu, sérfræðiþjónustu sveitarfélaga skóla og félagsmálaþjónustu sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnisins á Suðurlandi
Nefnd um endurskoðun greiðslukerfa hjúkrunarheimila
Vinnuhópur til að vinna að gerð almennrar kröfulýsingar fyrir sjúkraskrárkerfi
Vinnuhópur til að vinna yfirlit yfir allar þær upplýsingar sem reglubundið eru skráðar eða talið er æskilegt að skrá um heilbrigðismál hjá opinberum aðilum
Nefnd til kanna og gera tillögur um leiðir varðandi aðskilnað kaupanda og veitanda heilbrigðisþjónustu
Vinnuhópur til að kanna kosti og galla þess að Blindrafélagið myndi annast rekstur Sjónstöðvar Íslands
Samstarfsráð um gæðamál heilbrigðiskerfisins
Verkefnisstjórn til að annast samskipti við Öldung hf. hvað varðar undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík
Vinnuhópur, skilgreinir hvaða lyf teljist með sambærileg klínísk meðferðaráhrif, þrátt fyrir skilgreindan lyfjafræðilegan mun
Nefnd fjögurra ráðuneyta, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis., menntamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis, er fylgja skal eftir stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna. Skal sjá um að samræma aðgerðir sem falla undir fleiri en eitt ráðuneyti og vera tengiliður við hlutaðeigandi aðila.
Verkefnisstjórn fyrir heilbrigðisnetið
Starfsnefnd til að fara yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss (hátæknisjúkrahúss) á höfuðborgarsvæðinu
Verkefnisstjón um heilsufar kvenna
Samráðshópur um inntöku vistmanna á Hjúkrunarheimilið Sóltún Reykjavík
Starfshópur til að gera tillögur um eflingu heilsugæslunnar í landinu
Nefnd til þess að kanna þá þjónustu sem nú er veitt psoriasis- og exemsjúklingum og gera tillögur til úrbóta ef þurfa þykir
Nefnd sem ætlað er að meta ástæður þess vaxandi skorts á sjúkraliðum til starfa sem heilbrigðisstofnanir standa frammi fyrir nú og gera tillögur um með hvaða hætti bregðast skuli við vandanum
Verkefnisstjórn til að undirbúa og annast útboð á rekstri nýrrar heilsugæslustöðvar í Kópavogi
Starfshópur um starfsendurhæfingu í samræmi við samþykktir málþings um starfsendurhæfingu
Stýrihópur sem hefur það hlutverk að skilgreina og meta þarfir Lyfjastofnunar, landlæknis og Tryggingastofnunar fyrir upplýsingar úr lyfjagagnagrunni Tryggingastofnunar
Nefnd til að fara yfir stærðir rýma á öldrunarstofnunum og gera tillögur um staðla sem nýttir verða við uppbyggingu og breytingar á öldrunarstofnunum
Nefnd um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Garðabæ og hugsanlega nýtingu Vífilsstaðaspítala. Nefndinni er ætlað að áætla þörf fyrir hjúkrunarrými, meta hvaða önnur úrræði eru brýn fyrir aldraða í bæjarfélaginu, kanna hvaða húsnæði og önnur aðstaða geti hentað fyrir þessa starfsemi og gera tillögur um uppbygginguna á næstu árum.
Nefnd um uppbyggingu öldrunarþjónustu á Akureyri. Nefndinni er ætlað að áætla þörf fyrir hjúkrunarrými, meta hvaða önnur úrræði eru brýn fyrir aldraða í bæjarfélaginu, kanna hvaða húsnæði og önnur aðstaða geti hentað fyrir þessa starfsemi og gera tillögur um uppbygginguna á næstu árum.
Starfshópur sem staðfesta á mörkin milli þess hvað Tryggingastofnun ríkisins og stofnanir ber að greiða af hjálpartækjum hverju sinni
Nefnd til að annast skipulagningu húsnæðis fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu.     Nefndin skal starfa á grundvelli nefndarálits starfsnefndar um „Framtíðarskipulag og uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss“, sem skilað var til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í janúar 2002.
Nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag FSA
Nefnd er geri úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi og beri hana saman við stöðu mála annars staðar á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum
Framkvæmdanefnd til að hrinda í framkvæmd og annast nauðsynlegar breytingar á húsnæði Vífilsstaða. Í samræmi við niðurstöðu starfshóps ríkisstjórnarinnar sem m.a. fjallaði um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við aldraða.
Stýrihópur til að vinna að átaki í lyfjamálum heilbrigðisstofnana. Stýrihópnum er ætlað að vinna að sparnaði og hagræðingu í innkaupum lyfja, lyfjavali og réttri notkun þeirra.
Nefnd til að sjá um undirbúning verks samkvæmt 1. gr. rammasamnings um viðbyggingu við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri
Samráðsnefnd um málefni öldrunarstofnana. Nefndinni er ætlað að fara yfir rekstur og afkomu öldrunarstofnana og skila skýrslu þar um fyrir 1. júlí nk. Nefndinni er einnig falið að fara yfir fjármálaleg samskipti ríkis og rekstraraðila öldrunarstofnana með það að leiðarljósi að þeim verði komið í fastara form en nú er.
Nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæði heilsugæslu- og sjúkrahúsþjónustu
Starfshópur til að gera tillögur að breytingum á ákvæðum laga um almannatryggingar og gera tillögur sem miða að því að auka möguleika öryrkja til atvinnuþátttöku
Starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að samtvinnun heimaþjónustu við aldraða þar sem einn aðili verði ábyrgur fyrir rekstri og skipulagi þjónustunnar
Nefnd til að endurskoða áform um byggingu hjúkrunarrýma í Bolungarvík, sbr. áætlanir og teikningar frá árunum 1993 og 1995
Starfshópur til þess að móta innkaupastefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og stofnana þess í samræmi við áherslur og markmið innkaupastefnu ríkisins
Nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir
Nefnd til að afla og miðla þekkingu um meðferð við mænuskaða og hugsanlega lækningu þeirra í framtíðinni
Nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990
Nefnd til þess að gera tillögur til ráðherra um hvernig endurskilgreina megi verksvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna
Nefnd um tilflutning á verkefnum á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga
Samstarfshópur um byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða í sveitarfélaginu Árborg
Samráðshópur til að tryggja heildaryfirsýn og samræmi og koma í veg fyrir tvíverknað í gagnaöflun sem skipaður skal formönnum nefnda er fjalla um stór stefnumarkandi verkefni á sviði heilbrigðismála
Vinnuhópur til að fylgja eftir framkvæmd fjárlaga hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi á árinu 2004
Nefnd til að gera tillögur um hvernig unnt er að tengja betur saman greiðslur fyrir rými sem ætluð eru öldruðum sjúkum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (Landakoti) og nýtingu þeirra sömu rýma. Jafnframt er nefndinni falið að athuga hvort fyrir því kunni að vera fjárhagsleg og fagleg rök að skilja rekstur öldrunarsviðsins á Landakoti frá öðrum rekstri Landspítala – háskólasjúkrahúss. Nefndin skal hafa náið samráð við nefnd sem skipuð hefur verið til að gera tillögur til ráðherra um hvernig endurskilgreina megi verksvið sjúkrahússins
Ótímabundnar nefndir
Siglinganefnd skv. 35. gr. almannatryggingalaga, nr. 117/1993
Nefnd skv. 35. gr. laga nr. 117/1993, um alm.tr., með síðari breyt. (Siglinganefnd)
Geislavarnaráð skv. 6. gr. laga nr. 44/2002, um geislavarnir ríkisins
Lyfjaverðsnefnd
Læknaráð samkvæmt. lögum nr. 14/1942. Hlutverk læknaráðs er að láta dómstólum, ákæruvaldi og stjórn heilbrigðismálanna í té sérfræðilegar umsagnir varðandi læknisfræðileg efni. Læknaráð lætur meðal annars í té umsagnir um hvers konar læknisvottorð, sem lögð eru fyrir dómstólana, enda sé þeim beint til ráðsins samkvæmt úrskurði dómara. Læknaráð lætur stjórn heilbrigðismála í té álit sitt á því hvort tiltekin aðgerð, hegðun eða framkoma læknis, tannlæknis, nuddara, lyfsala, hjúkrunarfræðings, ljósmóður eða annarra þvílíkra heilbrigðisstarfsmanna sé tilhlýðileg eða ekki. Læknaráðlætur og stjórn heilbrigðismálanna í té álit sitt í sambandi við mikilsverðar heilbrigðisframkvæmdir, einkum varðandi meiri háttar sóttvarnarráðstafanir.
Hjúkrunarráð skv. 2. gr. hjúkrunarlaga, nr. 8/1974
Ljósmæðraráð, skv. 2. gr. ljósmæðralaga, nr. 67/1984
Matsnefnd skv. 30. gr laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990
Nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði
Samninganefnd sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðsluþátttöku almannatrygginga vegna heilbrigðisþjónustu og við fyrirtæki og stofnanir vegna sambærilegrar þjónustu sem þar er veitt
Samstarfsnefnd skv. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 19/1997. Skal afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu þegar dýr, matvæli, starfsemi, vatn, skolplagnir, loftæsting eða annað í umhverfinu dreifi eða geti dreift smitnæmum sjúkdómsvöldum sem ógna heilsu manna.
Sérfræðinefnd skv. reglugerð nr. 555/1999 um sérfræðileyfi í félagsráðgjöf
Sérfræðinefnd skv. reglugerð um sérfræðileyfi sálfræðinga nr. 158/1990
Sérfræðinefnd skv. reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í sjúkraþjálfun nr. 318/2001
Nefnd skv. 2. gr. læknalaga, nr. 53/1988. Að meta umsóknir um almennt lækningaleyfi.
Sérfræðinefnd, sem starfar skv. 10. gr. reglugerðar nr. 305/1997 um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa með áorðnum breytingum skv. reglugerð nr. 340/1999
Sérfræðinefnd tannlækna sem starfar skv. 5. gr. laga um tannlækningar, nr. 38/1985
Siðanefnd innan heilsugæslunnar skv. 2. gr. reglugerðar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 552/1999
Slysavarnarráð fyrra og Slysavarnaráð, skv. lögum um Lýðheilsustöð, nr. 18/2003, og skv. rg. nr. 434/2003, um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar
Sóttvarnaráð, skv. 6. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997
Stöðunefnd, skv. 31. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 með síðari breytingu
Tannverndarráð
Tóbaksvarnarráð fyrra og Tóbaksvarnaráð, skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003 og skv. rg. nr. 434/2003 um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar
Áfengis- og vímuvarnarráð
Manneldisráð
Lyfjanefnd ríkisins
Stjórn Þjónustu- og endurhæfingarstöðvar sjónskertra skv. 3. gr. laga nr. 18/1984. Sjónstöð Íslands
Vísindasiðanefnd skv. 1 gr. reglugerðar nr. 552/1999
Þverfagleg siðanefnd sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 139/1998, um gagnagrunn á heilbrigðissviði
Nefnd sem fylgist með vistunarmati aldraðra á landsvísu
Nefnd sem annast undirbúning á innri mælingum á þörfum hjúkrunarheimila aldraðra
NOSOSKO. Norræna hagsýslunefndin
Nefnd vegna líffæraflutninga, bæði vegna líffæragjafar og ígræðslu. Líffæraígræðslunefnd
NOMESCO. Norræna heilbrigðistölfræðinefndin
Gigtarráð
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Ný lög um vátryggingasamninga Að semja ný lög um vátryggingasamninga sem leysi af hólmi lög nr. 20/1954.
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma – verkefnisstjórn Markmið rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafls og háhita, meðal annars með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, samhliða því að skilgreina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og á hagsmuni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði.
Bankalaganefnd – Endurskoðun á löggjöf um fjármálastofnanir Nefndinni er ætlað að gera tillögur um breytingar á lögum nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, og lögum nr. 123/1993, um aðrar lánastofnanir.
Rammaáætlun – faghópur um náttúru- og minjavernd Faghópnum er ætlað að meta áhrif einstakra virkjunarkosta á landslag, jarðmyndanir, gróður, dýralíf og minjar.
Rammaáætlun – faghópur um útivist og hlunnindi Faghópnum er ætlað að meta áhrif einstakra virkjunarkosta á útivist, landbúnað, landgræðslu og skógrækt, lax- og silungsveiðar og skotveiðar.
Rammaáætlun – faghópur um þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun Faghópnum er ætlað að meta langtímaáhrif þess að nýta orkulindirnar, á efnahag, atvinnu og byggðaþróun.
Rammaáætlun – faghópur um orkulindir Faghópnum er ætlað að skilgreina þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera til að nýta vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu og meta orkugetu og orkukostnað hvers þeirra.
Nefnd um endurskoðun ársreikninga vátryggingafélaga Að endurskoða tvær reglugerðir um ársreikninga vátryggingafélaga, reglugerð nr. 612/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga líftryggingafélaga og reglugerð nr. 613/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga.
Nefnd um þriggja fasa rafmagn Nefnd til að gera úttekt á því hve mikið vanti á raflagnir fyrir þriggja fasa rafmagn í landinu. Nefndinni er jafnframt falið að meta þörf atvinnulífsins á landsbyggðinni fyrir þriggja fasa rafmagn og leggja mat á kostnað við að tryggja öllum landsmönnum aðgang að því.
Rafræn viðskipti Nefnd skipuð til að vinna að undirbúningi innleiðingar tilskipunar í íslenskan rétt. Tillagan lýtur að samræmingu reglna innan ESB á þeim sviðum þar sem samræming er talin nauðsynleg vegna eðlis rafrænna viðskipta til þess að tryggja skilvirkan innri markað.
Endurgreiðslur til Orkusjóðs vegna orkuframkvæmda Vinnuhópur til að koma með tillögur um framkvæmd ákvæða í lögum um Orkustofnun um endurgreiðslur á rannsóknarkostnaði.
Endurskoðun á sameignarsamningi eignaraðila að Landsvirkjun Viðræðunefnd eignaraðila að Landsvirkjun um endurskoðun á sameignarsamningi fyrirtækisins.
Nefnd um lögbannsaðgerðir Að gera tillögur um lagabreytingar sem kunna að vera nauðsynlegar til þess að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunarinnar 98/27/EB.
Starfshópur um löggjöf um uppfinningar starfsmanna Hlutverk starfshópsins verður í megindráttum að huga að því hvort dönsk lög nr. 142/1955, um uppfinningar starfsmanna, með síðari breytingum, og dönsk lög nr. 347/1999, um uppfinningar á opinberum rannsóknarstofnunum, gætu orðið grundvöllur undir svipaða löggjöf hér á landi með minni háttar breytingum.
Nefnd um lækkun húshitunarkostnaðar Nefnd til að færa raforkuverð til húsnæðishitunar til samræmis við meðaldýrar hitaveitur.
Bankalaganefnd – vinnuhópur um athugun á ákvæðum laga um vátryggingarstarfsemi Vinnuhópur um athugun á ákvæðum laga um vátryggingarstarfsemi.
Stjórn Átaks til atvinnusköpunar 2001–2003 Stuðningur verður fyrst og fremst veittur verkefnum sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
Byggðaáætlun 2002–2005: Alþjóðasamvinna Starfshópur um alþjóðasamvinnu.
Byggðaáætlun 2002–2005: Atvinnumál – Verkefnanefndir Starfshópur um atvinnumál.
Byggðaáætlun 2002–2005: Verkefnisstjórn Verkefnisstjórn um nýja byggðaáætlun fyrir 2002-2005.
Byggðaáætlun 2002–2005: Fjarskipti og upplýsingatækni Starfshópur um fjarskipti og upplýsingatækni.
Niðurgreiðslur á rafmagni til hitunar íbúðarhúsnæðis – tillögur að frumv. til laga Nefnd skipuð til að gera tillögur um frumvarp til laga um niðurgreiðslur á rafmagni til hitunar íbúðarhúsnæðis.
Kauphallarnefnd Nefnd til að fara yfir þau ákvæði kauphallarlaga sem ekki verða hluti af nýjum verðbréfaviðskiptalögum, m.a. ákvæði um stjórnvaldshlutverk kauphalla.
Verðbréfasjóðanefnd – Endurskoðun laga um verðbréfasjóði Nefnd til að fara yfir drög að frumvarpi til nýrra verðbréfasjóðalaga sem taka mið af tilskipun ESB.
Viðræðunefnd varðandi stækkun Norðuráls Viðræðunefndinni er falið að yfirfara samninga sem í gildi eru á milli Norðuráls og ríkisins annars vegar og viðkomandi sveitarfélaga hins vegar og vinna að samningum við fyrirtækið um nauðsynlegar breytingar á þeim vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins.
Nefnd til að yfirfara skipulag Orkustofnunar aukið stjórnsýsluhlutverk Nefnd til að yfirfara skipulag Orkustofnunar með hliðsjón af því aukna stjórnsýsluhlutverki sem stofnuninni hefur verið falið og hlutverki hennar samkvæmt frumvarpi til raforkulaga og koma með tillögur um framtíðarskipulag stofnunarinnar.
Endurskoðun reglugerðar v. tímabundnar endurgreiðslur kvikmyndagerðar á Íslandi Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða reglugerð nr. 377/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.
Endurskoðun laga um verðbréfaviðskipti Verkefnið að semja drög að frumvarpi til verðbréfaviðskiptalaga sem taki mið af hugmyndum bankalaganefndar, þ.e. að stofnanaþáttur verðbréfaviðskiptalaga fari úr þeim lögum en eftir standi almennar hegðunarreglur.
Viðræðunefnd um sameiningu RARIK og Norðurorku Viðræðunefnd er hafi það hlutverk að ganga til viðræðna við fulltrúa eigenda Norðurorku um hugsanlega sameiningu RARIK og Norðurorku.
Nefnd um aðild Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi EPC – EPO Verkefni: meta þarf stöðu einkaleyfismála hér á landi, m.a. með hliðsjón af alþjóðlegri og svæðisbundinni þróun á síðustu árum. Veigamikill þáttur þess er könnun á möguleikum og áhrifum hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi „European Patent Convention“ (EPC) og aðildar að Evrópsku einkaleyfastofunni „European Patent Office“ (EPO).
Óarðbærar einingar í flutnings- og dreifikerfi raforku Starfshópur til að meta kostnað vegna óarðbærra eininga í aðveitu- og dreifikerfi landsins í dag og koma með tillögur um hvernig beri að mæta þeim kostnaði í breyttu skipulagi á raforkumarkaði svo allir landsmenn taki sem jafnastan þátt í honum.
Starfshópur til að ljúka innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins nr. 78/98 Starfshópurinn hefur það hlutverk að ljúka innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins nr. 78/98.
Tjónsuppgjöranefnd vegna jarðskjálftanna sumarið 2000 Nefnd til þess að fara yfir framkvæmd tjónsuppgjöra vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi sumarið 2000 og þá verkferla sem Viðlagatrygging Íslands beitti í starfi sínu, þau helstu ágreiningsefni sem upp komu við úrvinnslu og benda á leiðir til úrbóta.
Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey Nefnd sem skal meta hvort og með hvaða ætti unnt er að koma á sjálfbæru orkusamfélagi í Grímsey.
Stóriðjunefnd Nefnd skipuð til að eiga viðræður við álfyrirtæki til að kanna áhuga þeirra til að taka þátt í byggingu og rekstri álvers á Reyðarfirði sem nýtir orku frá Kárahnjúkavirkjun. Skili þær viðræður árangri skal nefndin gera tillögu til iðnaðarráðherra um hvernig skuli staðið að frekari samningaviðræðum.
Gjaldþol líf- og skaðatryggingafélaga – br. á lögum 60/1994 í samræmi við tilsk. 2002/12/EB og 2002/13/EB Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða þau ákvæði laga um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, sem fjalla um gjaldþol líftryggingafélaga og skaðatryggingafélaga í samræmi við tilskipanir nr. 2002/12/EB og 2002/13/EB.
Slit vátryggingafélaga - í samræmi við tilskipun 200117/EB Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða þau ákvæði laga um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, sem fjalla um slit vátryggingafélaga í samræmi við tilskipun nr. 2001/17/EB.
Uppfinningar starfsmanna Hlutverk nefndarinnar verður að semja nauðsynleg lagafrumvörp og skal í því starfi líta til danskrar löggjafar um þessi efni.
Nefnd til að meta ávinning af rekstri hönnunarmiðstöð Nefnd til að meta ávinning af rekstri hönnunarmiðstöðvar fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf og koma með tillögur í því sambandi.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – Verkefnisstjórn Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Með stefnumörkuninni fylgi tillaga að framkvæmdaáætlun þar sem fram komi hver beri ábyrgð á framkvæmd einstakra verkefna, áætlun um kostnað þar sem það á við og tímasetning einstakra aðgerða.
Nefnd um samningsskilmála fjármálafyrirtækja Nefndin skal yfirfara erlenda umræðu um samningsskilmála og réttindi og skyldur fjármálafyrirtækja, hugleiða íslenskar aðstæður og koma fram með sjónarmið sem nýst geta í frekari stefnumörkun.
Orkumál samgangna Nefnd fulltrúa ráðuneyta til að vinna að heildstæðri úttekt og mótun stefnu á orkumálum samgangna hér á landi.
Átak í leit að jarðhita á köldum svæðum 2002
–2003
Átakinu er ætlað að verða hvati að frekari aðgerðum í jarðhitaleit á köldum svæðum. Því er einkum ætlað að beinast að frumstigum leitar en heimaaðilum og orkufyrirtækjum er ætlað að taka við framkvæmdum þegar vísbending er fengin um jarðhita sem hagkvæmt kunni að vera að nýta.
Vátryggingamiðlun: Nefnd til að endurskoða lög nr. 60/1994 í samr. við væntanlega tilsk. ES Nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða þau ákvæði laga um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, sem fjalla um starfsemi vátryggingamiðlara og annarra þeirra sem koma að milligöngu um sölu vátrygginga í samræmi við væntanlega tilskipun Evrópusambandsins um starfsemi vátryggingamiðlara.
Endurskoðun laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins Vinna að tillögum að frumvarpi til laga um breytingar á II. kafla laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997, að því er varðar hlutverk tryggingardeildar útflutningslána.
Endurskoðun laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu Starfshópur til að yfirfara lög nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu með tilliti til þessa og gera tillögur um breytingar á þeim.
Endurskoðun vatnalaga, nr. 15/1923 Starfshópur til að fara yfir fyrirliggjandi frumvarpsdrög um endurskoðun vatnalaga, nr. 15/1923.
Bankalaganefnd: Vinnuhópur um eigið fé og ársreikninga fjármálafyrirtækja Verkefni vinnuhóps bankalaganefndar um eigið fé og ársreikninga er að fara yfir regluverk í þessu sviði.
Mannaflaþörf vegna stóriðjuframkvæmda: Nefnd til að endurskoða eldri mat Tilgangur verkefnisins er að skilgreina og tímasetja áætlaða mannaflaþörf og þær þekkingar- og hæfniskröfur sem krafist er vegna áætlaðra stóriðjuframkvæmda.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – byggðatengsl og sveitarfélög Starfshópnum er m.a. ætlað að skila tillögum um aukið samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi, einkum svæðinu næst Akureyri og leggja sérstaka áherslu á þau tengsl sem geta með fljótvirkum hætti bætt lífsgæði á svæðinu.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – erlend ráðgjöf um byggðamál Starfshópnum er m.a. ætlað að vinna að því að fá erlenda ráðgjöf um byggðamál sérstaklega frá OECD, sem miði að því að treysta Eyjafjarðarsvæðið sem byggðakjarna, sem byggi á heildrænum tengslum dreifbýlis og þéttbýlis í byggða- og efnahagsmálum.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – ferðaþjónusta og menningarmál Starfshópnum er m.a. ætlað að koma með heildrænar tillögur um eflingu ferða- og menningarmála á Eyjafjarðarsvæðinu og tengsl við nærliggjandi svæði.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – heilbrigðistþjónusta Starfshópnum er m.a. ætlað að huga sérstaklega að því að efla heilbrigðisþjónustu og heilsutengda þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu og gera tillögur er miði að því að efla þessa starfsemi á svæðinu.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – samgöngur Starfshópnum er m.a. ætlað að kanna og meta mögulega valkosti til að bæta aðgengi og þjónustu samgangna við Eyjafjarðarsvæðið.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – samkeppnishæfni, atvinnumál og nýsköpun Starfshópnum er m.a. ætlað að koma með tillögur að stefnumótun, áherslum eða verkefnum er miði að aukinni samkeppnishæfni, nýsköpun og fjölbreytni atvinnulífs.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – skóla- og fræðslumál Starfshópnum er m.a. ætlað að setja fram tillögur er varða eflingu náms á framhaldsskóla-, sérskóla- og háskólastigi á svæðinu sem og uppbyggingu Akureyrar sem miðstöðvar framhaldsmenntunar.
Byggðaáætlun 2002-2005 rafrænt samfélag – valnefnd Að treysta stöðu upplýsingasamfélagsins á landsbyggðinni svo íbúarnir geti á sem bestan og hagkvæmastan hátt nýtt sér þann ávinning sem upplýsinga- og fjarskiptatæknin býður upp á.
Nefnd til að fara yfir lög og reglur sem móta starfsskilyrði skipasmíðaiðnaðarins Nefnd skipuð til að fara yfir lög og reglur sem móta starfsskilyrði skipasmíðaiðnaðarins og benda á atriði þar sem endurskoðunar er þörf.
Samráðsnefnd um framkvæmd raforkulaganna – skv. bráðabirgðaákvæði VI Hlutverk samráðsnefndarinnar er að stuðla að greiðri framkvæmd laganna og virkum skoðanaskiptum þeirra sem lögin varða helst.
Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila samkvæmt raforkulögum Samkvæmt 24. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, skal Orkustofnun hafa samráð við eftirlitsskylda aðila um framkvæmd og þróun eftirlits sem fram fer á grundvelli laganna. Í því skyni skal starfa sérstök samráðsnefnd.
Endurskoðun á samkeppnislögum, nr. 8/1993
– um viðurlög og samskipti samkeppnisyfirvalda annars vegar og lögreglu og ákæruvalds hins vegar
Viðræðunefndinni er falið að yfirfara samninga sem í gildi eru á milli Norðuráls og ríkisins annars vegar og viðkomandi sveitarfélaga hins vegar og vinna að samningum við fyrirtækið um nauðsynlegar breytingar á þeim vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins.
Nefnd um afnám flutningsjöfnunar á sementi Nefnd til að taka lög um jöfnun flutningskostnaðar á sementi til endurskoðunar.
Endurskoðun vatnalaga, nr. 15/1923 –2003 Nefnd sérfræðinga og hagsmunaðila til að fara yfir fyrirliggjandi drög að frumvarpi til vatnalaga.
Starfshópur til að kanna rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar Starfshópur til að kanna rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar og könnuð verði þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni í samanburði við höfuðborgarsvæðið síðastliðin 10 ár.
Byggðaáætlun 2002–2005: verkefnisstjórn um framkvæmd og framvindu byggðaáætlunar Tryggja sem best framgang samþykktrar byggðaáætlunar var ákveðið að skipa sérstaka verkefnastjórn sem fyrst og fremst er hugsuð sem samráðs- og samstarfsvettvangur ráðuneyta um framkvæmd hennar.
Byggðaáætlun fyrir Vestfirði Nefnd til þess að meta framkomnar tillögur um byggðaáætlun fyrir Vestfirði.
Stefnumörkun um rannsóknir og vöktun á vatnafari landsins Nefnd skipuð til að vinna að stefnumörkun um rannsóknir og vöktun á vatnafari landsins og kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að samræma eða sameina starfsemi á þessu sviði betur en gert er í dag.
Nefnd um fyrirkomulag flutnings raforku: Samkvæmt bráðabirgðaákvæði VII við raforkulög, nr. 65/2003 Nefnd sem skal gera tillögu um fyrirkomulag flutnings raforku, þ.m.t. um stærð flutningskerfisins og hvernig rekstri þess og kerfisstjórnunar skuli háttað þannig að öryggi, skilvirkni og hagkvæmni kerfisins verði sem best tryggð. Þá skal nefndin móta tillögur um með hvaða hætti jafna eigi kostnaði vegna flutnings og dreifingar raforku.
Ótímabundnar nefndir
Aðgerðir gegn peningaþvætti Fylgjast með framkvæmd aðgerða gegn peningaþvætti, samræma verklagsreglur og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um aðgerðir gegn peningaþvætti og framkvæmd þeirra.
Tryggingardeild útflutningslána Samkvæmt lögum nr. 61/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, skal starfsrækt við sjóðinn tryggingardeild útflutningslána.
Islandica 2001 Nefnd með það hlutverk að skipuleggja, kynna og standa að alþjóðlegri hesta- og hestavörusýningu á Íslandi. Sýningin skyldi haldin árið 2001 og fengi heitið ISLANDICA.
Starfsleyfisnefnd alþjóðlegra viðskiptafélaga Gert sé ráð fyrir að starfsleyfisnefnd veiti starfsleyfi til alþjóðlegra viðskiptafélaga og hafi eftirlit með starfsemi þeirra.
Samráðsnefnd um landgrunns- og olíuleitarmál Að gæta íslenskra hagsmuna á sviði olíu- og landgrunnsmála.
Samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Ísl. og Seðlabanka Ísl. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, skal skipa samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Íslands og Seðlabanka Íslands sem ætlað er að fjalla um samskipti áðurnefndra stofnana í tengslum við frágang viðskipta.
Verkstjóranámskeið 2001–2003 Nefndin sér um verkstjórnarnámskeið.
Samráðsnefnd um EES-mál á sviði fjármálaþjónustu Nefndin verði vettvangur fyrir ráðuneytið og aðra aðila til að miðla upplýsingum um EES-mál á þessu sviði.
Vinnuhópur um málefni EBRD Þar sem Ísland hefur engan starfsmann í bankanum til ársins 2006 þá hefur viðskiptaráðherra ákveðið að skipa vinnuhóp sem sinnir málefnum bankans.
Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila Samráðsnefndin er skipuð með vísan til 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 562/2001, um samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila, sem starfa skal í tengslum við Fjármálaeftirlitið.
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta –2002–2003 Með vísan til 4. gr. laga nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
Samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, kauphalla og Seðlabanka Íslands skv. 15. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um samskipti verðbréfamiðstöðva, kauphalla og Seðlabanka Íslands í tengslum við frágang viðskipta.
Tækninefnd – undirnefnd Vísinda- og tækniráðs Hlutverk tækninefndar verður að undirbúa stefnu ríkisstjórnarinnar er lýtur að tækniþróun og nýsköpun í samræmi við markmið laga um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003, og laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, nr. 4/2003.
Landbúnaðarráðuneyti
Tímabundnar nefndir
ÁFORM–Átaksverkefni Samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, skal landbúnaðarráðherra skipa stjórn átaksverkefnisins til tveggja ára í senn. Starfsemi Áforms–átaksverkefnis lauk um áramót 2002/2003.
Endurskoðun laga um búfjárhald, forðagæslu o.fl. Endurskoða lög um búfjárhald, forðagæslu o.fl., nr. 46/1991, með síðari breytingum.
Faghópur sérfræðinga um rannsókn á íslenska kúastofninum Sjö ára rannsókn á íslenska kúastofninum sem eiga að móta áherslur, forgangsraða og leggja drög að hvers kyns verkefnum til eflingar ræktunarstarfi á íslenska kúastofninum.
Faghópur vegna samanburðarrannsóknar á norskum og íslenskum kúm og kynblendingum Í framhaldi af ákvörðun um að heimila tilraunainnflutning á fósturvísum úr NRF-kúastofninum norska til samanburðarrannsókna á NRF-kúm, íslenskum kúm og hálfblendingum þessara stofna, hefur landbúnaðarráðherra, í samræmi við samkomulag landbúnaðarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda, ákveðið að skipa faghóp er hafi það hlutverka að fjalla um hvaða þætti beri að rannsaka við famangreinda samanburðarrannsókn, fylgjast með framvindu rannsóknarinnar og leggja mat á niðurstöður.
Fegurri sveitir Fegrunarátak í sveitum landsins árið 2000. Verkefninu er ætlað að stuðla að og styrkja samstillt átak í hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins, og bæta þannig ásýnd þeirra og ímynd.
Kjötmjölsnefnd Í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu varðandi kúariðu og notkun kjötmjöls í fóður hefur landbúnaðarráðherra skipað nefnd til þess að fjalla um og gera tillögur um þætti er snerta notkun kjötmjöls í fóður almennt og fóður fyrir dýr sem gefa af sér afurðir til manneldis.
Kynbætur fyrir bleikjueldi. Verkefnisstjórn kostuð af Hólaskóla Verkefnisstjórn er hafi umsjón með framkvæmd ákvæða samnings milli landbúnaðarráðuneytisins og Hólaskóla um kynbætur fyrir bleikjueldi, skv. 30. gr. laga nr. 88/1997.
Nefnd er geri tillögur að reglugerð á grundvelli girðingarlaga Í 3. gr. girðingarlaga, nr. 138/2001, er kveðið á um að landbúnaðarráðherra setji almenna reglugerð sem kveði á um ýmsa staðla og orðskýringar, nefndin hafði það hlutverk að semja reglugerð um girðingar.
Nefnd til að endurskoða lög um innflutning dýra, nr. 54/1990 Landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til þess að endurskoða lög um innflutning dýra, nr. 54/1990, sbr. ályktun Alþingis frá 10. mars 2003.
Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 583/1996 um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar Fjalla um endurskoðun á reglugerð um riðuveiki og varnir gegn henni.
Nefnd til að endurskoða reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa Landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til þess að endurskoða reglugerð nr. 132/1999 um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa.
Nefnd til að endurskoða reglugerð um búfjársæðingar o.fl. Endurskoða reglugerð nr. 56/1994 um búfjársæðingar og flutning fósturvísa.
Nefnd til að endurskoða sauðfjársamning Nefnd í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 101/2002, um breytingar á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, til þess að endurskoða samning ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um framleiðslu sauðfjárafurða frá 11. mars 2000.
Nefnd til að gera tillögur að reglugerð um skyldumerkingar búfjár Að gera tillögur að reglugerð um skyldumerkingar búfjár sbr. heimild í 5. gr. laga um búfjárhald, forðagæslu og fleira.
Nefnd til að gera tillögur að reglugerðum um atriði á grundvelli laga nr. 96/1997, um heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum Gera tillögur að reglugerðum um eftirtalin atriði á grundvelli laga nr. 96/l997: 1. Reglugerð um eftirlit, rannsóknir og sýnatökur úr sláturdýrum og sláturafurðum til að kanna útbreiðslu sjúkdóma, smitefna og aðskotaefna. 2. Reglugerð um geymslu, meðferð og ráðstöfun á sýktum sláturafurðum og sláturúrgangi. Jafnframt taki nefndin til skoðunar ákvæði 14. gr. laga nr. 25/l993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með tilliti til meðferðar, geymslu og notkunar matarleifa og dýraafurða sem ætlaðar eru til fóðurs eða fóðurgerðar.
Nefnd til að meta áhrif eldis á norskættuðum laxastofni í Stakksfirði v/Vogastapa Landbúnaðarráðuneytið hefur veitt Silungi ehf leyfi til að stunda eldi á norskættuðum laxastofnum í Stakksfirði við Vogastapa á Vatnsleysuströnd. Í samræmi við ákvæði í leyfi ráðuneytisins, hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa sérfræðinganefnd sem hafi það hlutverk að meta hugsanleg áhrif eldisins á lífríki Stakksfjarðar og nærliggjandi svæði.
Nefnd til að semja reglugerð um búfjáreftirlit Í 4. tl. 17. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhald, o.fl. er kveðið á um að sett verði reglugerð um starfssvæði búfjáreftirlits og framkvæmd þess, svo sem forðagæslu, eftirlitið sjálft og talningu búfjár. Nefndin samdi reglugerð um starfssvæði búfjáreftirlits og framkvæmd þess í samræmi við framangreind ákvæði laganna.
Nefnd til að semja reglugerð um innflutning á gæludýrum o.fl. Nefnd til þess að semja tillögur að reglugerð um innflutning á hundum og köttum og erfðaefni þeirra til Íslands, svo og um einangrun innfluttra dýra og útbúnað einangrunarstöðva.
Nefnd til að semja reglugerð um örverurannsóknir á sláturafurðum o.fl. Semja reglugerð um örverufræðilegt eftirlit í sláturhúsum sem eru með útflutningsleyfi á Evrópusambandsmarkað. Reglugerðin skal taka mið af 2. og 3. gr. ákvörðunar 2001/471/EC um reglubundið eftirlit með hreinlæti í sláturhúsum og kjötpökkunarstöðvum þeirra.
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri Landbúnaðarráðherra skipaði þrjár nefndir sem höfðu það hlutverk að fara yfir og meta þá reynslu sem fengist hefur á þeim tíma frá því að lög um búnaðarfræðslu voru samþykkt 1999. Á hver nefnd að fjalla um einn skólanna og skila landbúnaðarráðherra skýrslu og tillögum til framtíðar.
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Hólaskóla Landbúnaðarráðherra skipaði þrjár nefndir sem höfðu það hlutverk að fara yfir og meta þá reynslu sem fengist hefur á þeim tíma frá því að lög um búnaðarfræðslu voru samþykkt 1999. Á hver nefnd að fjalla um einn skólanna og skila landbúnaðarráðherra skýrslu og tillögum til framtíðar.
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Garðyrkjuskólans á Reykjum Landbúnaðarráðherra skipaði þrjár nefndir sem höfðu það hlutverk að fara yfir og meta þá reynslu sem fengist hefur á þeim tíma frá því að lög um búnaðarfræðslu voru samþykkt 1999. Á hver nefnd að fjalla um einn skólanna og skila landbúnaðarráðherra skýrslu og tillögum til framtíðar.
Nefnd um endurheimt votlendis. Votlendisnefnd Gera tilraunir til að endurheimta votlendi.
Nefnd um endurskoðun girðingarlaga Endurskoða girðingarlög.
Nefnd um endurskoðun reglugerðar nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra Endurskoða reglugerð um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu afurða.
Nefnd um ferðaþjónustu í dreifbýli Í framhaldi af viðræðum landbúnaðarráðherra og forsvarsmanna Ferðaþjónustu bænda skipaði ráðherra nefnd sem hafði það hlutverk, að kanna hvernig renna megi styrkari stoðum undir atvinnugreinina og efla tengsl hennar við samtök og stofnanir landbúnaðarins.
Nefnd um fjárhagslega endurskipulagningu loðdýraræktar Að standa fyrir gerð rekstraráætlana til næstu 3–5 ára fyrir þá loðdýrabændur sem þess óska. Í framhaldi þessa verði metið til hvað aðgerða þurfi að grípa svo rekstrargrundvöllur þeirra verði viðunandi.
Nefnd um greiningu á áhættu við innflutning á hundum og köttum Hinn 28. febrúar 2001 fól landbúnaðarráðuneytið yfirdýralækni að koma á fót starfshópi sérfræðinga er hefði það hlutverk að gera nýtt áhættumat vegna innflutnings gæludýra til landsins.
Nefnd um hestamennsku á landsbyggðinni Að gera úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og leggja fram tillögur um stuðning ríkissjóðs við uppbyggingu hennar, sbr. ályktun Alþingis 15. mars 2003.
Nefnd um innlenda forsjá erfðalinda Að semja landsáætlun um það hvernig innlendri forsjá erfðalinda í húsdýrum, ferskvatnsfiskum, nytjaplöntum og skógrækt skuli háttað til frambúðar.
Nefnd um mat á æðardún Endurskoða lög um gæðamat á æðardún, nr. 39/l970.
Nefnd um rekstrarumhverfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir rekstrarumhverfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og gera tillögur um hvernig vinna megi á fjárhagsvanda skólans.
Nefnd um sameiningu sjóða/stofnana landbúnaðarins Kanna hagkvæmni þess að sameina Lánasjóð landbúnaðarins og Framleiðnisjóð landbúnaðarins í eina stofnun. Markmiðið með sameiningunni er að einfalda stjórnkerfi sjóða og stofnana landbúnaðarins.
Nefnd um sýningarstjórn íslenska hestsins Þriggja manna sýningarstjórn er hafi það hlutverk að velja sýningarstjóra og fylgja eftir gæðakröfum.
Nefnd um tölvuvæðingu sveita Að gera tillögur um hvernig skuli staðið að átaki í tölvukennslu og tæknivæðingu sveitanna og hversu lengi átakið eigi að standa. Að gera kostnaðaráætlun um umfang verkefnisins. Að gera tillögur um stjórnun verkefnisins. Að gera tillögur um fjármögnun verkefnisins.
Nefnd um uppbyggingu á sláturhúsum og kjötvinnslum á landsbyggðinni Í framhaldi af samþykkt Búnaðarþings 2002 hefur ráðherra ákveðið að skipa nefnd varðandi stefnumótun um uppbyggingu á sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum á landsbygðinni. Jafnframt er nefndinni ætlað að yfirfara fyrirkomulag á jöfnunaraðgerðum við flutningskostnað á sláturfé og gera tillögur þar að lútandi.
Nefnd um vanda sauðfjárbænda vegna tekjusamdráttar Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið í framhaldi af umræðum í ríkisstjórn að skipa nefnd er hafi það hlutverk að meta þann vanda er nú steðjar að sauðfjárbændum vegna verulegs tekjusamdráttar.
Nefnd v/lausagöngu búfjár við þjóðvegina. Vegsvæðanefnd Í framhaldi af umræðu um umferðaróhöpp og lausagöngu búfjár, svo og vegna fyrirhugaðrar heildarendurskoðunar á lögum um búfjárhald, nr. 46/1991, hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa nefnd til að fjalla um leiðir til að halda búfé frá helstu þjóðvegum landsins.
Nefnd vegna rekstrarvanda loðdýraræktarinnar Að leita lausna á þeim bráða rekstrarvanda sem nú steðjar að loðdýraræktinni. Jafnframt skal nefndin huga að mögulegum leiðum til þess að jafna samkeppnisstöðu greinarinnar gagnvart framleiðendum í öðrum löndum, draga úr neikvæðum áhrifum verðsveiflna á mörkuðum og á annan hátt auka rekstraröryggi í greininni til langs tíma.
Plöntusjúkdómaráð Hlutverk plöntusjúkdómaráðs er m.a. eftirfarandi: 1.Endurskoðun reglugerðar nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum. 2.Gerð tillagna að reglugerð um varnir gegn plöntusjúkdómum og meindýrum er valda skaða á plöntum. 3.Gera tillögur til ráðuneytisins um útrýmingaraðgerðir og nauðsynlegar fjárveitingar í því sambandi.
Starfshópur til að endurskoða lög/reglugerð um loðdýrarækt Ráðuneytið hefur ákveðið að skipa starfshóp til þess að endurskoða lög um loðdýrarækt, nr. 53/1981, og reglugerð um loðdýrarækt og innflutning loðdýra, nr. 444/1982.
Starfshópur um eftirlit með búrekstri og tengdri starfsemi Að leita leiða til þess að einfalda og samræma það eftirlit sem hafa þarf með búrekstri og tengdri starfsemi, með það að markmiði að eftirlitið verði eins skilvirkt og ódýrt og kostur er.
Starfshópur um endurskoðun þriggja reglugerða um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum Að endurskoða eftirtaldar þrjár reglugerðir um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum: 1. Reglugerð nr. 168/l970 um heilbrigðisskoðun á sláturafurðum með áorðnum breytingum. 2. Reglugerð nr. 205/l976 um útbúnað sláturhúsa, kjötfrystihúsa, kjötverkunarstöðva og meðferð og flutning sláturafurða með áorðnum breytingum
3. Reglugerð nr. 188/l988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða með áorðnum breytingum.
Starfshópur um fjármál Hólaskóla Starfshópur vegna vanskila Hólaskóla á virðisaukaskatti. Þá var starfshópnum einnig falið að fara yfir fjármál Hólaskóla, en verulegur halli hefur verið á rekstri skólans á undanförnum árum.
Starfshópur um framleiðslu og markaðsmál gróðurhúsaafurða Verkefni starfshópsins verði m.a. að meta starfsskilyrði, álagningu tolla og verðmyndun á gróðurhúsaafurðum og garðávöxtum við framleiðslu, heildsölu og smásölu. Þá er hópnum falið að gera tillögur til landbúnaðarráðuneytisins um það hvernig tryggja megi framleiðslumöguleika íslenskrar garðyrkju og lækka verð á gróðurhúsaafurðum og garðávöxtum til neytenda.
Starfshópur um mengun af völdum salmonellu og kamphýlóbakter í skepnum og búvörum framleiddum á Suðurlandi Að standa fyrir úttekt á lífríki og umhverfismálum á Suðurlandi vegna þrálátrar sýkingar í dýrum og mengunar af völdum salmonellu og kamphýlóbakter í skepnum og öðrum framleiddum búvörum á Suðurlandi.
Starfshópur um uppbyggingu skráningarkerfis v/merkingar búfjár Í tengslum við undirbúning reglugerðar um merkingar búfjár hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa sérstakan starfshóp til þess að gera tillögur um uppbyggingu skráningarkerfis (tölvukerfis) í því sambandi.
Stjórn átaks vegna vistvænna og lífrænna afurða Í samræmi við ákvæði 2. gr. laga nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, og að höfðu samráði við tilnefningaraðila samkvæmt 2. gr. laganna hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa stjórn fyrir verkefnið.
Verkefnisstjórn átaks um sumarexem í hrossum Að fylgjast með framvindu rannsóknarátaks sem fyrst og fremst verði unnið af sérfræðingum á Keldum í samstarfi við rannsóknarhóp í Bern í Sviss.
Starfshópur um jarðahluta Landskrár fasteigna Að móta tillögur um skráningu er varðar jarðahluta Landskrár fasteigna.
Verkefnisstjórn um nýtingu upplýsingasamfélagsins í sveitum landsins Stjórn á sérstöku verkefni til að nýta möguleika upplýsingasamfélagsins til að auka þekkingu, atvinnumöguleika og samkeppnishæfni í sveitum landsins.
Ótímabundnar nefndir
Erfðanefnd búfjár/landbúnaðarins Samkvæmt 16. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998, skal ráðherra skipa fimm menn og jafn marga til vara í erfðanefnd búfjár til þriggja ára í senn. Heitir Erfðanefnd landbúnaðarins frá 31.5.2003.
Fisksjúkdómanefnd Skv. 78. gr. laga nr.. 76/1970, um lax- og silungsveiði með síðari breytingum.
Fóðurnefnd Samkvæmt ákvæðum 3. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga Umsjón með framkvæmd búvörusamnings.
Jarðanefnd Austur-Barðastrandarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Austur-Húnavatnssýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Austur-Skaftafellssýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Árnessýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Dalasýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Eyjafjarðarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Gullbringusýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Kjósasýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Mýrasýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Norður-Ísafjarðarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Norður-Múlasýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Norður-Þingeyjarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Rangárvallasýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Snæfells- og Hnappadalssýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Strandasýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Suður-Múlasýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Suður-Þingeyjarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Vestur-Barðastrandarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Vestur-Húnavatnssýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Jarðanefnd Vestur-Skaftafellssýslu Samkvæmt 4. gr. jarðalaga, nr. 65/1976 skal í hverri sýslu starfa jarðanefnd skipuð þrem mönnum og jafnmörgum til vara.
Kartöfluútsæðisnefnd – aftur 28.1.2002 1. Að beita sér fyrir því að ávallt sé völ á heilbrigðu, völdu innlendu útsæði af þeim afbrigðum sem hér henta best til ræktunar. Skal nefndin stuðla að því að heimild fáist til útsæðisframleiðslu á eftirsóttum afbrigðum, þegar slík framleiðsla er háð samkomulagi við handhafa kynbótaréttar. 2. Að ákveða hvaða afbrigði skulu tekin með í stofnræktun og einnig að ákveða hvaða framleiðendur skulu teljast stofnræktendur og gera við þá ræktunarsamninga samkvæmt ákvæðum 16. gr. reglugerðar nr. 66/1987. 3. Að fylgjast með framkvæmd framangreindrar reglugerðar.
Markanefnd um afréttamál, fjallskil o.fl. Skipuð til átta ára skv. 69. gr. laga nr. 6/1986, um afréttamál, fjallskil o.fl.
Sáðvöru- og áburðarnefnd Skipuð til fjögurra ára samkvæmt ákvæðum 3. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Tilraunaráð Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins Samkvæmt 34. gr. laga nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, með síðari breytingum.
Veiðimálanefnd: kostnaður greiddur af Fiskræktarsjóði Samkvæmt 1. mgr. 94. gr. laga nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.
Verðlagsnefnd búvara Starfar skv. 7. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
Menntamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Bologna-yfirlýsingar Nefndinni er ætlað að vera menntamálaráðuneytinu til ráðgjafar um breytingar sem til álita koma á lögum, reglum og verklagi á íslenska háskólastiginu í tenglsum við Bologna-ferlið, auk annarra tilfallandi viðfangsefna sem ferlinu tengjast og ráðuneytið ákveður að fela nefndinni.
Byggingarnefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ Sjá um skipulagningu og uppbyggingu nýs framhaldsskóla í Garðabæ, skv. stofnsamningi dags. 19.11.93 milli menntamálaráðuneytis, Bessastaðahrepps og Garðabæjar.
DAKAR-yfirlýsingin/skipun starfshóps um menntun fyrir alla Hlutverk starfshópsins er að greina stöðu þeirra markmiða sem samþykkt voru á ráðstefnu UNESCO haldin í Dakar árið 2000.
Dómnefnd vegna umsókna um rannsóknarstyrki ríkisstjórnarinnar í tilefni fimmtíu ára afmælis Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO Tilgangur styrkjanna er að efla rannsóknir á íslenskum utanríkismálum með sérstöku tilliti til þáttar Íslands í vestrænu varnarsamstarfi og sögu og framtíð Atlantshafsbandalagsins.
Innlend dómnefnd evrópska samstarfsverkefnisins European Label Verkefnið felst í veitingu evrópskrar viðurkenningar fyrir nýbreytniverkefni á sviði náms og kennslu í erlendum tungumálum í þeim löndum sem taka þátt í samstarfinu.
Innlend dómnefnd evrópska samstarfsverkefnisins European Label Verkefnið felst í veitingu evrópskrar viðurkenningar fyrir nýbreytniverkefni á sviði náms og kennslu í erlendum tungumálum í þeim löndum sem taka þátt í samstarfinu.
Jafnréttisnefnd Helstu verkefni nefndarinnar eru: Eftirlit með að farið sé að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir m.a. með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í ráðuneytinu og stofnunum þess. Vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlana, ef þess er óskað, um hvernig rétta skuli hlut kynja þar sem það á við. Fylgjast með framgangi verkefna ráðuneytisins sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál kynjanna og fylgjast með breytingum á þeim. Jafnframt skal nefndin fylgjast með umræðu um jafnréttismál eftir því sem við verður komið. Standa að fræðslu um jafnréttismál fyrir stjórnendur og annað starfsfólk. Önnur verkefni á sviði jafnréttismála svo sem að halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.
Kvikmyndaráð Sbr. ákvæði 2. gr. kvikmyndalaga ,. 137/2001.
Landsnefnd Evrópuárs fræðslu og íþrótta Landsnefndin er skipuð á grundvelli ályktunar Evrópuþingsins og ákvörðunar Evrópusambandsins um að árið 2004 verði „Evrópuár fræðslu og íþrótta“. Markmið með Evrópuárinu er að hvetja til samstarfs milli aðila og stofnana á sviði mennta- og íþróttamála til að stuðla að auknu heilbrigði og aukinni fræðslu um gildi hreyfingar. Meginhlutverk landsnefndar er að meta og velja umsóknir frá einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum er sækja um styrk til ESB vegna einstakra verkefna, hvort heldur er verkefni á landsvísu eða svæðisbundið.
Landsnefnd um átak Evrópuráðsins um sameiginlega menningararfleifð Evrópu (Europe, a common heritage) Stuðla að aðgerðum í þágu sameiginlegrar arfleifðar Evrópu á sviði menningar- og náttúruminja.
Landsnefnd um Evrópskt ár tungumála 2001 Gera tillögur að innlendri dagskrá Evrópsks árs tungumála 2001 og samhæfa framkvæmd hennar. Undirbúa og vinna að framkvæmd innlendra aðgerða á tungumálaárinu í samræmi við fjárhagsáætlun verkefnisins. Tryggja árangur verkefnisins með kynningarstarfi. Hvetja til staðbundinna aðgerða. Vinna með landsnefndum nágrannalanda að sameiginlegum verkefnum. Hafa eftirlit með innlendri framkvæmd tungumálaársins og meta árangur þess. Leggja verkefninu lið á alþjóðlegum grunni.
Landsnefnd ungmennaáætlunar Evrópusambandsins (Youth). Landsnefndin skal stuðla að árangursríkri framkvæmd YOUTH ungmennaáætlunar Evrópusambandsins á Íslandi.
Landsnefnd ungmennaáætlunar Evrópusambandsins Youth Landsnefndin skal stuðla að árangursríkri framkvæmd YOUTH ungmennaáætlunar Evrópusambandsins á Íslandi.
Menningarsjóður Íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning.
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna Skipuð skv. 4.gr. samnings frá 13. febr. 1964 milli Íslands og Bandaríkjanna um greiðslu kostnaðar af ýmsum menningarmálum, með breytingu er tók gildi 1. september 1985.
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fullbright) Skipuð skv. 4.gr. samnings frá 13. febr. 1964 milli Íslands og Bandaríkjanna um greiðslu kostnaðar af ýmsum menningarmálum, með breytingu er tók gildi 1. september 1985.
Myndlistarnefnd menntamálaráðuneytisins Hlutverk nefndarinnar er að veita umsagnir um styrkumsóknir vegna myndlistarverkefna hér á landi og erlendis, vera til ráðuneytis um þátttöku Íslands í myndlistarsýningum erlendis auk annarra myndlistarmálefna eftir því sem ákveðið kanna að verða.
Myndlistarnefnd menntamálaráðuneytisins Hlutverk nefndarinnar er að veita umsagnir um styrkumsóknir vegna myndlistarverkefna hér á landi og erlendis, vera til ráðuneytis um þátttöku Íslands í myndlistarsýningum erlendis auk annarra myndlistarmálefna eftir því sem ákveðið kanna að verða.
Námsefnisnefnd Að gera tillögur um veitingu styrkja til námsgagnagerðar samkvæmt umsóknum en árlega er á fjárlögum gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til þessa verkefnis.
Námsefnisnefnd Að gera tillögur um veitingu styrkja til námsgagnagerðar samkvæmt umsóknum en árlega er á fjárlögum gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til þessa verkefnis.
Nefnd sem hefur það verkefni að gera tillögu til menntamálaráðherra um lagafrumvarp um Náttúruminjasafn Íslands Að gera tillögu til menntamálaráðherra um lagafrumvarp um Náttúruminjasafn Íslands
Nefnd sem skila skal greinargerð til menntamálaráðherra um það, hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum Skal skila greinargerð til menntamálaráðherra um það, hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Skal nefndin jafnframt semja frumvarp að slíkri löggjöf, verði það niðurstaða ráðherra að hennar sé þörf.
Nefnd til að fara nánar yfir athugasemdir við frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og gera tillögu um afgreiðslu þeirra við endanlegan frágang frumvarpsins. Nefnd til að fara nánar yfir athugasemdir við frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og gera tillögu um afgreiðslu þeirra við endanlegan frágang þess. Þá skal nefndin fjalla um athugasemdir við frumvarp forsætisráðherra og iðnaðarráðherra eða frumvörpin þrjú sem heild ef þær snerta efnisatriði í frumvarpi menntamálaráðherra. Nefndin skal gera tillögu til herra um viðbrögð við slíkum athugasemdum. Ennfremur skal hún standa fyrir kynnisfundum um efni frumvarpsins með háskólum og rannsóknarstofnunum.
Nefnd til að hafa umsjón með munum Hússtjórnarskóla Suðurlands, Laugarvatni Nefndin sér um að lána munina, hafa eftirlit með að geymslur séu tryggar og meðferð munanna viðunandi að öðru leyti.
Nefnd til að móta tillögur um úrlausn á brýnum geymsluvanda Þjóðskjalasafns Móta tillögur að nýrri löggjöf fyrir Þjóðskjalasafn.
Nefnd til að yfirfara fjárstreymi til rannsókna og æðri menntunar á Íslandi. Verkefni nefndarinnar er tvíþætt: Í fyrsta lagi, gera athugun á því hvernig fjárveitingum hefur verið háttað til (a) rannsókna og (b) æðri menntunar. Í öðru lagi, meta, á grundvelli framangreindar athugunar, hvort ástæða sé til að gera breytingar.
Nefnd til þess að gera tillögur um notkun European Language Portfolio Gera tillögur um notkun European Language Portfolio (ELP) hér á landi, –fyrst sem tilraunaverkefni. Jafnframt er nefndinni falið að vinna að framkvæmd verkefnisins og kynningu á því í samræmi við ákvarðanir ráðuneytisins þar um og í samstarfi við það. Nefndinni er einnig falið að afla upplýsinga hjá Evrópuráðinu um Portfolio, þ.m.t. sérstakri nefnd á vegum Evrópuráðsins, European Validation Committee, vegna hugsamlegar íslenskrar útgáfu á European Language Portfolio og framkvæmdar. Fyrsta verkefni nefndarinnar verður að gera verk- og kostnaðaráætlun ráðuneytisins.
Nefnd um fjarskiptarþjónustu vegna fjarkennslu Nefndinni er ætlað að lýsa núverandi fyrirkomulagi fjarskiptaþjónustu í fjarkennslu í íslenska menntakerfinu og taka saman yfirlit yfir þær menntastofnanir sem æskilegt væri að tengja saman með háhraðaneti.
Nefnd um framkvæmd Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember. Nefndin skal gera tillögu til menntamálaráðherra hver hljóta skuli verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkennigar í tilefni dagsins. Rökstuðningur skal fylgja tillögunni.
Nefnd um framkvæmd Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember. Að leggja fyrir ráðuneytið tillögur um hvernig standa megi að því að halda Dag íslenskrar tungu hátíðlegan með árangursríkum hætti, 16. nóvember, og vinna að framkvæmd verkefnisins eftir því sem ákveðið kann að verða.
Nefnd um lög um bókasöfn. Að kanna hvort hagkvæmt sé að setja heildarlög sem taki til allra tegunda bókasafna og skilgreina hlutverk og stöðu þeirra í safnakerfi landsins. Nefndinni er einnig falið að skilgreina stöðu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem forystusafns allra bókasafna landsins og fjalla um lög um almenningsbókasöfn með tilliti til þessa.
Nefnd um samrekstur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Nefndinni er ætlað að kynna sér fram komnar hugmyndir og ályktanir um slíkan samrekstur og meta hvaða laga- og reglugerðarbreytingar eru nauðsynlegar til að heimila samrekstur.
Nefnd um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð Nefndin hefur það hlutverk að vinna að samkomulagi milli ríkis og Reykjavíkurborgar um fjármögnun, framkvæmdatilhögun og kostnaðarskiptingu vegna byggingar tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í samvinnu þessara aðila. Auk þess er það hlutverk nefndarinnar að fá rekstraraðila og fjárfesti að hóteli, sem rísi í tengslum við tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðina.
Nemaleyfisnefnd í snyrtifræði Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um umsóknir frá snyrtistofum er æskja þess að taka nemendur í starfsþjálfun í snyrtifræðir, sbr. skilyrði 11. greinar reglugerðar nr. 280/1997 um námssamninga og starfsþjálfun með áorðnum breytingum. Um störf nemaleyfisnefnda fer skv. ákvæðum meðfylgjandi erindisbréfs.
Ný reglugerð um námsstyrki Með hinni nýju reglugerð er m.a. ætlunin að koma í framkvæmd eftirtöldum markmiðum, eins og þau voru rakin í frumvarpi til laga um námsstyrki. „Markmiðið með endurskoðun laga nr. 23/1989 er að stuðla að því að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu eða efnahags. Önnur markmið, sem einnig voru höfð í huga við samningu frumvarpsins, voru í fyrsta lagi að gera það regluverk, sem fram kemur annars vegar í lögum nr. 23/1989 og hins vegar í reglugerð nr. 576/2002, sem aðgengilegast fyrir almenning, í öðru lagi að tryggja betur að þær reglur sem byggt hefur verið á í fram kvæmd komi með skýrum hætti fram í lögunum í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til löggjafar nú til dags og í þriðja lagi að reglur um úthlutun námsstyrkja leiði til þess að úthlutun styrkjanna verði allt í senn einföld, hraðvirk og ódýr.“
Ráðgjafahópur um nám fatlaðra nemenda í framhaldsskólum Hlutverk hópsins er að vera menntamálaráðherra til ráðuneytis um mótun stefnu í menntunarmálum þeirra nemenda sem hér um ræðir, að fjalla um það námsframboð sem fyrir hendi er á hverjum tíma og gera tillögur til ráðherra um ný úrræði og annað það sem betur má fara í starfsemi framhaldsskóla varðandi þá nemendur sem hlut eiga að máli. Ráðherra getur falið starfshópnum önnur verkefni sem varða skólagöngu þeirra nemenda sem hér um ræðir.
Samráðshópur um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleið heimsins Vettvangur samráðs um framfylgd samningsins hér á landi, m.a. undirbúning að tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá.
Samráðshópur um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleið heimsins Vettvangur samráðs um framfylgd samningsins hér á landi, m.a. undirbúning að tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá.
Samráðsnefnd menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands Að vera umræðu- og samráðsvetvangur Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka skólastjóra og kennara og menntamálaráðuneytisins um málefni grunnskólans.
Samráðsnefnd menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands Að vera umræðu- og samráðsvettvangur Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka skólastjóra og kennara og menntamálaráðuneytisins um málefni grunnskólans.
Samráðsnefnd Tónlistar fyrir alla Vera verkefnisstjóra Tónlistar fyrir alla til ráðgjafar um framkvæmd verkefnisins. Samráðsnefnd ákveður tónleikahald næsta skólaárs. Verkefnisstjóri Tónlistar fyrir alla ber ábyrgð á framkvæmd tónleikahalds á vegum Tónlistar fyrir alla í samræmi við samþykkt samráðsnefndarinnar.
Samráðsnefnd um leikskóla Vera umræðu- og samstarfsvettvangur aðila um ýmis fagleg málefni leikskóla, vettvangur fyrir samráð og umræður þar sem hægt er að taka fyrir einstök mál, skiptast á skoðunum og veita upplýsingar, skýra mismunandi sjónarmið, vekja athygli á málum og finna ýmsum úrlausnarefnum réttan farveg.
Samráðsnefnd um leikskóla Vera umræðu- og samstarfsvettvangur aðila um ýmis fagleg málefni leikskóla, vettvangur fyrir samráð og umræður þar sem hægt er að taka fyrir einstök mál, skiptast á skoðunum og veita upplýsingar, skýra mismunandi sjónarmið, vekja athygli á málum og finna ýmsum úrlausnarefnum réttan farveg.
Samráðsnefnd vegna lestrarerfiðleika nemenda í grunnskólum. Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa breytingar á reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla. Enn fremur skal nefndin ræða hvaða leiðir skuli standa nemum í framhaldsskólum til boða þegar lestrarerfiðleikar greinast.
Samráðsnefnd vegna samnings ráðuneytisins og Háskóla Íslands um Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins Samkvæmt samningi við Alþjóðaskrifstofuna.
Samstarfshópur um reiknilíkan fyrir skiptingu fjárframlaga til framhaldsskóla Endurskoða forsendur reiknilíkansins í samræmi við 8. gr. reglugerðar nr. 335/1999 og að kanna möguleika á einföldun reiknilíkansins.
Samstarfsnefnd Félags framhaldsskólakennara og menntamálaráðuneytis Að vera samráðs-, upplýsinga- og umræðuvettvangur ráðuneytisins og félags framhaldsskólakennara og að vera ráðgefandi fyrir ráðuneytið. Báðir aðilar geta haft frumkvæði að því taka upp mál í nefndinni. Umfjöllun um einstök mál getur bæði verið formleg og óformleg. Formleg erindi frá nefndinni skulu lögð fram skriflega. Fulltrúar ráðuneytisins í nefndinni fylgja þeim eftir innan ráðuneytisins og gera eftir atvikum grein fyrir þeim í nefndinni.
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Austurlandi Stuðla að auknu samstarfi framhaldsskóla á Austurlandi til eflingar náms á framhaldsskólastigi í fjórðungnum. Nefndin ber ábyrgð á framkvæmd samstarfssamnings skólanna 1997–2000 samanber erindisbréf.
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi Stuðla að auknu samstarfi framhaldsskóla á Norðurlandi til eflingar náms á framhaldsskólastigi í fjórðungnum. Nefndin ber ábyrgð á framkvæmd samstarfssamnings sem undirritaður var 5. júní 1998 og menntamálaráðherra hefur staðfest.
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi Stuðla að auknu samstarfi framhaldsskóla á Norðurlandi til eflingar náms á framhaldsskólastigi í fjórðungnum. Nefndin ber ábyrgð á framkvæmd samstarfssamnings sem undirritaður var 5. júní 1998 og menntamálaráðherra hefur staðfest.
Samstarfsnefnd menntamálaráðuneytisins um heimavistir Endurskoðun á forsendum reiknilíkans fyrir skiptingu fjárframlaga til framhaldsskóla hvað varðar heimavistir.
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga Um skipan og störf nefndarinnar vísast til 6. og 7. greina fyrrnefndra laga svo og reglugerðar um skólanefndir við framhaldsskóla nr. 132/1997.
Starfshópur sem falið er að fjalla um framkvæmd fjarkennslu á framhaldsskólastigi Hópurinn skal fjalla um og gera tillögur til ráðuneytisins um eftirfarandi þætti: almennar reglur um framkvæmd fjarnáms fjárframlög til skóla sem sinna fjarkennslu, gjaldtaka /ekki gjaldtaka af þeim sem stunda fjarnám, forgangsröðun nemenda sem sækja um fjarnám. Ef ekki er til fjármagn til að sinna öllum þá athugi hópurinn hvort breyta þurfi lögum, reglugerðum eða námskrám vegna fjarkennslu.
Starfshópur sem fjalla skal um menntun fullorðinna útlendinga sem búsettir eru á Íslandi Að marka stefnu um sameiginleg verkefni aðila hópsins og skilgreina ábyrgð hvers og eins í þeim efnum. Hann skal gera áætlun til nokkurra ára um framboð á fræðslu fyrir fullorðna nýbúa og stuðla að því að fyrirliggjandi fjármagn til íslensku kennslu nýtist sem best. Einnig að beita sér fyrir samræmdri upplýsingagjöf til útlendinga og nýta til þess nýjustu uppl.tækni. Svo skal hópurinn kynna sér hvernig staðið er að fullorðinsfræðslu fyrir nýbúa í öðrum löndum og styrkja sig þannig til ofangreindra verkefna.
Starfshópur til að fara yfir lög um starfslaun listamanna Að láta ráðuneytinu í té álit á því hvort ástæða sé til breytinga á lögunum, m.a. vegna óska sem ráðuneytinu hafa borist þar að lútandi auk annarra álitaefna sem hópurinn telur að taka beri tillit til.
Starfshópur til að fjalla um fámenna framhaldsskóla á landsbyggðinni og meta fjárhagsstöðu þeirra í ljósi reynslu af reiknilíkani fyrir fjárveitingar til framhaldsskóla sem tók fyrst gildi í fjárlagagerðinni fyrir 1998 Meginhugmyndin með núgildandi fjárveitingakerfi er sú að fjárveitingar til framhaldsskóla lúti samræmdum reglum og fylgi áherslum sem ákveðnar eru fyrir framhaldsskólana í heild og felast í forsendum og uppbyggingu reiknilíkans. Samræmdar reiknireglur sem þessar kunna að skapa þær aðstæður að ekki reynist grundvöllur fyrir rekstri einstakra stofnana á gildandi forsendum án þess að tekin hafi verið ákvörðun um að leggja starfsemina niður. Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um hvernig megi bregðast við slíkum vanda og vinnureglur sem unnt væri að viðhafa þegar slík staða kemur upp.
Starfshópur til að gera tillögur til ráðherra um skipulag fjarkennslu á háskólastigi Kanna núverandi stöðu fjarnáms á háskólastigi. Skilgreina leiðir til þess að sem flestir landsmenn eigi þess kost að stunda fjarnám á háskólastigi óháð búsetu. Fjalla um æskilegt fyrirkomulag fjarkennslu. Gera tillögur um hlutverk símenntunarmiðstöðva við miðlun kennslu á háskólastigi.
Starfshópur til að hafa umsjón með þróun tölvukerfis sem skrifað hefur verið fyrir ráðuneytið og sett upp í flestum framhaldsskólum Að hafa umsjón með þróun tölvukerfis sem skrifað hefur verið fyrir ráðuneytið.
Starfshópur til að yfirfara fjármögnun skólastarfs á framhalds- og háskólastigi Að yfirfara fjármögnun skólastarfs á framhalds- og háskólastigi með tilliti til þróunar útlána Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og til glöggvunar á mögulegum álitamálum.
Starfshópur til þess að fjalla um framtíðarskipan og gerð samnings við Listahátíð í Reykjavík Fjalla um framtíðarskipan og gerð samnings við Listahátíð
Starfshópur til þess að fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum Vera menntamálaráðherra til ráðuneytis um mótun stefnu í menntunarmálum þeirra nemenda sem hér um ræðir, einnig að fjalla um það námsframboð sem fyrir hendi er á hverjum tíma og gera tillögur til ráðherra um ný úrræði og annað það sem betur má fara í starfsemi framhaldsskóla varðandi þá nemendur sem hlut eiga að máli.
Starfshópur til þess að fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum Fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum.
Starfshópur til að undirbúa ráðstefnu vorið 2001 um stefnumörkun í menningarmálum á landsbyggðinni Undirbúa ráðstefnu vorið 2001 um stefnumörkun í menningarmálum á landsbyggðinni.
Starfshópur um fjármál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs Meta breytingar sem verða á húsnæðisþörf framhaldskóla vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Greina hvaða áhrif stytting námstímans hefur á rekstur framhaldsskóla. Meta hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða vegna breytinga tengdum styttingu námstímans og tilgreina þá hverjar þær eru, að teknu tilliti til umsagna hagsmunaaðila og athugasemda sem berast, m.a. gegnum Menntagátt, eftir því sem við á. Meta tímabundin áhrif á húsnæðisþörf og rekstur háskóla í samráði við samstarfsnefnd háskólastigsins.
Starfshópur um konur og vísindi Finna leiðir til að auka þátt kvenna í vísindum og samræma aðgerðir í þeim efnum.
Starfshópur um málefni Íþróttamiðstöðvar Íslands og héraðsskólahússins á Laugarvatni Meta forsendur fyrir eflingu Íþróttamiðstöðvar Íslands á Laugarvatni, skilgreina hlutverk hennar og setja fram hugmyndir um rekstraraðila, tilhögun starfseminnar og fjármögnun ásamt rekstaráætlun.
Starfshópur um námskrár- og gæðamál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs Meta og útfæra frekar hugmyndir um námskipan sem settar eru fram í skýrslu menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs frá ágúst 2003. Gera tillögu um námskipan að teknu tilliti til námskrafna viðtökuskóla, umsagna hagsmunaaðila og athugasemda sem berast, m.a. gegnum Menntagátt, eftir því sem við á. Tilgreina breytingar sem nauðsynlegt er að gera á námskrám í einstökum greinum án þess að gæði námsins skerðist frá því sem nú er. Gera kostnaðaráætlanir vegna breytinganna og leggja fram tillögur um skipan undirhópa sem fjalla skulu um einstakar námsgreinar. Ákvarða leiðir til að meta hvort markmið með þriggja ára stúdentsnámi hafi náðst og tilgreina viðmið, framkvæmd og tímasetningu matsins.
Starfshópur um starfsmannamál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs Meta áhrif af styttingu námstíma til stúdentsprófs á fjölda stöðugilda kennara. Greina hver áhrif breytts námsframboðs yrðu á starfsumhverfi kennara. Setja fram hugmyndir um lausn vandamála varðandi starfsmannamál tengd styttingu námstímans að teknu tilliti til umsagna hagsmunaaðila og athugasemda sem berast, m.a. gegnum Menntagátt, eftir því sem við á.
Starfshópur um uppbyggingu og starfsemi Íþrótta- og Ólympíumiðstöðvar Íslands á Laugarvatni Þróa áfram niðurstöður fyrri starfshóps um sama efni, gera tillögur um forgangsröðun verkefna, rekstrarfyrirkomulag miðstöðvarinnar og tengsl hennar við aðra aðila.
Starfshópur vegna starfsnáms á vinnustað Hafa yfirumsjón með tilraun um vinnustaðanám sem ráðuneytið hefur ákveðið að gera og skipuleggja framkvæmd hennar á grundvelli skýrslu sem unnin var af sérstökum starfshópi og skilað til ráðherra með bréfi, dags. 5. júlí 2002. Fjalla á breiðum grundvelli um æskilegt fyrirkomulag vinnustaðanáms til frambúðar, ábyrgð á náminu og eftirlit með því, fjármögniun og skiptingu kostnaðar. Í þessu sambandi skal hópurinn huga að því hvort nauðsynlegt sé að kveða sérstaklega á um einhverja þætti þessa máls í lögum eða reglugerðum.
Stýrihópur um Íslenska menningarkynningu í Frakklandi árið 2004 Hafa yfirumsjón með framkvæmd sýningarinnar og tryggja að verkefnið fari ekki út fyrir ramma fjárveitinga og að gengið verði frá reikningsskilum að lokinni sýningu.
Stýrihópur um Íslenska menningarkynningu í Frakklandi árið 2004 Hafa yfirumsjón með framkvæmd sýningarinnar og tryggja að verkefnið fari ekki út fyrir ramma fjárveitinga og að gengið verði frá reikningsskilum að lokinni sýningu.
Tónlist fyrir alla Hafa yfirumsjón með framkvæmd sýningarinnar og tryggja að verkefnið fari ekki út fyrir ramma fjárveitinga og að gengið verði frá reikningsskilum að lokinni sýningu.
Tónlistarnefnd menntamálaráðuneytisins Veita umsagnir um styrkumsóknir vegna tónlistarverkefna hér á landi og erlendis og vera til ráðuneytis um önnur tónlistarmálefni eftir því sem ákveðið kann að verða.
Tónlistarnefnd menntamálaráðuneytisins Veita umsagnir um styrkumsóknir vegna tónlistarverkefna hér á landi og erlendis og vera til ráðuneytis um önnur tónlistarmálefni eftir því sem ákveðið kann að verða.
Tónmenntasjóður kirkjunnar Tilgangur sjóðsins er að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist.
Verkefnisstjórn fyrir Evrópskt tungumálaár 2001 Vinna að framkvæmd og kynningu innlendara og samevrópskra aðgerða í Evrópsku tungumálaári 2001 í samstarfi við starfsmenn menntamálaráðuneytisins, aðallega verkefnisstjóra tungumálaársins og tengiliði verkefnisins hér á landi.
Verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum Kanna tilboð um aðgang að gagnasöfnum og gera tillögur til menntamálaráðuneytis um kaup á aðgangi, fjármögnun, skipulag og tilhögun aðgangs.
Verkefnisstjórn um sérstakt fimm ára átak í þágu símenntunar Fylgja eftir tillögum í skýrslu nefndar um símenntun „Símenntun – afl á nýrri öld“. Fyrst í stað skal nefndin: 1. Huga að leiðum til að vekja athygli á Degi símenntunar og gera tillögu til ráðuneytisins um framkvæmdaatriði. 2. Kanna leiðir til að auka upplýsingagjöf um símenntun til almennings. 3. Kanna leiðir í samráði við skóla, sveitarfélög og atvinnulíf um eflingu náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna. 4. Standa fyrir reglulegum samráðsfundum milli fræðsluaðila sem koma að símenntunarmálum. 5. Standa fyrir kynningarfundum og ráðstefnum um símenntunarmál með aðild þeirra ráðuneyta sem hafa þessi mál á sinni könnu. 6. Ræða við fulltrúa háskóla um sveigjanlegra háskólanám fyrir fullorðna. 7. Fylgja eftir tillögum um breyttar áherslur í starfi starfsmenntaráðs. 8. Leiða viðræður milli aðila vinnumarkaðarins um aukið samstarf þeirra á milli á sviði símenntunar á grundvelli tillagna í skýrslu nefndar um símenntun. 9. Leita leiða til að auka samráð og samstarf skóla og atvinnulífs um símenntun. 10. Fylgja eftir tillögum um annað tækifæri fullorðinna til náms. 11. Gera tillögur til ráðuneytisins um samræmd gæðaviðmið, megináherslur í símenntun svo og önnur verkefni á sviði símenntunar sem verkefnisstjórnin telur æskilegt að taka upp.
Verkefnisstjórn um styttingu námstíma til stúdentsprófs Fylgja eftir niðurstöðum í skýrslu um styttingu námstíma til stúdentsprófs frá því í desember 2002, meta þær tillögur sem þar eru settar fram og setja fram heildstæðar tillögur um styttingu námstímans. Auk þess skal verkefnisstjórn gera framkvæmdaáætlun fyrir styttinguna. Verkefnisstjórn skal leita eftir athugasemdum hagsmunaaðila og almennings og hafa þær til hliðsjónar í störfum sínum eftir því sem tök eru á. Ráðuneytið mun jafnframt skipa þrjá starfshópa til að fjalla um einstaka þætti málsins, þ.e. fjármál, námskrármál og starfsmannamál, og skal verkefnisstjórn m.a. samræma störf þessara hópa eftir því sem þörf er á.
Verkefnisstjórn um tungutækni 1. Stuðla að víðtæku samstarfi opinberra aðila og einkaaðila á sviði tungutækni. 2. Stuðla að uppbyggingu fyrirtækja á sviði tungutækni. 3. Bjóða út verkefni á sviði tungutækni og koma á þróunarsamvinnu þar sem það á við. Stefnt skal að því að þróunarvinna s.s. myndun textagrunna, talmálsgrunna og orðasafna fari fram hjá einkafyrirtækjum. 4. Vinna að þátttöku Íslendinga í tungutækniverkefnum á erlendum vettvangi og gera tillögur um fjármögnun hluts Íslendinga í þeim verkefnum. 5. Móta reglur um eignarhald á þeim afurðum sem til verða og opinberir aðilar fjármagna. 6. Hafa yfirumsjón og eftirlit með framkvæmd tungutækniverkefna. 7. Skila til ráðherra tillögu að verkefnaáætlun þar sem fram kemur forgangsröðun, fjármögnun og tímaáætlun verkefna á sviði tungutækni.
Verkefnisstjórn Upplýsingamiðstöðvar myndlistar Efla kynningu á íslenskri myndlist innanlands sem erlendis með því að miðla upplýsingum um íslenska myndlist en einnig að greiða fyrir því að íslenskir myndlistarmenn geti nýtt sér sóknarfæri innanlands sem erlendis varðandi sýningar og vinnuaðstöðu. Gert er ráð fyrir að í Upplýsingamiðstöð myndlistar verið stofnaður og rekinn gagnabanki um íslenska myndlist en slíkur gagnabanki getur reynst afar þýðingarmikill varðandi miðlun upplýsinga um íslenska myndlist og til rannsókna. Upplýsingamiðstöð myndlistar er einnig ætlað að veita myndlistarmönnum ýmis konar þjónustu og aðstoð.
Verkefnisstjórn þróunarskóla í upplýsingatækni Í samningi menntamálaráðuneytis við þróunarskóla er hlutverk verkefnisstjórnar skilgreint sem eftirfarandi: 1. Að leiðbeina skólum um skipulag og framkvæmd verkefnisins. 2. Vera milliliður milli skóla og annarra aðila sem tengjast þróunarskólaverkefninu í heild. 3. Að fjalla um og samþykkja verkefnaáætlanir þróunarskóla í notkun upplýsingatækni. 4. Leggja mat á árangur þróunarskóla í notkun upplýsingatækni. 5. Sjá um afgreiðslu fjárveitinga og styrkja sem veittir eru til þróunarskóla á vegum eða fyrir milligöngu menntamálaráðuneytisins. 6. Annað, skv. öðrum ákvæðum samnings þessa eða síðari ákvörðun.
Vinnuhópur til að fara yfir fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins Fara yfir fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins.
Vinnuhópur til að fjalla um nám og kennslu á vinnustað Fjalla um fyrirkomulag vinnustaðanáms og fjárhagslega ábyrgð á því. Nánar tilgreint að skilgreina viðfangsefnið nánar og gera tillögur um þá meginþætti málsins sem nauðsynlegt er að ráðuneytið og Samtök iðnaðarins fjalli um sameiginlega, og gera tillögur um leiðir til að koma þeim þáttum í framkvæmd sem aðilar verða sammála um. Samtök iðnaðarins hafa lagt fram skýrslu „Fjárhagsleg ábyrgð á vinnustaðakennslu“, febrúar 2001, sem hópurinn skal hafa til hliðsjónar í starfi sínu auk þess sem hann skal taka mið af viðhorfum hagsmunaaðila við tillögugerðina eftir því sem tök eru á.
Vinnuhópur um breytingar á skipulagi og starfsháttum við útgáfu námsgagna Gera tillögur til menntamálaráðherra um breytingar á útgáfu námsgagna sem nauðsynlegar eru til að koma til móts við nútíma kröfur og þarfir skóla á hverjum tíma. Þar skal sérstaklega taka mið af útgáfu nýrra námskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla og stefnu ráðuneytisins um rafræna menntun – Forskot til framtíðar. Einnig skal hópurinn móta tillögur um skipulag og rekstrarfyrirkomulag til að ná fram sem mestri hagkvæmni og skilvirkni í námsgagnaútgáfu þannig að fjárveitingar nýtist sem best til gerðar nýs námsefnis á grundvelli námskráa.
Vinnuhópur um fjármál Sinfóníuhljómsveitar Íslands Skýra slæma fjárhasstöðu hljómsveitarinnar, áhrif lífeyrisskuldbindinga á rekstur hljómsv.,áhrif nýgerðs kjarasamn. á rekstur hljómsv., þróun tekna, mögul. á tekjuöflun. Huga að félagsformi, markmiðum, skyldum og fjárhagslegri ábyrgð hljómsv. og koma fram með tillögur að breyttu skipulagi mála.
Vinnuhópur um uppbyggingu Menntagáttar Vinna að útboði vegna samstarfs um Menntagátt í samráði við Ríkiskaup og vinna fyrir hönd menntamálaráðuneytisins að samingum við samstarfsaðila. Jafnframt er gert ráð fyrir að hópurinn komi að stjórn Menntagáttar fyrsta starfsár hennar.
Vinnuhópur vegna útboðs á fjarskiptaneti fyrir framhaldsskóla og símenntunarstöðvar Sjá um undirbúning og framkvæmd útboðs á háhraðaneti sem tengja á saman alla framhaldsskóla og símenntunarsmiðstöðvar. Skal hópurinn skilgreina þáttakendur í útboðinu, vinna kröfulýsingu og kostnaðaráætlun og bera undir menntamálaráðuneyti. Að fengnu samþykki ráðuneytisins skal vinnuhópurinn sjá um úboð á fjarskiptanetinu og samningagerð vegna þess. Lögð skal áhersla á að tryggja jafnan aðgang allra framhaldsskóla og símenntunarstöðva að netinu. Gert er ráð fyrir að nefndin fái til liðs við sig sérfræðinga vegna vinnu við þarfagreiningu og mat á tilboðum.
Æskulýðsráð ríkisins/Nefnd um úttekt á stöðu félags- og tómstundarmála ungs fólks Að koma með tillögur um hvernig unnt sé að efla þátttöku ungs fólks í félags- og tómstundarstarfi, hvernig mögulegt sé að efla æskulýðsrannsóknir hér á landi. Á hvern hátt hægt sé að efla menntun og þjálfun leiðbeinda og félagsforystufólks, hvernig hægt sé að auka hina óformlegu menntun í félags og tómstundarstarfinu og tengja hana skólakerfinu og atvinnulífinu. Koma með tillögur um atriði sem til ath. yrðu við endurskoðun á lögum um æskulýðsmál, að koma fram með aðrar tillögur og hugm.er varða þennan málaflokk er nefndin telur skipta máli.
Öryggisnefnd menntamálaráðuneytisins Skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því, að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.
Ótímabundnar nefndir
Byggingarnefnd Þjóðminjasafns Bygginganefnd Þjóðminjasafnsins fer með stjórn og undirbúning framkvæmda við endurbætur Þjóðminjasafnsins ásamt því að leita lausna á húsnæðismálum safnsins.
Endurskoðun höfundalaga Með vísan til 58. gr. laga um höfundarétt, nr. 73/1972, með áorðnum breytingum.
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðleikhússins Að skipuleggja m.a. framhald þess uppbyggingarstarfs sem staðið hefur um skeið, gera áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag.
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðskjalasafns Íslands Að skipuleggja framhald þess uppbyggingarstarfs, sem staðið hefur um skeið, gera áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag.
Nefnd sem fjalla skal um húsnæðismál og uppbyggingu Menntaskólans í Reykjavík Að fjalla um skipulag á lóð skólans og framtíðarhlutverk einstakra húsa, að meta hugmyndir um endurbætur núverandi húsa og nýbyggingar, að gera tillögur um einstakar framkvæmdir og framkvæmdaröð, að gera drög að kostnaðaráætlunum vegna helstu valkosta á hverjum tíma.
Nefnd sem ætlað er að gera tillögur um val á bókasafnskerfi sem hentað geti fyrir öll bókasöfn í landinu, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, almenningsbókasöfn, skólabókasöfn og rannsóknarbókasöfn Nefndinni er ætlað að hafa að leiðarljósi að öll bókasöfn í landinu geti orðið samtengd og gagnagrunnar þeirra litið út sem ein heild frá sjónarhóli notenda. Gert er ráð fyrir að nefndin annist einnig samningagerð um kaup á bókasafnskerfi þegar ákvörðun um val á kerfi liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að nefndin fái til liðs við sig sérfræðinga til vinnu við þarfagreiningu og mat á þeim kerfum sem standa til boða.
Nefnd til að ræða við fulltrúa Þyrpingar hf. og gera samning til langs tíma um afnot af rými í nýju rannsóknahúsi við Háskólann á Akureyri Ræða við fulltrúa Þyrpingar hf. og gera samning til langs tíma um afnot af rými í hinu nýja rannsóknahúsi.
Nefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara Fjalla um endurmenntun framhaldsskólakennara og ákvarða um námskeið fyrir þá. Ennfremur skal nefndin úthluta styrkjum til kennarafélaga eða kennara til að sækja námskeið eða ráðstefnur erlendis eða hér á landi.
Nefnd um samstarf ríkis og Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík Vinna tillögur um forgangsröðun þeirra verkefna sem brýnast og hagkvæmast er að ráðast í og annast jafnframt áætlanagerð og undirbúning fyrir sérhverja framkvæmd, eftir því sem við á, fjalla um fjárhagslegar forsendur eignaskipta, þar sem um þau er að ræða, o.s.frv.
Nefnd um uppbyggingu Listaháskóla Íslands Skipuleggja uppbyggingu og endurbætur skólahússins í Laugarnesi, gera áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag.
Nefnd um úthlutun styrkja á vegum ERASMUS-áætlunarinnar Að móta reglur um úthlutanir styrkja og vera Alþjóðaskrifstofu Háskólans til stuðnings við úthlutun á vegum ERASMUS-áætlunarinnar.
Samstarfshópur ráðuneyta til að undirbúa umfjöllun ríkisstjórnar um rannsóknar- og þróunarstarf Stuðla að samræmi í stefnumótun stjórnvalda um rannsóknar- og þróunarstarf. Taka saman yfirlit yfir fjárveitingar til r. og þr.starfs og gera tillögur um fjárveitingar til málaflokksins til allt að þriggja ára í senn með hliðsjón af þeirri stefnumörkun.
Starfshópur til að fylgja eftir niðurstöðu nefndar um varðveislu arfs hússtjórnarskólanna Að fylgja eftir niðurstöður nefndar um varðveislu arfs hússtjórnarskólanna, greiða úr ágreiningsmálum og taka við ábendingum um það sem betur mætti fara í þessum málum á næstu árum.
Starfshópur til þess að fjalla um nýtingarmöguleika húsa Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði og gera tillögur um ráðstöfun þeirra og framtíðarhlutverk Starfshópur sem á að fjalla um nýtingarmöguleika tiltekinna eigna ráðuneytisins og gera tillögur um ráðstöfun þeirra og framtíðarhlutverk.
Samgönguráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Iceland Naturally, kynningarátak í N-Ameríku
Nefnd um framtíð ferðaþjónustunnar
Nefnd um framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði
Nefnd um menningartengda ferðaþjónustu
Nefnd til að gera tillögu að frumvarpi vegna lögskráningar sjómanna
Nefnd um vinnutímareglur sjómanna
Reiðveganefnd
Nefnd um flutningskostnað í landflutningum
Verkefnisstjórn um langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna
Nefnd til að móta reglur um framkvæmd mælinga á smærri fiskibátum
Vinnuhópur um innleiðingu á stafrænu sjónvarpi á Íslandi
Starfshópur um kostnað vegna gagnaflutninga og eflingu fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu
Nefnd til að endurskoða kærureglur vegna heilbrigðisvottorða og flugleyfaskírteina flugmanna
Sjávarútvegsráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Auðlindanefnd Bæta umgengni um auðlindir sjávar.
Starfsumhverfisnefnd Samanburð á starfsumhverfi sjóvinnslu og landvinnslu.
Endurskoðunarnefnd Endurskoða lög um stjórn fiskveiða.
Framtíðarnefnd Skoða framtíðarmöguleika fiskvinnslu.
Verkefnastjórn Fylgja eftir áætlun um rannsóknir fyrir sjávarútveginn á mengandi eða varasömum efnum í sjávarafurðum og vistkerfi sjávar.
Brottkastsnefnd Skipuleggja og samræmi aðgerðir aðila er komi að eftirliti á sjó.
Fiskmarkaðsnefnd Kanna fiskmarkaði hér og erlendis.
Nefnd um stöðu kvenna Safni upplýsingum um stöðu fiskvinnslunnar að því er varðar atvinnumöguleika kvenna og áhrif nýrra tækni á atvinnugreinina og á atvinnumöguleika.
Umhverfissamtök Vöktun á öfgahópum vegna umhverfismála.
AVS Stýrihópur Að auka verðmæti sjávarfangs.
Ótímabundnar nefndir
Fjareftirlitsnefnd Að kanna möguleika á fjareftirliti með fiskiskipum og gera tillögur um upptöku slíks eftirlits hér á landi.
Starfsfræðslunefnd Starfsfræðsla fiskvinnslufólks.
Samráðsnefnd Um fiskveiðistjórn og eftirlit með LIU.
Verkefnastjórn um rekstur skólaskips Yfirstjórn með rekstri Drafnar sem skólaskip.
Umhverfisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um samning við landeigendur innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs á Snæfellsnesi Reyna að ná samningum við landeigendur um yfirtöku eða kaup viðkomandi landareigna innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs.
Bráðamengunarnefnd Hafa yfirumsjón með: 1. Gerð rannsókna á þeim þáttum sem vantar í gagnagrunn sem unninn var á vegum fyrri bráðamengunarnefndar. 2. Endurskoðun og yfirferð áætlana um viðbrögð við mengunaróhöppum. 3. Áhættugreiningu í ljósi upplýsinga sem eru í gagnagrunninum, auk annara fyrirliggjandi upplýsinga. 4. koma saman þegar meiriháttar óhöpp verða og veita ráðuneytinu ráðgjöf um þau atriði sem upp kunna að koma.
Samvinnunefnd um landmælingamál Að auka og treysta samvinnu fyrirtækja og stofnana hér á landi um mælingaverkefni og samræma áætlanir þessara aðila. Móta stefnu Íslands í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.
Nefnd um umhverfisvísa Gera tillögur um framtíðarstefnu í söfnun og skráningu upplýsinga um umhverfismál.
Nefnd um endurskoðun laga um varnir gegn mengun sjávar Endurskoða lög nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar.
Starfshópur um hæfnisskilyrði prófhönnuða Gera tillögu að reglugerð um hæfnisskilyrði prófhönnuða, störf þeirra og starfshætti.
Starfshópur um reglugerð um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit Semja reglugerð um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og reglugerð um valdssvið, skyldur og starfstilhögun heilbrigðisnefnda og heilbrigðisfulltrúa.
Nefnd um kaup ríkisins á Geysissvæðinu Semja um kaup ríkisins á Geysissvæðinu í Haukadal ásamt þeim jarðhitaréttindum sem nauðsynleg teljast til að tryggja vernd svæðisins.
Nefnd um húsnæði Náttúrugripasafns Íslands Fara yfir og endurskoða hugmyndir um húsrýmisþörf Náttúrugripasafns Íslands, gera tillögur um hentugt húsnæði, yfirfara hugmyndir um rekstrarkostnað nýs safns og gera tillögur um rekstrarfyrirkomulag.
Nefnd um endurskoðun reglugerðar um réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa Endurskoða reglugerð um réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa frá 1995.
Nefnd um kaup ríkisins á Núpsstað Vinna að undirbúningi kaupa ríkisins á jörð og húsum á Núpsstað og gera tillögur til ríkisstjórnar um hvernig staðið skuli að verndun þeirra verðmæta sem þar er að finna.
Nefnd um endurnýtingu úrgangs Koma með tillögur um aðgerðir sem stuðlað geta að aukinni flokkun og endurnýtingu úrgangsefna og aðstoða ráðuneytið við að koma þeim til framkvæmda. Gera tillögur að markmiðum og hvort og hvernig megi beita hagrænum hvötum til að ná settum markmiðum. Koma með e. atvikum tillögur um breytingar á löggjöf sem tekur til úrgangsmyndunar, endurnýtingar og förgunar.
Starfshópur um framhald mála varðandi El-Grillo Nefndinni er ætlað að fara yfir stöðu mála varðandi El-Grillo og gera tillögur til ríkisstjórnar um næstu skref.
Nefnd um rannsóknarsetur að Kvískerjum Fara yfir stöðu mála varðandi undirbúning og stofnun rannsóknarseturs að Kvískerjum. Undirbúa byggingu og rekstur setursins og gera tillögur um leiðir til fjármögnunar og byggingar setursins.
Starfshópur um förgunarstaði fyrir spilliefni Gera tillögur um förgunarstað fyrir ýmsar tegundir spilliefna, sem ekki verða meðhöndlaðar með öðrum hætti og kanna þörf fyrir fjölda förgunarstaða með hliðsjón af magni og umfangi.
Nefnd um reglugerð um stjórn hreindýraveiða Vinna að tillögum að reglugerð um stjórn hreindýraveiða og reglugerð um úthlutun arðs með tilliti til ágangs hreindýra.
Starfshópur um öryggi leikvallatækja Semja drög að reglugerð um öryggi leikvallatækja og eftirlit með þeim.
Nefnd um endurskoðun laga um eiturefni og hættuleg efni Endurskoða lög nr. 52/1998, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.
Hættumatsnefnd Fjarðabyggðar Vinna hættumat fyrir Fjarðabyggð skv. reglugerð nr. 505/2000, um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Nefnd um reglugerð um starfsemi Brunamálaskólans Gera tillögur að reglugerð um starfsemi Brunamálaskólans og hlutverk skólaráðs sbr. 9. gr. laga nr. 75/2000, um brunavarnir.
Stýrihópur um íslenska þolhönnunarstaðla Skipuleggja og samræma sérfræðivinnu við gerð sérákvæða og þjóðarskjala í tengslum við íslenska þolhönnunarstaðla.
Starfshópur um útfærslu á ákvæðum 19. gr. skipulags- og byggingarlaga Gera tillögur um útfærslu á ákvæðum 19. gr. frumvarps til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum.
Nefnd til að endurskoða reglugerð um mjólk og mjólkurvörur Endurskoða reglugerð nr. 392/1994 um mjólk og mjólkurvörur.
Starfshópur um rammatilskipun um vatn Fara yfir og meta kostnað við upplýsingaöflun vegna hugsanlegrar lögleiðingar rammatilskipunar um vatn nr. 2000/60/EB hér á landi.
Íslandsnefnd Alþjóðajarðfræðisambandsins (IUGS) Efla almennt jarðfræðilegar rannsóknir og auka skilning manna á jarðfræðilegum fyrirbærum.
Hættumatsnefnd Siglufjarðar Vinna hættumat fyrir Siglufjarðar skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Hættumatsnefnd Seyðisfjarðar Vinna hættumat fyrir Seyðisfjarðar skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Nefnd um þróun landupplýsingakerfa Með skipun þessarar samráðsnefndar er komið á formlegu samstarfi þeirra aðila sem fjalla um landupplýsingamál. Hlutverk nefndarinnar að stuðla að víðtækari notkun, útbreiðslu og skilningi á mikilvægi landupplýsingakerfa á Íslandi með því að stuðla að aukinni samvirkni opinberra aðila sem vinna að uppbyggingu slíkra kerfa. Einnig skal nefndin stuðla að því að fram fari nauðsynlegt staðlastarf um landupplýsingar, að viðurkenndar skráningarreglur verði notaðar og að þróun lýsigagnasafns haldi áfram. Nefndin skal einnig fjalla um stefnumótun um verðlagningu landfræðilegra gagnasafna ríkisins í ljósi niðurstaðna nefndar fjármálaráðuneytisins um verðlagningu opinberra upplýsinga. Nefndin skal einnig fjalla um þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi um landupplýsingakerfi.
Hættumatsnefnd Ísafjarðar Vinna hættumat fyrir Ísafjörð skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Starfshópur um þjóðgarð á utanverðu Snæfellsnesi Undirbúa stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi.
Nefnd um endurskoðun ákvæða í skipulags- og byggingarlögum um byggingarmál og brunamál Nefndinni er falið að endurskoða byggingarþátt skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, með síðari breytingum.
Nefnd um endurskoðun skipulagsþáttar skipulags- og byggingarlaga Nefndinni er falið að endurskoða skipulagsþátt skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, með síðari breytingum.
Samstarfsnefnd um sjálfbæra þróun Að vinna að gerð stefnumörkunar Íslands, Sjálfbær þróun á nýrri öld, með það að markmiði að ljúka henni á árinu 2001, og að sjá um framkvæmd og eftirfylgni áætlunarinnar. Að hafa umsjón með framkvæmd Norrænnar áætlunar um sjálfbæra þróun (Sjálfbær þróun – ný stefna fyrir Norðurlönd), sem samþykkt var í ríkisstjórn 13. nóvember 2000. Að ræða önnur málefni sem tengjast stefnumótun í sjálfbærri þróun og ástæða er að taka fyrir á þessum vettvangi.
Starfshópur um rykmengun í höfuðborginni Fara yfir stöðu og tillögur um aðgerðir til að draga úr rykmengun vegna aukinnar umferðar á höfuðborgarsvæðinu.
Nefnd um endurskoðun laga um verndun Mývatns og Laxár Endurskoða lög nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður- Þingeyjasýslu með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á síðustu árum á stjórnsýslu náttúruverndarmála, m.a. með nýjum lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999. Einnig er nefndinni falið að gera tillögur um framtíðarstarfsemi Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn.
Nefnd um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum Endurskoða lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Nefnd um aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á einstaka fuglastofna Gera tillögur um aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á einstaka fuglastofna ef nauðsynlegt reynist að takmarka veiðar á þeim.
Nefnd um húsnæðismál Náttúrufræðistofnunar Íslands Fara yfir mögulegar framtíðarlausnir húsnæðismála Náttúrufræðistofnunar Íslands og gera tillögur að lausn að framtíðarhúsnæði og setja fram kostnaðarmat vegna þeirra.
Nefnd um urðun úrgangs Semja drög að frumvarpi til laga um urðun úrgangs til að uppfylla kröfur tilskipunar Evrópusambandsins um urðun úrgangs.
Starfshópur um losunarbókhald og losunarspár vegna gróðurhúsalofttegunda Yfirfara gildandi losunarspá og vera Hollustuvernd til ráðgjafar um endurskoðun hennar. Endurskoða vinnubrögð og skipulag bókhalds um losun og bindingu. Gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi þessara mála með hliðsjón af kröfum Kyoto-bókunarinnar. Meta fjárþörf í tengslum við slíkt framtíðarfyrirkomulag.
Starfshópur um málefni Hollustuverndar ríkisins Fara yfir málefni er varða Hollustuvernd ríkisins.
Nefnd um úrvinnslugjald og úrvinnslu úrgangs Vinna tvö frumvörp annarsvegar um gjaldtöku vegna úrvinnslugjalds, spilliefnagjalds og skilagjalds og hinsvegar um skipulag og framkvæmd þessara sömu þátta.
Nefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs Undirbúa stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Nefnd um umhirðu, aðbúnað og meðferð gæludýra Semja reglugerð um umhirðu, aðbúnað og meðferð gæludýra og jafnframt að endurskoða reglugerð nr. 499/1997, um dýrahald í atvinnuskyni.
Starfshópur um gamlar námur Gera tillögur til umhverfisráðuneytisins um það með hvaða hætti sé hægt að binda leyfum töku efna úr námum sem störfuðu fyrir 1. maí 1994.
Hættumatsnefnd Bolungarvíkur Vinna hættumat fyrir Bolungarvík samkvæmt reglugerð nr. 505/2000, um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Starfshópur um gildistöku laga um Umhverfisstofnun Vera ráðherra til aðstoðar við undirbúning um gildistöku laga um Umhverfisstofnun og gera tillögur um þau atriði sem nauðsynlegt er að ákveða vegna gildistöku laganna.
Framkvæmdanefnd um varnir gegn mengun sjávar frá landi Sjá um framkvæmd áætlunar um varnir gegn mengun sjávar frá landi frá 2001.
Samráðshópur um lögleiðingu tilskipunar um umhverfismat áætlana að undirbúa lögleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins 2001/42/EC um umhverfismat áætlana.
Nefnd um nýfæði Yfirfara stöðu nýfæðismála og gildandi reglugerða Evrópusambandsins um það efni.
Undirbúningshópur um Úrvinnslusjóð Vinna að undirbúningi stofnunar Úrvinnslusjóðs.
Nefnd um svæðisskipulag Reykjavíkur – landnotkun í Vatnsmýri Fara yfir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001–2004 og gera tillögur um landnotkun í Vatnsmýri á svæði IV, sem tekur til tímabilsins 2016–2024.
Hættumatsnefnd fyrir Vesturbyggð Vinna hættumat fyrir Vesturbyggð skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Hættumatsnefnd fyrir Snæfellsbæ Vinna hættumat fyrir Snæfellsbæ skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Hættumatsnefnd fyrir Ólafsfjörð Vinna hættumat fyrir Ólafsfjörð skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
Samráðsnefnd um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs Nefndin er skipuð skv. II. ákvæði til bráðab. í l. nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Nefndin skal m.a. fylgjast með þróun meðhöndlunar úrgangs hér á landi og á Evrópska efnahagssvæðinu og hvernig markmiðum laganna er náð.
Starfshópur um fjármálafyrirtæki og umhverfismál Vinna tillögur um áhersluatriði varðandi ný viðhorf fjármálafyrirtækja í tengslum við umhverfismál.
Samráðsnefnd um heildarstefnumótum um málefni hafsins Undirbúa heildarstefnumótum um málefni hafsins.
Nefnd um endurskoðun á reglugerð um kjöt og kjötvörur Endurskoða reglugerð nr. 302/1998 um kjöt og kjötvörur.
Nefnd um aðgerðir til að styrkja rjúpnastofninn Gera tillögur um aðgerðir til þess að styrkja rjúpnastofninn í framtíðinni og loknu banni við rjúpnaveiðum.
Nefnd um veðurþjónustu Semja furmvarp til laga um veðurþjónustu og gera tillögur um það hvernig opinberri veðurþjónustu verði best komið fyrir.
Starfshópur um neysluvatn Fjalla um framkvæmd þingályktunar um neysluvatn sem samþykkt var á Alþingi 10. mars 2003.
Nefnd um aðgerðir gegn mink Fjalla um stöðu minksins í íslenskri náttúru, útbreiðslu og stofnstærð hans og tjón af hans völdum. Nefndin skal gera tillögur til ráðuneytisins um nauðsynlegar aðgerðir til þess að draga út tjóni af völdum minks, hvernig staðið skuli að veiðum og hvort og hvernig takast megi að takmarka útbreiðslu minks eða útrýma honum úr náttúru landsins.
Nefnd um endurskoðun reglugerðar um slátrun búfjár og reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutning Endurskoða reglugerð nr. 198/1957 um slátrun búfjár, og reglugerð nr. 127/1958 um meðferð búfjár við rekstur og flutning með vögnum, skipum og flugvélum.
Nefnd um refaveiðar Gera tillögur um veiðar á ref eða aðrar aðgerðir til að draga úr tjóni í landbúnaði af hans völdum. Nefndin skal fjalla um áhrif refs í íslenskri náttúru, s.s. á fuglaíf og gera tillögur um hvernig við skuli brugðist. Hún skal einnig fjalla um viðgang refastofnsins á vernduðum svæðum, s.s. Hornstrandafriðlands, og áhrif hans á lífríkið og eftir atvikum gera tillögur um aðgerðir á þeim svæðum.
Ótímabundnar nefndir
Aukefnanefnd Starfaði skv. 10. gr. reglug. nr. 579/1993 um aðskotaefni og aukefni í matvælum.
Íslenska matvælarannsóknanefndin Nefndin skal vinna að þróun, vali og útgáfu rannsóknaraðgerða á sviði matvælarannsókna, ásamt leiðbeiningum vegna gæðastýringar á rannsóknastofum og skyldum verkefnum.
Umhverfismerkisráð Hafa yfirumsjón með norræna umhverfismerkinu.
Fráveitunefnd Starfar skv. 5. gr. laga nr. 53/1995 um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum og er hlutverk m.a. að fjalla um styrkumsóknir og framkvæmda- og kostnaðaráætlanir sveitarfélaga vegna framkvæmda í fráveitumálum og áætla styrkhæfni hverrar áætlaðrar framkvæmdar. Gera í framhaldi tillögu til umhverfisráðherra um framlag til fréveitumála sveitarfélaga á fjárlögum næsta árs.
Ofanflóðanefnd Starfar skv. 9. gr. laga nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og er hlutverk m.a. að fjalla um tillögur sveitarstjórna um kaup eða flutning húseigna í stað annarra varnaraðgerða, að gera tillögur til umhverfisráðherra um úthlutun úr Ofanflóðasjóði vegna kostnaðar við undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki.
Spilliefnanefnd Skv. 3. gr. laga um spilliefnagjald nr. 56/1996. Gera áætlun um hvernig best verði staðið að söfnun, móttöku, meðhöndlun, endurnýtingu og eyðingu spilliefna.
Samstarfsnefnd um líffræðilegan fjölbreytileika Hlutverk er m.a. að: 1. Gera tillögur til ráðuneytisins um þátttöku í þróun samningsins og áherslur íslenskra stjórnvalda á því sviði. 2. Fylgjast með umræðum og tillögugerð innan samningsins og gera tillögur um afstöðu íslenskra stjórnvalda til þeirra. 3. Gera tillögur um nauðsynlega þátttöku í alþjóðlegu starfi sem tengist samningnum. 4. fara yfir ákvarðanir sem eru teknar innan samningsins og gera tillögur um framfylgd þeirra hér á landi.
Samvinnunefnd um málefni norðurslóða Skv. lögum nr. 81/1997, um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, að leitast við að treysta og efla samstarf hlutaðeigandi aðila um rannsóknir á norðurslóðum og málefni Stofnunar Vilhj. Stefánssonar.
Starfshópur um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun Hafa umsjón með framkvæmdum vegna þingsályktunar um aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun hér á landi og fylgjast með þróun hans á alþjóðavettvangi.
Umhverfisfræðsluráð Stuðla að aukinni fræðslu um umhverfismál og sjálfbæra þróun til almennings og skóla. Hvetja til aðgerða, koma á samvinnu, samræma og stuðla að aukinni umhverfismennt í samvinnu við sveitarfélög, samtök áhugamanna um umhverfismá, samtök almennings, aðila vinnumarkaðarins og stofnanir.
Samvinnunefnd miðhálendisins Annast gerð svæðisskipulags miðhálendisins.
Verkefnisstjórn verkefnisins „Botndýr á Íslandsmiðum“ Skipuleggja og hafa umsjón með rannsókn á sjávarbotndýrum í efnahagslögsögu Íslands.
Starfshópur um umhverfisvöktun Skipuleggja og sjá um framkvæmd umhverfisvöktunar í samráði við ráðuneytið, vegna aðildar íslands að Oslóar og Parísarsamningnum um varnir gegn mengun sjávar og Rovaniemi samkomulaginu (AMAP).
Utanríkisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um aðstoð við enduruppbyggingu í Bosníu- Hersegóvínu Styrkja borgaralega uppbyggingu og hjálparstörf í Bosníu- Herzegóvínu, þ.á m. stoðtækjaframleiðslu í samstarfi við Össur hf. en um 1000 einstaklingar hafa fengið gervilimi f. tilstuðlan nefndarinnar á tímabilinu 1996–2000. Fyrirhugað er að hefja nýtt átak á þessu sviði og er undirbúningur að því hafin. Þá hefur nefndin stutt störf réttarmeinasérfræðings í landinu, skýli og kvennamiðstöðvar f. konur og skákskóla f. börn, svo eitthvað sé nefnt.
Ritnefnd um útgáfu skjala er varða samskipti Íslands og Rússlands Hlutverk ritnefndar er að hafa yfirumsjón með útgáfu skjala er varða samskipti Íslands og Rússlands árin 1943–2003, í samræmi við samkomulag ríkjanna frá 27. apríl 2001.
Starfshópur um opnun siglingaleiðanna á norðurslóðum Afla upplýsinga um erlendar rannsóknir, núverandi notkun norðaustur siglingaleiðarinnar og starfi annarra þjóða að opnun hennar, tilgreina staði á Íslandi sem til greina komi fyrir umskipunarhöfn með tilliti til hafnaraðstöðu, samgangna, landrýmis og fleira, útbúa kynningarefni um kosti umskipunarhafnar á Íslandi, koma á samstarfi við erlenda aðila til að tryggja hagsmuni Íslands og meta áhrif og tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf.
Starfshópur til að vinna greinargerð til landgrunnsnefndar S.þ. um mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna Vinna greinargerð Íslands til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna
Sveitarfélögin og EES Vinna skýrslu um framtíðartilhögun að samstarfi sveitarfélaganna og stjórnvalda, og gera tillögur sem lagðar verði fyrir ríkisstjórn um hvernig þessu samstarfi verði best háttað.
Landbúnaðarhópur og EES Fjalla um óvissuþætti varðandi stöðu íslensks landbúnaðar andspænis Evrópusambandinu (ESB) og hugsanlegri aðild Íslands að því, svo og andspænis stefnuákvörðunum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þróun alþjóðavæðingar almennt. Áfangaskýrsla var gefin út í nóvember 2003.
Ótímabundnar nefndir
Forvalsnefnd Að vera utanríkisráðuneytinu til aðstoðar við forval vegna útboða varnarliðsins á verkum eða þjónustu.
Íslandsnefnd Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna Að vera samráðsvettvangur þriggja ráðuneyta, þ.e. utanríkis-, landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðuneytis um málefni FAO. Stærsta verkefni nefndarinnar á tímabilinu 2001–2003 var undirbúningur ráðstefnunnar Ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar, sem haldin var í Reykjavík 1.–4. október 2001.
Kostnaðarlækkunarnefnd Finna leiðir til að lækka kostnað og útgjöld vegna herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd varnarsvæða Að fara með skipulags-, bygginga- og umhverfismál á varnarsvæðum í samráði við varnarmálaskrifstofu.
Tengslanefnd Kynna Ísland og íslensk málefni fyrir varnarliðsmönnum og fjölskyldum þeirra og efla tengsl þeirra við Íslendinga.
Varnarmálanefnd Yfirumsjón með daglegri framkvæmd varnarsamstarfsins.
Samráðsnefnd um utanríkisviðskipti Sinnir stefnumótun og skilgreinir samvinnu- og átaksverkefni í útflutningsaðstoð og markaðssetningu, og vettvangur samráðs og skoðanaskipta um markaðssetningu íslensks útflutnings á erlendum vettvangi, sbr. 1. gr. laga um útflutningsaðstoð, nr. 160/2002.

Tafla 1.c. Virkur starfstími nefnda.
Virkur starfstími


Verkefnanefndir



Fundir



Klst.


Starfstími nefndar
Fastir nefndarmenn

Kk.


Kvk.
Opinberir stm.
Forsætisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Handverk og hönnun 2003–2006 5 21 01.2003– 4 1 3 2
Handverksnefnd 11 46 05.1999–12.2002 3 3 **
Nefnd um efnahagsleg völd kvenna 24 10.2000–02.2004 3 1 2 3
Nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands 10 11.2000–03.2001 5 5 4
Nefnd um endurskoðun tryggingalaga 46 10.1999–05.2001 5 5 3
Nefnd um heildstæða stefnumótun í málefnum barna og unglinga
*


09.2001–

7

2

6

7
Nefnd um opinbera stefnumótun og jafnrétti 18 35 11.2000–09.2002 7 1 6 7
Nefnd um rafræna stjórnsýslu 80 11.2000–10.2002 3 3 3
Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra 16 32 09.2003– 6 2 4 5
Nefnd um stefnumótun í skjalastjórn Stjórnarráðsins 19 47,5 12.1998–06.2003 6 1 5 6
Nefnd um sveigjanleg starfslok 14 01.2001–10.2002 7 5 2 5
Nefnd um virkjanamannvirki og aðstöðu sveitarfélaga 14 12.2002–04.2003 4 4 4
Ritstjórn sögu Stjórnarráðs Íslands 16 24 02.1999– 3 2
Samráðshópur ríkisins og Landssambands eldri borgara
19

37

09.2002–11.2002

10

10

1

5
Samráðsnefnd ráðuneyta í málefnum upplýsingasamfélagsins
10

21,5

03.2003–

12

8

5

13
Samráðsnefnd um Laxness-setur og Gljúfrastein 0 11.2003– 5 2 3 **
Samstarfshópur um tilfærslu verkefna ÞHS til annarra stofnana
*

06.2001–03.2002

7

6

1

7
Starfshópur um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga
7


09.2003–

6

4

2

5
Stefnumótunarnefnd um upplýsingasamfélagið 23 100 09.2003–02.2004 5 2 3 2
Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið 127 302,5 10.1997–02.2003 5 5 1 5
Ótímabundnar nefndir
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu 166 332 02.1996– 4 6 2
Málaskrárnefnd 44 88 02.2000–01.2003 6 2 4 6
Orðunefnd 22 forsetabréf nr. 42/1944 5 5 1 2
Samráðsnefnd um málefni aldraðra * 02.1999– 7 7 4
Þingvallanefnd 10 25 5. gr. l. nr. 59/1928 3 3 3
135 93 52 105
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Starfshópur um Umferðaröryggisáætlun til 2012 05.11.2001–07.01.2002 3 3 3
Nefnd til að sporna við vændi og kynferðislegri misnotkun
15


03.05.2001–20.06.2002

7

4

3

5
Nefnd til þess að endurskoða tiltekin ákvæði laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
9

27

12.02.2001–07.11.2001

5

3

2

3
Nefnd um gerð reiknilíkans fyrir rekstur sýslumannsembætta
23.09.1998–

6

7

2

9
Nefnd um könnun á veitingu reynslulausna 9 06.10.2003-26.02.2004 4 2 2 3
Nefnd um öryggismál íslensks samfélags 6 52,5 15.10.2001–19.01.2002 5 4 1 5
Starfshópur til að fara yfir núgildandi umferðarlöggjöf 16 27.07.2000–05.03.2001 5 4 1 4
Starfshópur til að setja reglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng
18

27.03.2001–21.10. 2002
7

6

1

5
Starfshópur til semja leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðra sem leita til lögreglu til þess að kæra afbrot
4

7

11.04.2001–01.10.2002

3

2

1

3
Starfshópur um úttekt á varnarviðbúnaði vegna eiturefna-, sýkla- og geislavopna.
14.11.2003–

5

3

2

5
Starfshópur, sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum
17

41

12.10.2001–01.07.2002

7

5

2

6
Vinnuhópur um stefnumörkun vegna víðnets dómsmálaráðuneytisins
15

30

30.10.2000–28.09.2001

3

3

0
Vinnuhópur um frumvarp til laga um fullnustu refsidóma
23

90

01.11.2002–09.10.2003

3

2

2

4
Nefnd til að semja frumvarp að lögum um landeignaskrá
17

100

08.04.2003–22.12.2003

5

5
Starfshópur um viðbúnað vegna slysa 10 14.03.2002–29.08.2003 6 4 2 5
Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 556, 1993 um lögmæltar ökutækjatryggingar
10

20,5

10.03.–04.04.2003

4

3

1

3
Starfshópur um meðferð nauðgunarmála 9 50 14.03.2001–15.04.2002 4 3 1 4
Starfshópur um reglugerð um starfsstig innan lögreglunnar
8

16

19.09.–29.11.2001

5

4

1

5
Vinnuhópur til að undirbúa framleiðslu nýrra ökuskírteina
19


18.01.2001–15.10.2001

5

4

1

5
Nefnd um um rekstur Skálholtsskóla 4 27.04.2001–01.07.2001 3 2 1 2
Starfshópur um fyrirkomulag á skoðun stórra ökutækja utan höfuðborgarsvæðisins
7


21.05.2001–25.09.2001

4

4

0

1
Starfshópur um öryggisráðgjafa við flutning á hættulegum farmi á vegum
5


18.04.2001–18.07.2001

4

4

0

3
Nefnd sem geri úttekt á langferðabifreiðum í notkun 9 9 29.11.2000–25.04.2001 6 4 2 3
Starfshópur til að fara yfir núgildandi umferðarlöggjöf 17 26.07.2000–09.03.2001 5 4 1 4
Nefnd um reglugerðasafn á netinu 01.11.1999–06.03.2001 3 1 2 2
Vinnuhópur sem endurskoða á reglugerð um sölu og meðferð skotelda nr. 536/1988
03.06.1999–

4

7

7
Ótímabundnar nefndir
Starfshóp til þess að fara yfir núgildandi reglur um meðferð ávana- og fíkniefna
21.06.2002–

5

2

4

5
Starfshópur um rekstur Landhelgisgæslu 10.01.2003– 3 4 3
Verkefnisstjórn til að fjalla um nýskipan lögreglumála 04.11.2003– 3 2 1
Nefnd um skipan reglna um hljóðritun lögregluyfirheyrslna
25.11.2003–

3

2

1

3
Nefnd um framtíðarskipan akstursíþrótta og aksturskeppna á Íslandi
04.05.2001–

5

5

1
Nefnd vegna könnunar á forsjár- og umgengnismálum 20.05.1997 – 3 1 2
Nefnd til að semja lagafrumvarp um réttindi og skyldur björgunarsveita og björgunarmanna
12


15.04.1997–20.07.2001

6

6

1

5
Nefnd til rannsóknar á refsingum við afbrotum 08.04.1998–23.08.2003 5 3 2 6
Nefnd um rafræn eyðublöð 6 04.01.2001–14.12.2001 4 2 2 4
Nefnd um verkskil milli lögreglu og einkarekinna öryggisfyrirtækja
06.08.2003–

4

4

1
Nefnd um innleiðingu tilskipunar 2002/47/EB um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir
18.02.2003–

4

3

1

2
166 131 45 129
Félagsmálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga 26 45 12.2000–04.2002 8 8 0 5
Starfshópur til að semja reglugerð um lán til leiguíbúða
23

35

12.2000–01.2002

4

2

2

4
Starfshópur um þjónustugjöld sveitarfélaga 23 30 01.2001–03.2002 3 2 1 1
Nefnd til að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995
27

95

03.2001–02.2003

6

5

1

1
Samninganefnd um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga
4

6

02.2001–05.2001

4

3

1

2
Vinnuhópur vegna starfsmenntunarátaks í Vestmannaeyjum
6

30

02.2001–12.2001

5

4

1

1
Nefnd til að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög
41

52

05.2001–11.2002

5

4

1

3
Verkefnisstjórn árs fatlaðra 2003 3 5 10.2001–03.2002 25 9 16 15
Starfshópur um upplýsingaveitu sveitarfélaga 10 15 12.2001–enn starfandi 4 3 1 2
Starfshópur um verslun með konur 10 20 05.2002–02.2003 13 1 12 8
Nefnd til að semja leiðbeinandi reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
7

30

04.2002–05.2003

4

1

3

1
Starfshópur um lögsögu sveitarfélaga til hafsins 9 12 11.2002–enn starfandi 6 3 3 5
Samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum 10 18 01.2003–01.2007 5 2 3 4
Nefnd til að meta framkvæmd laga og reglugerða um viðbótarlán
11

15

02.2003–enn starfandi

4

3

1

2
Nefnd til að yfirfara stöðu leigumarkaðar 5 9 07.2003–enn starfandi 10 8 2 3
Nefnd um aðstæður erlends vinnuafls 15 30 11.2000–02.2003 7 3 4 3
Starfshópur um aðgengi fyrir alla 7 14 09.2003–enn starfandi 11 6 5 7
Starfshópur um þjónustu við innflytjendur á Íslandi 3 7 11.2003–03.2004 5 2 3 3
Verkefnisstjórn vegna átaks í sameiningu sveitarfélaga 8 34 09.2003–enn starfandi 3 2 1 0
Nefnd um breytta sveitarfélagaskipan 2 6 12.2003–enn starfandi 7 4 3 1
Nefnd um gatnagerðargjöld 2 3 10.2003–enn starfandi 4 2 2 2
Verkefnisstjórn um langtímaatvinnuleysi 1 1,5 12.2003–enn starfandi 6 5 1 2
Starfshópur til að yfirfara skýrslu Auðlindanefndar 5 9 01.2001–12.2001 4 4 0 2
Tekjustofnanefnd 1 3 12.2003–enn starfandi 4 4 0 2
Nefnd til að yfirfara verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
14

24

01.2001–02.2002

4

3

1

2
Nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum 23 34,5 09.1998–01.2003 8 0 6 1
Nefnd til að yfirfara undanþágur frá fasteignaskatti 9 14 01.2001–12.2001 4 4 0 2
Starfshópur um kostnaðarmat vegna sveitarfélaga 13 25 01.2001–08.2002 3 3 0 2
Nefnd um langveik börn 11 22 01.2001–enn starfandi 9 2 7 4
Nefnd til að kanna stöðu Hringsjár 7 13 02.2000–03.2002 6 2 4 4
Starfshópur um atvinnumál fatlaðra 23 35 04.2001–02.2004 3 3 0 2
Nefnd um jafnréttisumsagnir vegna stjórnarfrumvarpa 3 4 10.2001–10.2004 3 0 3 3
Ótímabundnar nefndir
Samstarfsráð um meðferð barna og unglinga með vímuefnavanda, hegðunar- og geðraskanir
2

3

01.2000–enn starfandi

6

4

2

5
203 111 90 104
Fjármálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um framkvæmd árangursstjórnunar 24 24 04.1997–01.2002 12 8 4 12
Nefnd um verðbólgureikningsskil 17 34 01.1998 – 06.2001 6 5 5 4
Nefnd um meðferð áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna starfsmanna samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavíkurborgar

24


24


05.1998 –


5


5


0


5
Stýrihópur um rafræn viðskipti 32 64 11.1999–01.2001 6 6 0 3
Stýrihópur um fræðslu forstöðumanna til að bæta stjórnunarþekkingu og leiðtogahæfileika
*

*

01.2000– 12.2001

4

4

0

4
Vinnuhópur um greiðslu vaxta vegna krafna á hendur ríkissjóði
14

21

01.2000– 03.2001

3

1

2

3
Starfshópur um endurskipulagningu skattumdæma * * 02.2000– 10.2002 5 5 0 5
Nefnd um endurskoðun laga um erfðafjárskatt 17 34 08.2000– 01.2004 5 0 5 5
Nefnd um endurskoðun laga um fjáröflun til vegagerðar
14

28

08.2000– 09.2001

6

3

3

6
Nefnd um endurskoðun laga um stimpilgjald 7 14 08.2000– 05.2001 5 4 1 5
Nefnd um endurskoðun laga um bókhald og ársreikninga
47

94

08.2000–

5

4

1

4
Nefnd um viðskiptamannareikning skattgreiðenda 23 46 08.2000– 05.2003 4 3 1 4
Vinnuhópur um samræmingu eignarskatta 12 24 08.2000– 08.2001 3 2 1 3
Nefnd til að gera úttekt á núverandi reglum og framkvæmd við áætlanir í skattkerfinu
23

46

10.2000– 12.2001

5

4

1

5
Starfshópur um skattalegt umhverfi raforkufyrirtækja * * 12.2000– 03.2003 5 3 2 5
Nefnd um skipulag dreifilykla 16 32 01.2001– 11.2001 8 7 1 5
Verkefnisstjórn um rafrænt markaðstorg 28 49 01.2001– 04.2002 5 5 0 5
Nefnd um verðlagningu opinberra upplýsinga 7 14 02.2001– 12.2002 7 6 1 1
Nefnd um endurgerð fasteignaskráar ríkisins 18 27 03.2001– 4 3 1 4
Nefnd um fjölþrepaskatt og viðmiðunarneyslu 25 50 03.2001– 04.2003 5 4 1 3
Nefnd um húsnæðismál Tollstjórans í Reykjavík 12 24 03.2001– 2 1 3
Nefnd um endurskipulagningu verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs
38

46

03.2001– 10.2003

5

4

1

5
Nefnd um athugun á skattlagningu fjármálaviðskipta milli landa
8

16

04.2001–

5

3

2

5
Nefnd um endurskoðun tollalaga 60 180 04.2001– 4 1 3 4
Nefnd um tímasetningar og álagningar vegna skattframtala
8

16

04.2001– 10.2002


4

3

6
Nefnd um þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði og viðhaldi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva
4

8

06.2001– 10.2001

4

4

0

4
Nefnd um verðbréfaskráningu erlendis 8 16 10.2001– 04.2002 6 5 1 3
Nefnd til að endurskoða samninga við skoðunarstofur og framkvæmd innheimtu hjá þeim
4

8

12.2001– 07.2002

3

3

0

3
Nefnd um aðlögun tilskipunar ESB nr. 70/156 að samræmdu tollskránni
2

4

12.2001– 01.2002

5

4

1

4
Nefnd um reglur og skilmála um samskipti ÁTVR við birgja
1

3

01.2002– 02.2002

4

4

0

2
Nefnd sem geri tillögu um viðurkenningu til ríkisstofnunar sem skarað hefur fram úr í þjónustu rekstri eða umbótum

5


11


02.2002– 05.2002


3


2


1


1
Nefnd um innkaup sveitarfélaga 4 8 02.2002– 5 4 1 5
Starfshópur um umfang skattsvika 10 20 07.2002– 3 3 0 3
Nefnd um endurútgáfu laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt
5

40

11.2002– 06.2003

3

2

1

3
Nefnd um endurskoðun laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna
15

23

01.2003–

8

6

2

4
Nefnd um endurskoðun reglna um skattmat 14 28 04.2003– 12.2003 4 3 1 4
Nefnd um endurskoðun reiknaðs endurgjalds 12 24 04.2003– 02.2004 3 1 2 3
Nefnd um fyrirkomulag þjálfunar, fræðslu og símenntunar fyrir starfsmenn skattkerfisins
8

16

04.2003–

5

2

3

5
Nefnd um skatteftirlit á landsbyggðinni 6 9 04.2003– 03.2004 5 5 0 5
Nefnd um skoðun og eftirlit með stórfyrirtækjum * * 04.2003– 5 4 1 5
Nefnd um ársreikninga og samstæðureikninga félaga af tiltekinni gerð.
17

41,5

05.2003– 02.2004

3

2

1

2
Nefnd um upptöku CFC-löggjafar – CFC-nefnd * * 06.2003– 4 1 3 4
Vinnunefnd um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IAS
*

*

12.2003–

5

4

1

2
Samráðshópur um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IAS
*

*

12.2003–

11

8

3

6
Ótímabundnar nefndir
Afskriftanefnd 80 157 2001–2003 5 3 2 5
Bílanefnd 48 96 2001–2003 3 3 1 4
Endurskoðendaráð 8 16 2001–2003 3 3 0 1
Ferðakostnaðarnefnd 6 9 2001–2003 4 4 0 4
Framkvæmdanefnd um árangursstjórnunarsamninga 6 16 2002–2003 3 3 0 3
Gjaldtökunefnd 18 36 2001–2003 3 2 1 3
Nefnd til að meta lausn um stundarsakir 40 40 2001–2003 1 1 1 2
Reikningsskilaráð 21 42 2001–2003 5 6 0 3
Ríkisfjármálanefnd 6 18 2001–2003 5 7 0 7
Ríkisreikningsnefnd 12 24 2001–2003 6 6 0 6
Samninganefnd ríkisins
    Samningalotur
2001–2003

15

10

5

15
Samráðsnefnd FJR og Alþingis um fjárlagagerð Fundalotur 2001–2003 5 4 1 5
Samráðsnefnd FJR, Seðlabanka Íslands og Lánasýslu ríkisins um lánsfjármál ríkisins
15

30

2001–2003

4

4

0

4
Samráðsnefnd um gerð tvísköttunarsamninga og fjárfestingasamninga
3

6

2001–2003

5

4

1

5
Samráðsnefnd um Landskrá fasteigna 4 8 2001–2003 5 6 0 6
Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir 19 57 2001–2003 4 4 0 4
Tvísköttunarnefnd – SUT
    Samningalotur
2001–2003

3

2

1

3
Þóknananefnd 30 45 2001–2003 2 2 0 2
292 237 75 264
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd skv. reglugerð nr. 735/2000 um undanþágur frá lyfjahugtakinu og hver vítamín og steinefni teljist ekki lyf (náttúruvörur og fæðubótaefni)

01.2001–07.2001


4


2


2
Samstarfshópur um bifreiðamál hreyfihamlaðra 11 110 01.2001–05.2001 5 5 0
Nefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 83/1991 um greiðslur fyrir sjúkratryggða vegna lýtalækninga
04.1999–09.2001

3

2

1
Vinnuhópur vegna samninga Íslands við erlend ríki á sviði félagslegs öryggis
Lögð niður okt. 2001

2

1

1
Nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa kynningu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997
12.1997–11.2001

3

1

2
Heilsuefling – forvarnaverkefni 11.1993–11.2001 6 3 3
Nefnd til að endurskoða lög um almannatryggingar nr. 117/1993 og lög um félagslega aðstoð nr. 118/1993
10.1995–11.2001

15

9

6
Nefnd til að kynna sér stöðu mála er varðar ofbeldi gagnvart starfsfólki innan meðferðar- og heilbrigðisstofnana

03.1997–11.2001


3


1


2
Nefnd til að fjalla um hvort og með hvaða hætti veita skuli sérfræðileyfi til handa sjúkraþjálfurum
05.1997–11.2001

5

1

4
Vinnuhópur sem hefur það verkefni að samræma lykla og skráningu launa á þeim stofnunum sem nota H-launakerfi

11.1998–11.2001


5


5


0
Nefnd til að skoða samrekstur dvalarheimilisins Höfða og Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness
8

140

09.1999–11.2001

5

4

1
Nefnd til að skilgreina þau viðbótarréttindi sem skipulegt framhaldsnám fyrir sjúkraliða gæti veitt
12

72

05.2000–11.2001

7

1

6
Nefnd um framtíðarþróun í íslenska heilbrigðiskerfinu 26 648 01.1996–11.2001 12 10 2
Nefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 311/1986 um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa
10.1991–12.2001

3

3

0
Afgreiðslunefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 170/1987, um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra, með síðari breytingum

10.1999–01.2003


3


3


0
Viðræðunefnd um daggjöld á stofnunum fyrir aldraða, sem og um aðra þætti sem lúta að rekstri, stjórnun og uppbyggingu stofnana fyrir aldraða

04.2002–01.2003


5


4


1
Stýrihópur til að móta stefnu í málefnum aldraðra til næstu fimmtán ára
04.2000–03.2003

5

4

1
Nefnd vegna samvinnuverkefnis heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, landlæknisembættisins og öldrunarstofnana til að laða fólk til starfa í öldrunarþjónustu


40



508



09.2000–02.2003



7



2



5
Vinnuhópur til að fara yfir fjárhagsáætlanir Landspítala – háskólasjúkrahúss
09.2003–12.2003

4

3

1
Verkefnastjórn um fækkun slysa á börnum og unglingum (átaksverkefnið Árvekni )
04.1998–01.2004

8

3

5
Fagráð við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands skv. lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, 37. gr. a og b
24

340

06.2002–05.2006

5

3

2
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skv. 4. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra
19


11.2003–

5

3

2
Nefnd til að endurskoða lög og reglur um sálfræðinga 0 0 04.1997– 5 3 2
Nefnd vegna samninga Íslands við erlend ríki á sviði heilbrigðis- og tryggingamála
1

17

11.1998–

6

5

1
Nefnd sem skipuleggur störf sálfræðings og samskipti við heilsugæslu, sérfræðiþjónustu sveitarfélaga skóla og félagsmálaþjónustu sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnisins á Suðurlandi


0



0



01.1999–



3



2



1
Nefnd um endurskoðun greiðslukerfa hjúkrunarheimila
04.1999–

7

3

4
Vinnuhópur til að vinna að gerð almennrar kröfulýsingar fyrir sjúkraskrárkerfi
28


05.1999–

7

5

2
Vinnuhópur til að vinna yfirlit yfir upplýsingar sem reglubundið eru skráðar eða talið er æskilegt að skrá um heilbrigðismál hjá opinberum aðilum

15



05.1999–


8


3


5
Nefnd til kanna og gera tillögur um leiðir varðandi aðskilnað kaupanda og veitanda heilbrigðisþjónustu á Íslandi

0




02.2000–


10


6


4
Vinnuhópur til að kanna kosti og galla þess að Blindrafélagið mundi annast rekstur Sjónstöðvar Íslands

0


0


04.2000–


3


2


1
Samstarfsráð um gæðamál heilbrigðiskerfisins 18 04.2000– 10 4 6
Verkefnisstjórn til að annast samskipti við Öldung hf. hvað varðar undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík

07.2000–


3


2


1
Vinnuhópur, skilgreinir hvaða lyf teljist með sambærileg klínísk meðferðaráhrif, þrátt fyrir skilgreindan lyfjafræðilegan mun

16


256


10.2000–


8


6


2
Nefnd fjögurra ráðuneyta; heilbr.- og trmrn., félmrn., menntmrn. og fjmrn er fylgja skal eftir stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna

11


60


09.2000–


4


3


1
Verkefnisstjórn fyrir heilbrigðisnetið 60 05.2001– 3 3 0
Starfsnefnd til að fara yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss (hátæknisjúkrahúss) á höfuðborgarsvæðinu

28


400


05.2001–


3


2


1
Verkefnisstjón um heilsufar kvenna 14 364 08.2001– 12 1 11
Samráðshópur um inntöku vistmanna á Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík
17

76

10.2001–

3

0

3
Starfshópur til að gera tillögur um eflingu heilsugæslunnar í landinu
10.2001–

7

4

3
Nefnd til þess að kanna þá þjónustu sem nú er veitt psoriasis- og exemsjúklingum og gera tillögur til úrbóta ef þurfa þykir

12


72


11.2001–


6


2


4
Nefnd sem ætlað er að meta ástæður þess vaxandi skorts á sjúkraliðum til starfa sem heilbrigðisstofnanir standa frammi fyrir nú og gera tillögur um með hvaða hætti bregðast skuli við vandanum


12



126



02.2002–



7



0



7
Verkefnisstjórn til að undirbúa og annast útboð á rekstri nýrrar heilsugæslustöðvar í Kópavogi
31

250

05.2002–

4

2

2
Starfshópur um starfsendurhæfingu í samræmi við samþykktir málþings um starfsendurhæfingu
21

294

06.2002–

7

7

0
Stýrihópur sem hefur það hlutverk að skilgreina og meta þarfir Lyfjastofnunar, landlæknis og Tryggingastofnunar fyrir upplýsingar úr lyfjagagnagrunni stofnunarinnar


14



204



07.2002–



4



3



1
Nefnd til að fara yfir stærðir rýma á öldrunarstofnunum og gera tillögur um staðla sem nýttir verða við uppbyggingu og breytingar á öldrunarstofnunum

4



08.2002–


5


4


1
Nefnd um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Garðabæ og hugsanlega nýtingu Vífilsstaðaspítala
3

18

08.2002–

4

2

2
Nefnd um uppbyggingu öldrunarþjónustu á Akureyri 5 75 08.2002– 5 4 1
Starfshópur sem staðfesta á mörkin milli þess hvað Tryggingastofnun ríkisins og stofnanir ber að greiða af hjálpartækjum hverju sinni

4


36


10.2002–


3


1


2
Nefnd til að annast skipulagningu húsnæðis fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu
25

400

10.2002–

5

4

1
Nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag FSA
7

210

11.2002–

7

6

1
Nefnd er geri úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi og beri hana saman við stöðu mála annars staðar á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum


23



276



12.2002–



7



3



4
Framkvæmdanefnd til að hrinda í framkvæmd og annast nauðsynlegar breytingar á húsnæði Vífilsstaða
01.2003–

3

3

0
Stýrihópur til að vinna að átaki í lyfjamálum heilbrigðisstofnana
17

205

03.2003–

9

8

1
Nefnd til að sjá um undirbúning verks samkvæmt 1. gr. rammasamnings um viðbyggingu við dvalarheimilið Hlíð á Akureyri 5 31 03.2003– 3 1 2
Samráðsnefnd um málefni öldrunarstofnana 10 77 01.2003– 7 6 1
Nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæði heilsugæslu- og sjúkrahúsþjónustu

04.2003–


6


5


1
Starfshópur til að gera tillögur að breytingum á ákvæðum laga um almannatryggingar og gera tillögur sem miða að því að auka möguleika öryrkja til atvinnuþátttöku


4



40



05.2003–



5



3



2
Starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að samtvinnun heimaþjónustu við aldraða þar sem einn aðili verði ábyrgur fyrir rekstri og skipulagi þjónustunnar

12


168


05.2003–


6


2


4
Nefnd til að endurskoða áform um byggingu hjúkrunarrýma í Bolungarvík, sbr. áætlanir og teikningar frá árunum 1993 og 1995

2


25


05.2003–


5


4


1
Starfshópur til þess að móta innkaupastefnu ráðuneytisins og stofnana þess í samræmi við áherslur og markmið innkaupastefnu ríkisins

4


85


05.2003–


5


5


0
Nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir 8 80 09.2003– 7          4 3
Nefnd til að afla og miðla þekkingu um meðferð við mænuskaða og hugsanlega lækningu þeirra í framtíðinni 09.2003– 5 3 2
Nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 7 18 10.2003– 15 8 7
Nefnd til þess að gera tillögur til ráðherra um hvernig endurskilgreina megi verksvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna 2 10.2003– 10 6 4
Nefnd um tilflutning á verkefnum á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga 10.2003– 9 8 1
Samstarfshópur um byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða í sveitarfélaginu Árborg 1 12.2003– 4 4 0
Samráðshópur til að tryggja heildaryfirsýn og samræmi og koma í veg fyrir tvíverknað í gagnaöflun sem skipaður skal formönnum nefnda er fjalla um stór stefnumarkandi verkefni á sviði heilbrigðismála 12.2003– 5 1 4
Vinnuhópur til að fylgja eftir framkvæmd fjárlaga hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi á árinu 2004 0 12.2003– 6 4 2
Nefnd til að gera tillögur um hvernig unnt er að tengja betur saman greiðslur fyrir rými sem ætluð eru öldruðum sjúkum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (Landakoti) og nýtingu þeirra sömu rýma 0 12.2003- 6 3 3
Ótímabundnar nefndir
Siglinganefnd skv. 35. gr. almannatryggingalaga, nr. 117/1993 29 230 Lögð niður júní 2003 5 5 0
Nefnd skv. 35. gr. laga nr. 117/1993 um alm.tr., með síðari breyt. (Siglinganefnd) 7 55 júní 2003 ótímabundið 5 5 0
Geislavarnaráð skv. 6. gr. laga nr. 44/2002 um geislavarnir ríkisins 5 30 05.2003–05.2007 3 3 0
Lyfjaverðsnefnd 38 10.2003– 3 3 2
Læknaráð skv. lögum nr. 14/1942 18 648 9 9 0
Hjúkrunarráð skv. 2. gr. hjúkrunarlaga, nr. 8/1974 42 756 01.2000–01.2004 3 0 3
Ljósmæðraráð, skv. 2. gr. ljósmæðralaga, nr. 67/1984 6 72 02.2000– 3 0 3
Matsnefnd skv. 30. gr laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990 3 128 04.2003– 2 1 1
Nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði 02.1999–02.2003 3 2 1
Samninganefnd sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðsluþátttöku almannatrygginga vegna heilbrigðisþjónustu og við fyrirtæki og stofnanir vegna sambærilegrar þjónustu sem þar er veitt 24 250 01.2002– 7 7 0
Samstarfsnefnd skv. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 19/1997 11.2000– 3 2 1
Sérfræðinefnd skv. reglugerð nr. 555/1999, um sérfræðileyfi í félagsráðgjöf 03.2000– 3 0 3
Sérfræðinefnd skv. reglugerð um sérfræðileyfi sálfræðinga nr. 158/1990 17 212 02.2003– 3 2 1
Sérfræðinefnd skv. reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í sjúkraþjálfun nr. 318/2001 20 153 10.2001– 3 1 2
Nefnd skv. 2. gr. læknalaga, nr. 53/1988 30 390 3 3 0
Sérfræðinefnd, sem starfar skv. 10. gr. reglugerðar nr. 305/1997 um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa með áorðnum breytingum skv. reglugerð nr. 340/1999 69 207 12.2001–12.2005 2 2 0
Sérfræðinefnd tannlækna sem starfar skv. 5. gr. laga um tannlækningar, nr. 38/1985 6 108 12.2001–12.2004 3 2 1
Siðanefnd innan heilsugæslunnar skv. 2. gr. reglugerðar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 552/1999 10.2001–10.2005 3 1 2
Slysavarnarráð fyrra og Slysavarnaráð, skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003 og skv. rg. nr. 434/2003 um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar 17 230 07.2003– 9 9 0
Sóttvarnaráð, skv. 6. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 02.2003– 6 5 1
Stöðunefnd, skv. 31. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990 með síðari breytingu 22 220 3 3 0
Tannverndarráð 45 600 5 3 2
Tóbaksvarnarráð fyrra og Tóbaksvarnaráð, skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003 og skv. rg. nr. 434/2003 um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar 07.2003– 4 2 2
Áfengis- og vímuvarnaráð 07.2003– 9 5 4
Manneldisráð 07.2003– 6 2 4
Lyfjanefnd ríkisins 11.2000–10.2004 7 6 1
Stjórn Þjónustu- og endurhæfingarstöðvar sjónskertra skv. 3. gr. laga nr. 18/1984. Sjónstöð Íslands 01.2001– 3 3 0
Vísindasiðanefnd skv. 1 gr. reglugerðar nr. 552/1999 145 2452 5 3 2
Þverfagleg siðanefnd sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 139/1998, um gagnagrunn á heilbrigðissviði 12 238 11.2001– 3 2 1
Nefnd sem fylgist með vistunarmati aldraðra á landsvísu 30 5 3 2
Nefnd sem annast undirbúning á innri mælingum á þörfum hjúkrunarheimila aldraðra 60 6 2 4
NOSOSKO. Norræna hagsýslunefndin 21 3 2 1
Nefnd vegna líffæraflutninga, bæði vegna líffæragjafar og ígræðslu. Líffæraígræðslunefnd 10 100 5 4 1
NOMESCO. Norræna heilbrigðistölfræðinefndin 3 1 2
Gigtarráð 12 144 7 5 2
557 351 208
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Ný lög um vátryggingasamninga 62 224 05.03.1999–03.12.2002 4 4 0 3
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma – verkefnisstjórn 10.03.1999–25.11.2003 11 9 2 7
Bankalaganefnd – Endurskoðun á löggjöf um fjármálastofnanir 45 115 23.08.1999–27.11.2002 6 10 0 2
Rammaáætlun – faghópur um náttúru- og minjavernd 15.02.2000–30.04.2003 12 10 5 4
Rammaáætlun – faghópur um útivist og hlunnindi 15.02.2000–30.04.2004 14 12 3 1
Rammaáætlun – faghópur um þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun 15.02.2000–30.04.2005 14 9 6 3
Rammaáætlun – faghópur um orkulindir 15.02.2000–30.04.2006 7 6 1 2
Nefnd um endurskoðun ársreikninga vátryggingafélaga 15 04.02.2000–26.11.2001 3 3 0 2
Nefnd um þriggja fasa rafmagn 11.04.2000–25.02.2002 3 3 0 3
Rafræn viðskipti 16 38 29.05.2000–21.01.2002 5 3 2 4
Endurgreiðslur til Orkusjóðs vegna orkuframkvæmda 19.06.2000–31.12.2002 5 5 0 5
Endurskoðun á sameignarsamningi eignaraðila að Landsvirkjun 05.07.2000–31.12.2003 8 7 1 3
Nefnd um lögbannsaðgerðir 9 15.09.2000–15.09.2001 3 2 1 2
Starfshópur um löggjöf um uppfinningar starfsmanna 23.09.2000–08.10.2001 3 3 0 3
Nefnd um lækkun húshitunarkostnaðar 11 22 04.04.2000–22.11.2001 5 3 2 4
Bankalaganefnd – vinnuhópur um athugun á ákvæðum laga um vátryggingarstarfsemi 5 14.03.2001–10.04.2001 3 2 1 1
Stjórn Átaks til atvinnusköpunar 2001–2003 01.01.2001–31.12.2003 5 4 1 0
Byggðaáætlun 2002–2005: Alþjóðasamvinna 9 37 18.04.2001–30.10.2001 5 2 3 2
Byggðaáætlun 2002–2005: Atvinnumál – Verkefnanefndir 9 92 18.04.2001–30.10.2001 6 5 1 1
Byggðaáætlun 2002–2005: Verkefnisstjórn 16 73 18.04.2001–21.01.2002 6 5 1 3
Byggðaáætlun 2002–2005: Fjarskipti og upplýsingatækni 8 18 18.04.2001–30.10.2001 7 5 2 2
Niðurgreiðslur á rafmagni til hitunar íbúðarhúsnæðis – tillögur að frumarpi til laga 7 08.08.2001–28.02.2002 8 7 1 4
Kauphallarnefnd 16 32 09.10.2001– 6 7 0 2
Verðbréfasjóðanefnd – Endurskoðun laga um verðbréfasjóði 39 78 09.10.2001–11.12.2002 7 6 2 2
Viðræðunefnd varðandi stækkun Norðuráls 55 10.04.2001–31.01.2003 5 5 0 3
Nefnd til að yfirfara skipulag Orkustofnunar aukið stjórnsýsluhlutverk 9 11.06.2001–16.05.2002 4 4 0 4
Endurskoðun reglugerðar um tímabundnar endurgreiðslur kvikmyndagerðar á Íslandi 12.01.2001–31.01.2001 4 1 3 4
Endurskoðun laga um verðbréfaviðskipti 37 15.06.2001–16.10.2002 5 3 2 2
Viðræðunefnd um sameiningu RARIK og Norðurorku 0 21.02.2001– 5 5 0 4
Nefnd um aðild Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi EPC – EPO 12 24 21.06.2001–18.12.2001 6 5 1 3
Óarðbærar einingar í flutnings- og dreifikerfi raforku 13 23.02.2001–10.05.2001 5 4 1 5
Starfshópur til að ljúka innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins nr. 78/98 7 21 28.09.2001–03.12.2001 4 2 2 2
Tjónsuppgjöranefnd vegna jarðskjálftanna sumarið 2000 14 49 29.08.2001–26.11.2002 7 6 1 5
Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey 6 9 16.07.2001– 03.02.2003 5 4 1 5
Stóriðjunefnd 11 18 03.04.2002–31.12.2002 3 3 0 1
Gjaldþol líf- og skaðatryggingafélaga – br. á lögum 60/1994 í samræmi við tilsk. 2002/12/EB og 2002/13/EB 11 40 03.05.2002–24.01.2003 4 3 1 3
Slit vátryggingafélaga – í samræmi við tilskipun 200117/EB 14 35 03.05.2002–24.01.2004 4 3 1 3
Uppfinningar starfsmanna 22 138 04.03.2002–30.04.2003 6 6 0 3
Nefnd til að meta ávinning af rekstri hönnunarmiðstöð 10 20 06.12.2002–04.04.2003 6 5 1 1
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – Verkefnisstjórn 11 64 09.10.2002– 5 3 2 0
Nefnd um samningsskilmála fjármálafyrirtækja 09.10.2002– 5 4 1 2
Orkumál samgangna 11.04.2002– 5 4 1 5
Átak í leit að jarðhita á köldum svæðum –2002–2003 14.10.2002– 3 3 0
Vátryggingamiðlun: Nefnd til að endurskoða lög nr. 60/1994 – í samr. við væntanlega tilsk. ES 15.05.2002– 4 2 2 0
Endurskoðun laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins 8 16 17.08.2002– 17.10.2003 4 2 2 2
Endurskoðun laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu 27.06.2002–24.12.2002 5 4 1 0
Endurskoðun vatnalaga, nr. 15/1923 27.06.2002–27.12.2002 3 3 0 2
Bankalaganefnd: Vinnuhópur um eigið fé og ársreikninga fjármálafyrirtækja 8 07.03.2002–22.05.2202 5 5 0 3
Mannaflaþörf vegna stóriðjuframkvæmda: Nefnd til að endurskoða eldri mat 12 30 08.10.2002–01.05.2003 4 4 0 1
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – byggðatengsl og sveitarfélög 4 04.02.2003–31.08.2003 7 5 2 1
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – erlend ráðgjöf um byggðamál 5 04.02.2003–31.08.2004 7 6 1 3
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – ferðaþjónusta og menningarmál 5 04.02.2003–31.08.2005 7 5 2 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – heilbrigðisþjónusta 4 04.02.2003–31.08.2006 7 5 2 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – samgöngur 4 04.02.2003–31.08.2007 7 7 0 3
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – samkeppnishæfni, atvinnumál og nýsköpun 7 04.02.2003–31.08.2008 9 8 1 1
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – skóla- og fræðslumál 6 04.02.2003–31.08.2009 7 4 1 0
Byggðaáætlun 2002–2005 – rafrænt samfélag – valnefnd 06.03.2003–11.09.2003 3 2 1 3
Nefnd til að fara yfir lög og reglur sem móta starfsskilyrði skipasmíðaiðnaðarins 06.05.2003– 4 3 1 2
Samráðsnefnd um framkvæmd raforkulaganna – skv. bráðabirgðaákvæði VI 13.8.2003 7 7 0 2
Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila samkvæmt raforkulögum 31.7.2003 6 6 0
Endurskoðun á samkeppnislögum 8/1993 – um viðurlög og samskipti samkeppnisyfirvalda annars vegar og lögreglu og ákæruvalds hins vegar 7 18.09.2003–31.12.2003 3 1 2 3
Nefnd um afnám flutningsjöfnunar á sementi 19.09.2003–31.12.2003 3 3 2 0
Endurskoðun vatnalaga, nr. 15/1923. – 2003 20.3.2003 7 6 1 2
Starfshópur til að kanna rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar 20.10.2003 3 3 0 3
Byggðaáætlun 2002–2005: verkefnisstjórn um framkvæmd og framvindu byggðaáætlunar 21.1.2003 9 7 2 9
Byggðaáætlun fyrir Vestfirði 26.9.2003 3 3 0 3
Stefnumörkun um rannsóknir og vöktun á vatnafari landsins 27.3.2003 6 0 0
Nefnd um fyrirkomulag flutnings raforku: Samkvæmt bráðabirgðaákvæði VII við raforkulög, nr. 65/2003 7 23 23.6.2003 19 16 3 8
Ótímabundnar nefndir
Aðgerðir gegn peningaþvætti 05.09.1995– 11 7 5 0
Tryggingardeild útflutningslána 29.12.1997 5 10 0 4
Islandica 2001 27.10.1998–31.12.2002 6 6 0 3
Starfsleyfisnefnd alþjóðlegra viðskiptafélaga 9 13 05.05.1999–31.12.2003 5 10 3 4
Samráðsnefnd um landgrunns- og olíuleitarmál 17.02.1999– 3 4 2 3
Samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Ísl. og Seðlabanka Íslands 21.06.1999–28.09.2003 3 5 0 0
Verkstjóranámskeið 2001–2003 01.01.2001–31.12.2003 3 1 2 0
Samráðsnefnd um EES-mál á sviði fjármálaþjónustu 01.07.2001– 12 12 0 5
Vinnuhópur um málefni EBRD 12.10.2000–01.09.2002 3 2 1 2
Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila 1.1.2002 0 7 1 0
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta – 2002–2003 0 0 01.01.2002–31.12.2003 2 1 1 0
Samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, kauphalla og Seðlabanka Íslands skv. 15. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa. 28.9.2003 3 3 0 1
Tækninefnd – undirnefnd Vísinda- og tækniráðs 16 32 29.4.2003 9 8 1 6
455 404 95 199
Landbúnaðarráðuneyti
Tímabundnar nefndir
ÁFORM – átaksverkefni 03.2000–12.2002 4 4 0 0
Endurskoðun laga um búfjárhald, forðagæslu o.fl. 18 99 10.1999–01.2002 5 3 3 3
Faghópur sérfræðinga um rannsókn á íslenska kúastofninum 05.2001–05.2008 9 7 2 4
Faghópur vegna samanburðarrannsóknar á norskum og íslenskum kúm og kynblendingum 5 12.2000– 13 11 2 8
Fegurri sveitir 129 09.1999–11.2002 5 1 4 2
Kjötmjölsnefnd 7 21 12.2000–07.2002 5 4 1 4
Kynbætur fyrir bleikjueldi. Verkefnisstjórn kostuð af Hólaskóla 11.1999–10.2003 4 4 0 2
Nefnd er geri tillögur að reglugerð á grundvelli girðingarlaga 8 24 01.2002–07.2002 3 2 1 2
Nefnd til að endurskoða lög um innflutning dýra, nr. 54/1990 10.2003– 4 2 2 3
Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 583/1996 um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar 11 33 01.2000–08.2001 4 3 1 3
Nefnd til að endurskoða reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa 08.2003– 4 2 2 3
Nefnd til að endurskoða reglugerð um búfjársæðingar o.fl. 11 11 09.2002– 09.2003 4 4 0 2
Nefnd til að endurskoða sauðfjársamning 09.2002– 12.2002 3 3 0 3
Nefnd til að gera tillögur að reglugerð um skyldumerkingar búfjár 30 75 03.2000–11.2001 4 3 1 3
Nefnd til að gera tillögur að reglugerðum um atriði á grundvelli laga nr. 96/1997 um heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum 01.2000–07.2002 4 3 1 4
Nefnd til að meta áhrif eldis á norskættuðum laxastofni í Stakksfirði v/Vogastapa 8 05.2000–06.2001 3 3 0 2
Nefnd til að semja reglugerð um búfjáreftirlit 4 8 08.2002–10.2002 3 3 0 1
Nefnd til að semja reglugerð um innflutning á gæludýrum o.fl. 12 24 10.2002–08.2003 4 3 1 4
Nefnd til að semja reglugerð um örverurannsóknir á sláturafurðum o.fl. 3 20 05.2003–09.2003 2 2 0 2
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 10 05.2002–05.2003 3 3 0 2
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Hólaskóla 05.2002–05.2004 3 3 0 1
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Garðyrkjuskólans á Reykjum 05.2002–12.2002 3 3 0 1
Nefnd um endurheimt votlendis. Votlendisnefnd
15 t. 2001 02.1996– 7 7 0 6
Nefnd um endurskoðun girðingalaga 10 40 04.2000–10.2001 5 4 1 4
Nefnd um endurskoðun reglugerðar nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra 11.2000–07.2001 4 3 1 2
Nefnd um ferðaþjónustu í dreifbýli 21 56 03.2001–02.2002 4 3 1 2
Nefnd um fjárhagslega endurskipulagningu loðdýraræktar 8 32 03.2001–01.2002 4 4 0 2
Nefnd um greiningu á áhættu við innflutning á hundum og köttum 10 27 02.2001– 11.2002 4 1 3 2
Nefnd um hestamennsku á landsbyggðinni 10.2003– 6 5 1 1
Nefnd um innlenda forsjá erfðalinda 02.2001– 12.2001 4 2 2 4
Nefnd um mat á æðardún 07.1999 – 3 3 0 0
Nefnd um rekstrarumhverfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 01.2003– 06.2003 4 4 0 4
Nefnd um sameiningu sjóða/stofnana landbúnaðarins 09.2001– 12.2001 3 3 0 1
Nefnd um sýningarstjórn íslenska hestsins 05.2000– 3 1 2 2
Nefnd um tölvuvæðingu sveita 4 14 10.2000–06.2001 4 3 1 1
Nefnd um uppbyggingu á sláturhúsum og kjötvinnslum á landsbyggðinni 8 32 05.2002– 06.2003 5 5 0 1
Nefnd um vanda sauðfjárbænda vegna tekjusamdrátt 09.2003– 12.2003 5 4 1 1
Nefnd v/lausagöngu búfjár við þjóðvegina. Vegsvæðanefnd 7 21 07.1998 – 03.2001 7 6 1 4
Nefnd vegna rekstrarvanda loðdýraræktarinnar 09.2003– 5 5 0 1
Plöntusjúkdómaráð 03.2000– 3 3 0 2
Starfshópur til að endurskoða lög/reglugerð um loðdýrarækt 04.2002– 4 4 0 2
Starfshópur um eftirlit með búrekstri og tengdri starfsemi 10.2003– 5 3 2 4
Starfshópur um endurskoðun þriggja reglugerða um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum 01.2000– 11.2002 3 2 1 3
Starfshópur um fjármál Hólaskóla 5 09.2001– 07.2002 3 3 0 2
Starfshópur um framleiðslu og markaðsmál gróðurhúsaafurða 26 04.2001– 02.2002 7 6 1 2
Starfshópur um mengun af völdum salmonellu og kamphýlóbakter í skepnum og búvörum framleiddum á Suðurlandi 7 21 02.2000– 01.2002 3 3 0 2
Starfshópur um uppbyggingu skráningarkerfis vegna merkingar búfjár 15 27,5 06.2001– 12.2003 5 5 0 2
Stjórn átaks vegna vistvænna og lífrænna afurða 06.2002– 4 3 1 0
Verkefnisstjórn átaks um sumarexem í hrossum 07.2000– 5 2 3 3
Starfshópur um jarðahluta Landskrár fasteigna 10.2003– 5 3 2 5
Verkefnisstjórn um nýtingu upplýsingasamfélagsins í sveitum landsins 06.2001– 7 5 2 1
Ótímabundnar nefndir
Erfðanefnd búfjár/landbúnaðarins 7 42 05.2002– 3 ár í senn 6 5 1 4
Fisksjúkdómanefnd ótímab. 4 4 0 4
Fóðurnefnd 03.1999 – 4 ár í senn 3 3 0 2
Framkvæmdanefnd búvörusamninga 03.1987 – ótímab. 8 7 1 3
Jarðanefnd Austur-Barðastrandarsýslu 11.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Austur-Húnavatnssýslu 11.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Austur-Skaftafellssýslu 11.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Árnessýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Borgarfjarðarsýslu 12.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Dalasýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Eyjafjarðarsýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 2 1 0
Jarðanefnd Gullbringusýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Kjósasýslu 11.2001– 4 ár í senn 3 2 1 0
Jarðanefnd Mýrasýslu 11.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Norður-Ísafjarðarsýslu 11.2003– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Norður-Múlasýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Norður-Þingeyjarsýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Rangárvallasýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 2 1 0
Jarðanefnd Snæfells- og Hnappadalssýslu 11.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Strandasýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Suður-Múlasýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 2 1 0
Jarðanefnd Suður-Þingeyjarsýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Vestur-Barðastrandarsýslu 11.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Vestur-Húnavatnssýslu 05.2001– 4 ár í senn 3 3 0 0
Jarðanefnd Vestur–Ísafjarðarsýslu 11.2003– 4 ár í senn 3 1 2 0
Jarðanefnd Vestur-Skaftafellssýslu 06.2001– 4 ár í senn 3 2 1 0
Kartöfluútsæðisnefnd – aftur 28.1.2002 10.1996 – 4 ár í senn 3 3 0 2
Markanefnd um afréttamál, fjallskil o.fl. 03.1996 – 8 ár í senn 3 2 1 2
Sáðvöru- og áburðarnefnd 06.1999 – 4 ár í senn 3 3 0 2
Tilraunaráð Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins 07.1999 – 4 ár í senn 14 11 3 9
Veiðimálanefnd: kostnaður greiddur af Fiskræktarsjóði 09.1999 – 4 ár í senn 6 6 0 1
Verðlagsnefnd búvara árleg skipun 10 9 1 1
356 296 61 155
Menntamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Bologna-yfirlýsingar 4 38 4.2003–4.2007 11 7 4 7
Byggingarnefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ 30 45 2.1993–3.2002 6 6 2
DAKAR-yfirlýsingin/skipun starfshóps um menntun fyrir alla 7 18 9.2002–12.2002 19 5 14 9
Dómnefnd vegna umsókna um rannsóknarstyrki ríkisstjórnarinnar í tilefni fimmtíu ára afmælis Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO * * 2.1999–2.2002 3 3 2 2
Innlend dómnefnd evrópska samstarfsverkefnisins European Label 11 33 10.2001–12.2003 4 4 2
Innlend dómnefnd evrópska samstarfsverkefnisins European Label 4 12 10.1998–9.2001 4 1 3 2
Jafnréttisnefnd 2 4 1.2003–12.2004 5 2 3 5
Kvikmyndaráð * * 1.2003–1.2006 7 6 1 1
Landsnefnd Evrópuárs fræðslu og íþrótta * * 12.2003–12.2004 5 2 3 3
Landsnefnd um átak Evrópuráðsins um sameiginlega menningararfleifð Evrópu (Europe, a common heritage) * * 3.2000–2.2002 3 2 1 2
Landsnefnd um Evrópskt ár tungumála 2001 16 48 2.2000–4.2002 6 2 4 2
Landsnefnd ungmennaáætlunar Evrópusambandsins (Youth). * * 2.2003–12.2006 6 3 3 2
Landsnefnd ungmennaáætlunar Evrópusambandsins Youth * * 9.2000–12.2002 5 2 3 2
Menningarsjóður Íslands og Finnlands * * 1.2002–12.2004 2 2 1
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna * * 9.2000–8.2001 4 1 3 3
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fullbright) * * 9.2001–8.2002 3 1 2 3
Myndlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 4 16 1.2001–12.2002 3 1 2 1
Myndlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 4 16 2.2003–12.2004 3 1 2 2
Námsefnisnefnd 20 80 1.2001–1.2003 6 3 3 6
Námsefnisnefnd 2 8 10.2003–10.2005 6 3 3 6
Nefnd sem hefur það verkefni að gera tillögu til ráðherra um lagafrumvarp um Náttúruminjasafn Íslands * * 1.2002–12.2002 3 2 1 2
Nefnd sem skila skal greinargerð til ráðherra um hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum * * 12.2003–3.2004 4 4 3
Nefnd til að fara nánar yfir athugasemdir við frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og gera tillögu um afgreiðslu þeirra við endanlegan frágang frumvarpsins 9 18 6.2002–8.2002 7 5 2 5
Nefnd til að hafa umsjón með munum Hússtjórnarskóla Suðurlands, Laugarvatni * * 1.1996–2.2003 6 2 4 0
Nefnd til að móta tillögur um úrlausn á brýnum geymsluvanda Þjóðskjalasafns 23 40 10.2001–12.2002 4 4 2
Nefnd til að yfirfara fjárstreymi til rannsókna og æðri menntunar á Íslandi * * 12.2002–12.2004 6 6 6
Nefnd til þess að gera tillögur um notkun European Language Portfolio 22 22 4.2002–12.2004 6 6 6
Nefnd um fjarskiptarþjónustu vegna fjarkennslu 8 16 8.2000–8.2001 6 6 5
Nefnd um framkvæmd Dags íslenskrar tungu, 16. nóv. 12 30 10.2002–10.2003 8 5 3 5
Nefnd um framkvæmd Dags íslenskrar tungu, 16. nóv. 8 20 9.2001–8.2002 3 1 2 2
Nefnd um lög um bókasöfn. 13 32,5 6.2003–12.2003 5 5 1
Nefnd um samrekstur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. 5 45 7.2003–12.2003 3 1 2 1
Nefnd um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð 1 2 3.1999–12.2002 6 5 1 1
Nemaleyfisnefnd í snyrtifræði * * 9.2003–9.2007 4 4 1
Ný reglugerð um námsstyrki 4 4 5.2003–10.2003 3 3 2
Ráðgjafahópur um nám fatlaðra nemenda í framhaldsskólum 14 35 4.1999–6.2001 3 3 1
Samráðshópur um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleið heimsins 5 15 12.2002–7.2004 4 3 1 3
Samráðshópur um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleið heimsins 5 15 7.2000–12.2002 4 3 1 3
Samráðsnefnd menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands 20 100 1.2000–12.2001 5 4 1 1
Samráðsnefnd menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands * * 5.2002–12.2004 6 5 1 2
Samráðsnefnd Tónlistar fyrir alla * * 1.2001–12.2001 6 3 3 1
Samráðsnefnd um leikskóla 12 48 10.2001–12.2003 5 2 3 2
Samráðsnefnd um leikskóla 2 8 4.1999–4.2001 4 2 2 1
Samráðsnefnd vegna lestrarerfiðleika nemenda í grunnskólum 6 15 2.2003–2.2007 8 4 4 5
Samráðsnefnd vegna samnings ráðuneytisins og Háskóla Íslands um Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 3 6 11.2000–11.2003 3 1 2 3
Samstarfshópur um reiknilíkan fyrir skiptingu fjárframlaga til framhaldsskóla 17 42 7.2000–11.2002 5 5 5
Samstarfsnefnd Félags framhaldsskólakennara og menntamálaráðuneytis * * 5.2003–5.2005 4 2 2 3
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Austurlandi * * 11.1997–4.2001 4 2 2 3
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi 14 49 10.2001–12.2002 5 4 1 5
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi 7 25 8.1998–7.2001 5 5 4
Samstarfsnefnd menntamálaráðuneytisins um heimavistir * * 7.2000–9.2002 4 3 1 4
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga * * 12.2003–12.2007 5 3 2 0
Starfshópur sem falið er að fjalla um framkvæmd fjarkennslu á framhaldsskólastigi 6 29 8.2003–10.2003 7 7 7
Starfshópur sem fjalla skal um menntun fullorðinna útlendinga sem búsettir eru á Íslandi 24 60 5.2002–12.2003 6 1 5 3
Starfshópur til að fara yfir lög um starfslaun listamanna * * 11.2001–9.2002 3 2 1 1
Starfshópur til að fjalla um fámenna framhaldsskóla á landsbyggðinni og meta fjárhagsstöðu þeirra í ljósi reynslu af reiknilíkani fyrir fjárveitingar til framhaldsskóla sem tók fyrst gildi í fjárlagagerðinni fyrir 1998 0 0 5.1999–10.2001 5 4 1 5
Starfshópur til að gera tillögur til ráðherra um skipulag fjarkennslu á háskólastigi * * 2.2001–6.2002 6 4 2 3
Starfshópur til að hafa umsjón með þróun tölvukerfis sem skrifað hefur verið fyrir ráðuneytið og sett upp í flestum framhaldsskólum * * 11.1997–11.2001 8 8 4
Starfshópur til að yfirfara fjármögnun skólastarfs á framhalds- og háskólastigi * * 3.2002–6.2002 5 3 2 5
Starfshópur til þess að fjalla um framtíðarskipan og gerð samnings við Listahátíð í Reykjavík * * 12.2001–3.2002 4 3 1 2
Starfshópur til þess að fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum 11 28 1.2002–1.2004 5 1 4 3
Starfshópur til þess að fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum 7 18 2.2001–12.2001 4 3 1 4
Starfshópur til að undirbúa ráðstefnu vorið 2001 um stefnumörkun í menningarmálum á landsbyggðinni 12 24 12.2000–7.2001 3 1 2 2
Starfshópur um fjármál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs * * 10.2003–12.2003 7 4 3 6
Starfshópur um konur og vísindi 17 34 2.2000–2.2001 5 5 5
Starfshópur um málefni Íþróttamiðstöðvar Íslands og héraðsskólahússins á Laugarvatni 6 20 11.2000–5.2001 5 4 1 2
Starfshópur um námskrár- og gæðamál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs 13 78 10.2003–12.2003 7 5 2 6
Starfshópur um starfsmannamál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs 5 13 10.2003–12.2003 6 5 1 5
Starfshópur um uppbyggingu og starfsemi Íþrótta- og Ólympíumiðstöðvar Íslands á Laugarvatni 8 20 2.2002–1.2003 5 4 1 4
Starfshópur vegna starfsnáms á vinnustað * * 8.2003–8.2007 8 8 4
Stýrihópur um Íslenska menningarkynningu í Frakklandi árið 2004 * * 10.2002–6.2003 4 3 1 3
Stýrihópur um Íslenska menningarkynningu í Frakklandi árið 2004 * * 7.2003–12.2004 4 3 1 4
Tónlist fyrir alla 7 21 5.2002–5.2005 7 5 2 2
Tónlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 8 54 1.2001–12.2002 3 1 2 1
Tónlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 4 31 1.2003–12.2004 3 1 2 1
Tónmenntasjóður kirkjunnar * * 5.2003–5.2006 3 2 1 0
Verkefnisstjórn fyrir Evrópskt tungumálaár 2001 13 39 1.2001–12.2001 3 2 1 3
Verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum 69 138 1.2000–1.2003 5 3 2 4
Verkefnisstjórn um sérstakt fimm ára átak í þágu símenntunar 50 83 12.1998–12.2003 7 4 3 1
Verkefnisstjórn um styttingu námstíma til stúdentsprófs 20 60 7.2003–7.2007 5 4 1 5
Verkefnisstjórn um tungutækni 18 44 11.2000–11.2003 4 3 1 2
Verkefnisstjórn Upplýsingamiðstöðvar myndlistar * * 4.1995–12.2002 3 2 1 0
Verkefnisstjórn þróunarskóla í upplýsingatækni * * 3.1999–6.2002 4 2 2 3
Vinnuhópur til að fara yfir fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins 12 52 9.2001–11.2001 3 2 1 3
Vinnuhópur til að fjalla um nám og kennslu á vinnustað 10 25 10.2001–9.2005 3 3 2
Vinnuhópur um breytingar á skipulagi og starfsháttum við útgáfu námsgagna * * 9.2001–12.2001 6 5 1 4
Vinnuhópur um fjármál Sinfóníuhljómsveitar Íslands * * 8.2002–12.2002 5 4 1 5
Vinnuhópur um uppbyggingu Menntagáttar 31 77,5 3.2002–3.2004 3 1 2 3
Vinnuhópur vegna útboðs á fjarskiptaneti fyrir framhaldsskóla og símenntunarstöðvar * * 5.2002–5.2003 5 5 4
Æskulýðsráð ríkisins/Nefnd um úttekt á stöðu félags- og tómstundarmála ungs fólks 12 68 9.2002–2.2003 7 3 4 4
Öryggisnefnd menntamálaráðuneytisins 9 9 3.2000–9.2001 4 2 2 4
Ótímabundnar nefndir
Byggingarnefnd Þjóðminjasafns 10 40 21.11.1994 3 3 2
Endurskoðun höfundalaga 36 108 22.9.1988 12 10 2 1
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðleikhússins * * 13.2.1996 3 3 3
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðskjalasafns Íslands 23 40 11.6.1996 2 2 2
Nefnd sem fjalla skal um húsnæðismál og uppbyggingu Menntaskólans í Reykjavík 17 17 13.2.1996 4 3 1 4
Nefnd sem ætlað er að gera tillögur um val á bókasafnskerfi sem hentað geti fyrir öll bókasöfn í landinu, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, almenningsbókasöfn, skólabókasöfn og rannsóknarbókasöfn 82 219 4.3.1998 5 1 4 2
Nefnd til að ræða við fulltrúa Þyrpingar hf. og gera samning til langs tíma um afnot af rými í nýju rannsóknahúsi við Háskólann á Akureyri * * 10.1.2000 8 8 8
Nefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara 31 78 12.2.1996 5 1 4 5
Nefnd um samstarf ríkis og Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík * * 13.11.2003 5 4 1 3
Nefnd um uppbyggingu Listaháskóla Íslands * * 11.6.1996 2 2 1
Nefnd um úthlutun styrkja á vegum ERASMUS- áætlunarinnar * * 2.6.1994 12 4 8 7
Samstarfshópur ráðuneyta til að undirbúa umfjöllun ríkisstjórnar um rannsóknar- og þróunarstarf 0 0 5.9.1995 12 11 1 12
Starfshópur til að fylgja eftir niðurstöðu nefndar um varðveislu arfs hússtjórnarskólanna 6 15 27.11.1996 6 2 4 2
Starfshópur til þess að fjalla um nýtingarmöguleika húsa Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði og gera tillögur um ráðstöfun þeirra og framtíðarhlutverk * * 21.8.1998 4 4 3
538 331 209 335
Samgönguráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Iceland Naturally, kynningarátak í N-Ameríku 192 18.10.1999– 4 4 2
Nefnd um framtíð ferðaþjónustunnar 17 42,5 25.5.2001–11.2.2003 8 5 3
Nefnd um framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði 13 27.6.2002–7.1.2003 7 6 1 1
Nefnd um menningartengda ferðaþjónustu 12 36 5.11.1999–2.10.2001 6 2 4 1
Nefnd til að gera tillögu að frumvarpi vegna lögskráningar sjómanna 10 60 8.9.1999–14.3.2001 4 4 1
Nefnd um vinnutímareglur sjómanna 26.5.1999–22.10.2001 11 10 1 1
Reiðveganefnd 12 24 16.9.2002–26.2.2003 5 2 3 1
Nefnd um flutningskostnað í landflutningum 12 30 23.10.2001–20.1.2003 3 2 1 3
Verkefnisstjórn um langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna 11 44 16.2.2000– 11 11 6
Nefnd til að móta reglur um framkvæmd mælinga á smærri fiskibátum 11 16.5.2001–20.12.2001 4 4 1
Vinnuhópur um innleiðingu á stafrænu sjónvarpi á Íslandi 12 24 24.9.2002–12.5.2003 7 6 1 1
Starfshópur um kostnað vegna gagnaflutninga og eflingu fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu 15 45 11.7.2001–3.5.2002 4 4 2
Nefnd til að endurskoða kærureglur vegna heilbrigðisvottorða og flugleyfaskírteina flugmanna 5 15 28.1.2002–27.6.2002 4 2 2
78 62 16 20
Sjávarútvegsráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Auðlindanefnd 05–1994 – starfar enn 7 7 0 3
Starfsumhverfisnefnd 08–1999 – 12–2002 3 1 2 1
Endurskoðunarnefnd 09–1999 – 12–2002 10 9 1 8
Framtíðarnefnd 26 65 11–1999 – 12–2001 8 5 3 3
Verkefnastjórn 9 58 04–1999 – 12–2002 5 4 1 2
Brottkastsnefnd 07–2000– 12–2002 5 5 0 5
Fiskmarkaðsnefnd 62 155 11–2001– 01–2003 23 17 6 6
Nefnd um stöðu kvenna 10–2000– 12–2002 3 1 2 2
Umhverfissamtök * * 07–2001– 05–2003 1 1
AVS stýrihópur 24 43 01–2002– starfandi 10 7 3 4
Ótímabundnar nefndir
Fjareftirlitsnefnd 18 90 05–1999 – starfandi 3 3 0 3
Starfsfræðslunefnd 8 300 01–1995 – starfandi 5 4 1 0
Samráðsnefnd
Eftir þörfum 06–1997 – starfandi eþ 5 5 3

Verkefnastjórn um rekstur skólaskips
4

48–vinn a f./e f.
03–1998 – starfandi 5 4 1 3
93 73 20 43
Umhverfisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um samning við landeigendur innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs á Snæfellsnesi 0 0 05.1998– 2 2 0 2
Bráðamengunarnefnd 18 144 08.1998– 8 8 1 9
Samvinnunefnd um landmælingamál 1 14 01.1999–04.2001 7 7 0 7
Nefnd um umhverfisvísa 2 20 08.1998–12.2001 5 2 3 5
Nefnd um endurskoðun laga um varnir gegn mengun sjávar 5 90 12.1998–09.2001 6 6 0 6
Starfshópur um hæfnisskilyrði prófhönnuða 5 60 07.1999–04.2001 4 3 2 2
Starfshópur um reglugerð um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit 4 168 03.1999– 6 2 4 6
Nefnd um kaup ríkisins á Geysissvæðinu 19 140 03.1999– 3 3 0 3
Nefnd um húsnæði Náttúrugripasafns Íslands 0 0 02.2000–05.2001 6 5 1 6
Nefnd um endurskoðun reglugerðar um réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa 3 18 06.2000–05.2001 4 0 4 4
Nefnd um kaup ríkisins á Núpsstað 11 202 11.1999–06.2003 6 4 2 6
Nefnd um endurnýtingu úrgangs 12 85 02.2000–02.2003 6 2 4 4
Starfshópur um framhald mála varðandi El Grillo 11 91 03.2000–04.2002 6 4 2 6
Nefnd um rannsóknarsetur að Kvískerjum 7 121 06.2000–01.2002 5 3 2 4
Starfshópur um förgunarstaði fyrir spilliefni 6 71 06.2000–04.2001 4 2 2 4
Nefnd um reglugerð um stjórn hreindýraveiða 1 28 05.2000–06.2003 7 8 1 7
Starfshópur um öryggi leikvallatækja 19 246 06.2000–11.2001 6 2 4 5
Nefnd um endurskoðun laga um eiturefni og hættuleg efni 12 216 07.2000– 8 3 5 8
Hættumatsnefnd Fjarðabyggðar 6 32 08.2000–01.2004 4 4 0 3
Nefnd um reglugerð um starfsemi Brunamálaskólans 7 84 01.2001–04.2001 4 3 1 4
Stýrihópur um íslenska þolhönnunarstaðla 18 248 11.2000–12.2001 6 6 0 5
Starfshópur um útfærslu á ákvæðum 19. gr. skipulags- og byggingarlaga 7 45 12.2000–01.2001 3 3 0 2
Nefnd til að endurskoða reglugerð um mjólk og mjólkurvörur 17 252 09.2001–12.2002 4 2 2 3
Starfshópur um rammatilskipun um vatn 32 420 03.2001– 9 8 1 9
Íslandsnefnd Alþjóðajarðfræðisambandsins (IUGS) 5 30 07.2001– 5 4 1 5
Hættumatsnefnd Siglufjarðar 5 59 02.2001–11.2002 4 4 0 3
Hættumatsnefnd Seyðisfjarðar 5 76 02.2001–05.2003 4 4 0 3
Nefnd um þróun landupplýsingakerfa 15 288 03.2001– 8 8 0 8
Hættumatsnefnd Ísafjarðar 7 56 03.2001– 4 4 0 3
Starfshópur um þjóðgarð á utanverðu Snæfellsnesi 4 80 05.2001–06.2001 5 4 1 2
Nefnd um endurskoðun ákvæða í skipulags- og byggingarlögum um byggingarmál og brunamál 5 153 05.2002– 7 6 1 6
Nefnd um endurskoðun skipulagsþáttar skipulags- og byggingarlaga 11 102 05.2002– 8 6 2 8
Samstarfsnefnd um sjálfbæra þróun 13 208 06.2001– 7 6 2 8
Starfshópur um rykmengun í höfuðborginni 5 48 11.2001– 6 4 2 5
Nefnd um endurskoðun laga um verndun Mývatns og Laxár 8 160 09.2001–02.2002 5 5 0 4
Nefnd um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum 20 338 11.2001–04.2002 7 5 2 6
Nefnd um aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á einstaka fuglastofna 9 108 09.2001–05.2002 6 5 1 5
Nefnd um húsnæðismál Náttúrufræðistofnunar Íslands 97 10.2001–09.2002 4 4 0 4
Nefnd um urðun úrgangs 23 196 09.2001–03.2002 4 2 2 4
Starfshópur um losunarbókhald og losunarspár vegna gróðurhúsalofttegunda 11 112 04.2001–02.2002 6 6 0 5
Starfshópur um málefni Hollustuverndar ríkisins 16 121 01.2001–10.2002 4 4 0 4
Nefnd um úrvinnslugjald og úrvinnslu úrgangs 8 101 03.2002–08.2002 8 6 2 6
Nefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 15 175 02.2002–10.2002 5 3 2 4
Nefnd um umhirðu, aðbúnað og meðferð gæludýra 24 339 06.2002–11.2003 5 0 5
Starfshópur um gamlar námur 4 84 06.2003–11.2003 7 3 4 7
Hættumatsnefnd Bolungarvíkur 5 36 05.2002–08.2003 4 4 0 3
Starfshópur um gildistöku laga um Umhverfisstofnun 17 238 05.2002–10.2002 7 6 1 7
Framkvæmdanefnd um varnir gegn mengun sjávar frá landi 4 45 03.2003–03.2006 7 5 4 8
Samráðshópur um lögleiðingu tilskipunar um umhverfismat áætlana 4 180 12.2002– 9 6 3 9
Nefnd um nýfæði 2 28 01.2003–08.2003 7 2 5 5
Undirbúningshópur um Úrvinnslusjóð 4 50 11.2002–12.2002 5 5 0 2
Nefnd um svæðisskipulag Reykjavíkur – landnotkun í Vatnsmýri 10 60 12.2002–12.2003 3 2 1 2
Hættumatsnefnd fyrir Vesturbyggð 4 32 04.2003– 4 4 0 3
Hættumatsnefnd fyrir Snæfellsbæ 1 8 04.2003– 4 4 0 3
Hættumatsnefnd fyrir Ólafsfjörð 0 0 11.2003– 4 3 1 3
Samráðsnefnd um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs 1 10 09.2003–09.2010 7 3 4 7
Starfshópur um fjármálafyrirtæki og umhverfismál 1 14 07.2003– 7 4 3 4
Samráðsnefnd um heildarstefnumótum um málefni hafsins 13 156 05.2003– 6 6 0 6
Nefnd um endurskoðun á reglugerð um kjöt og kjötvörur 7 84 08.2003– 6 4 2 4
Nefnd um aðgerðir til að styrkja rjúpnastofninn 3 42 09.2003–09.2005 7 7 0 5
Nefnd um veðurþjónustu 15 138 10.2003–02.2004 5 3 2 4
Starfshópur um neysluvatn 6 36 09.2003–03.2004 3 2 1 3
Nefnd um aðgerðir gegn mink 4 76 11.2003– 8 8 0 4
Nefnd um endurskoðun reglugerðar um slátrun búfjár og reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutning 2 12 10.2003– 3 1 2 3
Nefnd um refaveiðar 1 14 12.2003– 8 6 2 4
Ótímabundnar nefndir
Aukefnanefnd 6 60 07.1998–03.2002 5 1 4 4
Íslenska matvælarannsóknanefndin
13 159 05.1999–10.2003 og 10.2003–10.2007 5 4 6 7
Umhverfismerkisráð 12 15 05.1998–04.2003 8 4 4 7
Fráveitunefnd
37 384 06.1999–06.2003 og 06.2003–06.2006 3 3 1 4
Ofanflóðanefnd 28 300 02.2000–02.2004 3 3 0 3
Spilliefnanefnd 88 1547 09.2000–12.2002 7 6 1 3
Samstarfsnefnd um líffræðilegan fjölbreytileika 3 50 02.1998– 5 4 1 5
Samvinnunefnd um málefni norðurslóða 1 55 10.1997–11.2001 11 8 3 11
Starfshópur um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun 0 0 09.1998– 5 5 0 5
Umhverfisfræðsluráð 19 273 06.2001–06.2004 10 4 7 10
Samvinnunefnd miðhálendisins
16 4.585 11.1999–12.2002 og 12.2002–12.2006 12 14 4 7
Verkefnisstjórn verkefnisins Botndýr á Íslandsmiðum 11 399 01.1994– 6 7 0 7
Starfshópur um umhverfisvöktun 3 98 02.1994–01.2003 7 6 2 8
449 339 132 390
Utanríkisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um aðstoð við enduruppbyggingu í Bosníu- Hersegóvínu 12 24 1996–óákv. 3 4 0 3
Ritnefnd um útgáfu skjala er varða samskipti Íslands og Rússlands 5 7,5 02.2002–óákv. 5 5 0 5
Starfshópur um opnun siglingaleiðanna á norðurslóðum 3 6 09.2003–08.2004 9 9 0 6
Starfshópur til að vinna greinargerð til landgrunnsnefndar SÞ um mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna 7 28 04.2002–(líkl. 2006) 8 7 2 9
Sveitarfélögin og EES 10 20 03.2003–01.2004 8 6 2 5
Landbúnaðarhópur og EES 29 50 06.2002–02.2004 9 8 1 4
Ótímabundnar nefndir
Forvalsnefnd 42 42 ótímab. 3 3 1 3
Íslandsnefnd Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna 11 11 03.2001–ótímab. 6 6 0 4
Kostnaðarlækkunarnefnd 0 0 ótímab. (frá 1994) 2 3 1 2
Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd varnarsvæða 36 144 ótímab. 6 6 1 5
Tengslanefnd 6 6 ótímab. (1996) 3 3 0 2
Varnarmálanefnd 5 7,5 ótímab. 7 7 0 1
Samráðsnefnd um utanríkisviðskipti 0 0 19.02.2002–óákv. 27 24 3 6
96 91 11 55
Heildarfjöldi 3.418 2.519 1.014 1.799
3.533
* Upplýsingar um virkan starfstíma ekki fyrirliggjandi eða ekki skráðar.
** Upplýsingar um aðalstarf nefndarmanna ekki fyrirliggjandi.
Tafla 2. Nefndarþóknun og heildarkostnaður.

Nefndarmenn

Gr. skv. úrskurði
þóknananefndar
Ekki gr. skv. úrsk.
þóknananefndar

Árlegur kostnaður, nefndarþóknun

Verkefnanefndir 2001 2002 2003

Heildarþóknun

Forsætisráðuneyti
tímabundnar
Handverk og hönnun 2003–2006 4 1.737.926 1.737.926
Handverksnefnd 3 1.278.193 1.323.648 2.601.841
Nefnd um efnahagsleg völd kvenna **
Nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands 4 444.843 444.843
Nefnd um endurskoðun tryggingalaga 4 388.416 131.769 520.185
Nefnd um heildstæða stefnumótun í málefnum barna og unglinga **
Nefnd um opinbera stefnumótun og jafnrétti 8 248.772 77.158 325.930
Nefnd um rafræna stjórnsýslu 3 1.004.374 1.004.374
Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra **
Nefnd um stefnumótun í skjalastjórn Stjórnarráðsins 0
Nefnd um sveigjanleg starfslok 7 296.843 296.843
Nefnd um virkjanamannvirki og aðstöðu sveitarfélaga 0
Ritstjórn sögu Stjórnarráðs Íslands 3 797.893 797.893
Samráðshópur ríkisins og Landssambands eldri borgara 7 1 1.192.500 350.673 1.543.173
Samráðsnefnd ráðuneyta í málefnum upplýsingasamfélagsins 0
Samráðsnefnd um Laxness-setur og Gljúfrastein 0
Samstarfshópur um tilfærslu verkefna ÞHS til annarra stofnana 0
Starfshópur um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga **
Stefnumótunarnefnd um upplýsingasamfélagið **
Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið 10 1.165.652 280.901 1.446.553
Óímabundnar nefndir
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu 5 12.229.500 6.919.250 3.185.099 22.333.849
Málaskrárnefnd 7 1.040.492 976.184 120.538 2.137.214
Orðunefnd 0
Samráðsnefnd um málefni aldraðra 0
Þingvallanefnd 2 815.347 710.075 360.705 1.886.127
Samtals 33 35 16.196.791 14.470.117 6.409.843 37.076.751
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Starfshópur um Umferðaröryggisáætlun til 2012 128.536 128.536
Nefnd til að sporna við vændi og kynferðislegri misnotkun 7 418.919 418.919
Nefnd til þess að endurskoða tiltekin ákvæði laga nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu 4 1 26.154 26.154
Nefnd um gerð reiknilíkans fyrir rekstur sýslumannsembætta 0
Nefnd um könnun á veitingu reynslulausna 0
Nefnd um öryggismál íslensks samfélags 5 65.614 65.614
Starfshópur til að fara yfir núgildandi umferðarlöggjöf 5 153.395 153.395
Starfshópur til að setja reglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng 7 487.483 487.483
Starfshópur til semja leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðra sem leita til lögreglu til þess að kæra afbrot 3 52.766 52.766
Starfshópur um úttekt á varnarviðbúnaði vegna eiturefna-, sýkla- og geislavopna. 0
Starfshópur, sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum 7 465.098 465.098
Vinnuhópur um stefnumörkun vegna víðnets dómsmálaráðuneytisins 105.548 105.548
Vinnuhópur um frumvarp til laga um fullnustu refsidóma 0
Nefnd til að semja frumvarp að lögum um landeignaskrá 5 0
Starfshópur um viðbúnað vegna slysa 6 291.375 291.375
Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 556, 1993 um lögmæltar ökutækjatryggingar 4 260.300 260.300
Starfshópur um meðferð nauðgunarmála 3 1 220.000 220.000
Starfshópur um reglugerð um starfsstig innan lögreglunnar 5 82.612 82.612
Vinnuhópur til að undirbúa framleiðslu nýrra ökuskírteina 4 1 252.114 252.114
Nefnd um um rekstur Skálholtsskóla 3 48.568 48.568
Starfshópur um fyrirkomulag á skoðun stórra ökutækja utan höfuðborgarsvæðisins 3 1 75.926 75.926
Starfshópur um öryggisráðgjafa við flutning á hættulegum farmi á vegum 3 40.846 40.846
Nefnd sem geri úttekt á langferðabifreiðum í notkun 6 68.516 68.516
Starfshópur til að fara yfir núgildandi umferðarlöggjöf 5 153.395 153.395
Nefnd um reglugerðasafn á netinu 3 671.282 671.282
Vinnuhópur sem endurskoða á reglugerð um sölu og meðferð skotelda nr. 536/1988 0
Óímabundnar nefndir
Starfshóp til þess að fara yfir núgildandi reglur um meðferð ávana- og fíkniefna 5 0
Starfshópur um rekstur Landhelgisgæslu 3 1 0
Verkefnisstjórn til að fjalla um nýskipan lögreglumála 0
Nefnd um skipan reglna um hljóðritun lögregluyfirheyrslna 0
Nefnd um framtíðarskipan akstursíþrótta og aksturskeppna á Íslandi 0
Nefnd vegna könnunar á forsjár- og umgengnismálum 0
Nefnd til að semja lagafrumvarp um réttindi og skyldur björgunarsveita og björgunarmanna 7 133.453 133.453
Nefnd til rannsóknar á refsingum við afbrotum 581.802 581.802
Nefnd um rafræn eyðublöð 4 118.567 118.567
Nefnd um verkskil milli lögreglu og einkarekinna öryggisfyrirtækja 0
Nefnd um innleiðingu tilskipunar 2002/47/EB um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir 0
Samtals
107
5 1.703.043 1.396.964 1.802.262 4.902.269
Félagsmálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga 8 0 727.013 727.013
Starfshópur til að semja reglugerð um lán til leiguíbúða 4 0 197.943 197.943
Starfshópur um þjónustugjöld sveitarfélaga 3 0 196.721 196.721
Nefnd til að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 6 0 1.195.602 1.195.602
Samninganefnd um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 4 0 43.987 43.987
Vinnuhópur vegna starfsmenntunarátaks í Vestmannaeyjum 0 0 0
Nefnd til að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög 5 0 429.159 429.159
Verkefnisstjórn árs fatlaðra 2003 0 0 0
Starfshópur um upplýsingaveitu sveitarfélaga 0 0 0
Starfshópur um verslun með konur 0 0 0
Nefnd til að semja leiðbeinandi reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga 4 0 245.413 245.413
Starfshópur um lögsögu sveitarfélaga til hafsins 0 0 0
Samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum 0 0 0
Nefnd til að meta framkvæmd laga og reglugerða um viðbótarlán 0 0 0
Nefnd til að yfirfara stöðu leigumarkaðar 0 0 0
Nefnd um aðstæður erlends vinnuafls 7 0 186.262 186.262
Starfshópur um aðgengi fyrir alla 0 0 0
Starfshópur um þjónustu við innflytjendur á Íslandi 0 0 0
Verkefnisstjórn vegna átaks í sameiningu sveitarfélaga 0 0 0
Nefnd um breytta sveitarfélagaskipan 0 0 0
Nefnd um gatnagerðargjöld 0 0 0
Verkefnisstjórn um langtímaatvinnuleysi 0 0 0
Starfshópur til að yfirfara skýrslu Auðlindanefndar 0 0 0
Tekjustofnanefnd 0 0 0
Nefnd til að yfirfara verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 0 0 0
Nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum 8 0 706.478 747.784 64.185 1.518.447
Nefnd til að yfirfara undanþágur frá fasteignaskatti 4 0 120.965 120.965
Starfshópur um kostnaðarmat vegna sveitarfélaga 3 0 168.618 168.618
Nefnd um langveik börn 0 0 0
Nefnd til að kanna stöðu Hringsjár 6 0 111.190 111.190
Starfshópur um atvinnumál fatlaðra 0 0 0
Nefnd um jafnréttisumsagnir vegna stjórnarfrumvarpa 0 0 0
Óímabundnar nefndir
Samstarfsráð um meðferð barna og unglina með vímuefnavanda, hegðunar- og geðraskanir 0 0 0
Samtals 62 0 706.478 2.314.222 2.120.622 5.141.321
Fjármálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um framkvæmd árangursstjórnunar 0 0 0
Nefnd um verðbólgureikningsskil 6 0 278.135 278.135
Nefnd um meðferð áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna starfsmanna samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavíkurborgar 0 0 0
Stýrihópur um rafræn viðskipti 6 0 493.492 493.492
Stýrihópur um fræðslu forstöðumanna til að bæta stjórnunarþekkingu og leiðtogahæfileika 0 0 0
Vinnuhópur um greiðslu vaxta vegna krafna á hendur ríkissjóði 3 0 66.432 66.432
Starfshópur um endurskipulagningu skattumdæma 0 0 0
Nefnd um endurskoðun laga um erfðafjárskatt 5 0 0
Nefnd um endurskoðun laga um fjáröflun til vegagerðar 6 0 189.805 189.805
Nefnd um endurskoðun laga um stimpilgjald 5 0 91.344 91.344
Nefnd um endurskoðun laga um bókhald og ársreikninga 5 0 309.133 367.491 676.624
Nefnd um viðskiptamannareikning skattgreiðenda 4 0 318.408 318.408
Vinnuhópur um samræmingu eignarskatta 3 0 102.637 102.637
Nefnd til að gera úttekt á núverandi reglum og framkvæmd við áætlanir í skattkerfinu 5 0 309.133 309.133
Starfshópur um skattalegt umhverfi raforkufyrirtækja 0 0 0
Nefnd um skipulag dreifilykla 8 0 275.217 275.217
Verkefnisstjórn um rafrænt markaðstorg 5 0 325.017 325.017
Nefnd um verðlagningu opinberra upplýsinga 8 0 320.925 320.925
Nefnd um endurgerð fasteignaskráar ríkisins 0 0 0
Nefnd um fjölþrepaskatt og viðmiðunarneyslu 4 0 2.013.648 2.013.648
Nefnd um húsnæðismál Tollstjórans í Reykjavík 0 0 0
Nefnd um endurskipulagningu verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs 5 0 526.066 526.066
Nefnd um athugun á skattlagningu fjármálaviðskipta milli landa 0 0 0
Nefnd um endurskoðun tollalaga 0 0 0
Nefnd um tímasetningar og álagningar vegna skattframtala 0 0 0
Nefnd um þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði og viðhaldi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva 0 0 0
Nefnd um verðbréfaskráningu erlendis 6 0 198.554 198.554
Nefnd til að endurskoða samninga við skoðunarstofur og framkvæmd innheimtu hjá þeim 0 0 0
Nefnd um aðlögun tilskipunar ESB nr. 70/156 að samræmdu tollskránni 0 0 0
Nefnd um reglur og skilmála um samskipti ÁTVR við birgja 0 0 0
Nefnd sem geri tillögu um viðurkenningu til ríkisstofnunar sem skarað hefur fram úr í þjónustu rekstri eða umbótum 0 0 0
Nefnd um innkaup sveitarfélaga 0 0 0
Starfshópur um umfang skattsvika 0 0 0
Nefnd um endurútgáfu laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt 3 0 66.702 66.702
Nefnd um endurskoðun laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna 0 0 0
Nefnd um endurskoðun reglna um skattmat 0 0 0
Nefnd um endurskoðun reiknaðs endurgjalds 0 0 0
Nefnd um fyrirkomulag þjálfunar, fræðslu og símenntunar fyrir starfsmenn skattkerfisins 0 0 0
Nefnd um skatteftirlit á landsbyggðinni 0 0 0
Nefnd um skoðun og eftirlit með stórfyrirtækjum 0 0 0
Nefnd um ársreikninga og samstæðureikninga félaga að tiltekinni gerð. 0 0 0
Nefnd um upptöku CFC löggjafar – CFC nefnd 0 0 0
Vinnunefnd um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IAS 0 0 0
Samráðshópur um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IAS 0 0 0
Óímabundnar nefndir
Afskriftanefnd 5 0 727.190 1.099.683 1.826.873
Bílanefnd 4 0 965.157 994.113 1.019.409 2.978.680
Endurskoðendaráð 3 0 427.061 636.000 1.063.061
Ferðakostnaðarnefnd 3 0 216.520 223.016 229.707 669.242
Framkvæmdanefnd um árangursstjórnunarsamninga 0 0 0
Gjaldtökunefnd 0 3 825.651 850.422 875.937 2.552.009
Nefnd til að meta lausn um stundarsakir 0 2 714.300 731.300 1.445.600
Reikningsskilaráð 4 0 854.122 879.746 1.733.868
Ríkisfjármálanefnd 0 3 569.414 586.498 604.094 1.760.006
Ríkisreikningsnefnd 0 0 0
Samninganefnd ríkisins 15 0 6.268.668 3.936.814 3.476.077 13.681.559
Samráðsnefnd FJR og Alþingis um fjárlagagerð 0 0 0
Samráðsnefnd FJR, Seðlabanka Íslands og Lánasýslu ríkisins um lánsfjármál ríkisins 0 0 0
Samráðsnefnd um gerð tvísköttunarsamninga og fjárfestingasamninga 0 0 0
Samráðsnefnd um Landskrá fasteigna 5 0 80.643 80.643 80.643 241.929
Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir 2 0 355.884 439.873 453.071 1.248.828
Tvísköttunarnefnd – SUT 1 0 711.768 733.122 755.118 2.200.008
Þóknananefnd 1 0 237.256 244.374 251.706 733.336
Samtals 130 8 13.355.623 12.663.078 12.368.437 38.387.138
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd skv. reglugerð nr. 735/2000 um undanþágur frá lyfjahugtakinu og hver vítamín og steinefni teljist ekki lyf (náttúruvörur og fæðubótaefni) 0
Samstarfshópur um bifreiðamál hreyfihamlaðra 122.330 122.330
Nefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 83/1991 um greiðslur fyrir sjúkratryggða vegna lýtalækninga 346.473 346.473
Vinnuhópur vegna samninga Íslands við erlend ríki á sviði félagslegs öryggis 0
Nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa kynningu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 0
Heilsuefling – forvarnaverkefni 0
Nefnd til að endurskoða lög um almannatryggingar, nr. 117/1993, og lög um félagslega aðstoð, nr. 118/1993 0
Nefnd til að kynna sér stöðu mála er varðar ofbeldi gagnvart starfsfólki innan meðferðar- og heilbrigðisstofnana 160.478 160.478
Nefnd til að fjalla um hvort og með hvaða hætti veita skuli sérfræðileyfi til handa sjúkraþjálfurum 0
Vinnuhópur sem hefur það verkefni að samræma lykla og skráningu launa á þeim stofnunum sem nota H-launakerfi 0
Nefnd til að skoða samrekstur dvalarheimilisins Höfða og Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness 201.951 201.951
Nefnd til að skilgreina þau viðbótarréttindi sem skipulegt framhaldsnám fyrir sjúkraliða gæti veitt 182.056 182.056
Nefnd um framtíðarþróun í íslenska heilbrigðiskerfinu 646.006 646.006
Nefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 311/1986, um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa 0
Afgreiðslunefnd, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 170/1987, um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra, með síðari breytingum 0
Viðræðunefnd um daggjöld á stofnunum fyrir aldraða, sem og um aðra þætti sem lúta að rekstri, stjórnun og uppbyggingu stofnana fyrir aldraða 0
Stýrihópur til að móta stefnu í málefnum aldraðra til næstu fimmtán ára 564.354 188.418 752.772
Nefnd vegna samvinnuverkefnis ráðuneytisins, landlæknisembættisins og öldrunarstofnana til að laða fólk til starfa í öldrunarþjónustu 191.613 324.971 165.356 681.940
Vinnuhópur til að fara yfir fjárhagsáætlanir Landspítala – háskólasjúkrahúss 0
Verkefnastjórn um fækkun slysa á börnum og unglingum ( átaksverkefnið Árvekni ) 0
Fagráð við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands skv. lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, 37. gr. a og b 2.095.509 187.684 2.283.193
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skv. 4. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra 1.800.012 1.866.960 1.060.382 4.727.354
Nefnd til að endurskoða lög og reglur um sálfræðinga 0
Nefnd vegna samninga Íslands við erlend ríki á sviði heilbrigðis- og tryggingamála 0
Nefnd sem skipuleggur störf sálfræðings og samskipti við heilsugæslu, sérfræðiþjónustu sveitarfélaga skóla og félagsmálaþjónustu sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnisins á Suðurlandi 0
Nefnd um endurskoðun greiðslukerfa hjúkrunarheimila 0
Vinnuhópur til að vinna að gerð almennrar kröfulýsingar fyrir sjúkraskrárkerfi 0
Vinnuhópur til að vinna yfirlit yfir upplýsingar sem reglubundið eru skráðar eða talið er æskilegt að skrá um heilbrigðismál hjá opinberum aðilum 0
Nefnd til kanna og gera tillögur um leiðir varðandi aðskilnað kaupanda og veitanda heilbrigðisþjónustu á Íslandi 0
Vinnuhópur til að kanna kosti og galla þess að Blindrafélagið annaðist rekstur Sjónstöðvar Íslands 0
Samstarfsráð um gæðamál heilbrigðiskerfisins 0
Verkefnisstjórn til að annast samskipti við Öldung hf. hvað varðar undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík 0
Vinnuhópur, skilgreinir hvaða lyf teljist með sambærileg klínísk meðferðaráhrif, þrátt fyrir skilgreindan lyfjafræðilegan mun 194.154 194.154
Nefnd fjögurra ráðuneyta; heilbr.- og trmrn., félmrn., menntmrn. og fjmrn er fylgja skal eftir stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna 99.260 99,260
Verkefnisstjórn fyrir heilbrigðisnetið 0
Starfsnefnd til að fara yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss (hátæknisjúkrahúss) á höfuðborgarsvæðinu 0
Verkefnisstjón um heilsufar kvenna 0
Samráðshópur um inntöku vistmanna á hjúkrunarheimilið Sóltún Reykjavík 0
Starfshópur til að gera tillögur um eflingu heilsugæslunnar í landinu 0
Nefnd til þess að kanna þá þjónustu sem nú er veitt psoriasis- og exemsjúklingum og gera tillögur til úrbóta ef þurfa þykir 88.384 88.384
Nefnd sem ætlað er að meta ástæður þess vaxandi skorts á sjúkraliðum til starfa sem heilbrigðisstofnanir standa frammi fyrir nú og gera tillögur um með hvaða hætti bregðast skuli við vandanum 0
Verkefnisstjórn til að undirbúa og annast útboð á rekstri nýrrar heilsugæslustöðvar í Kópavogi 0
Starfshópur um starfsendurhæfingu í samræmi við samþykktir málþings um starfsendurhæfingu 0
Stýrihópur sem hefur það hlutverk að skilgreina og meta þarfir Lyfjastofnunar, Landlæknis og Tryggingastofnunar fyrir upplýsingar úr lyfjagagnagrunni Tryggingastofnunar 570.211 570.211
Nefnd til að fara yfir stærðir rýma á öldrunarstofnunum og gera tillögur um staðla sem nýttir verða við uppbyggingu og breytingar á öldrunarstofnunum 0
Nefnd um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Garðabæ og hugsanlega nýtingu Vífilsstaðaspítala 0
Nefnd um uppbyggingu öldrunarþjónustu á Akureyri 0
Starfshópur sem staðfesta á mörkin milli þess hvað Tryggingastofnun ríkisins og stofnanir ber að greiða af hjálpartækjum hverju sinni 0
Nefnd til að annast skipulagningu húsnæðis fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu 0
Nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag FSA 0
Nefnd er geri úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi og beri hana saman við stöðu mála annars staðar á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum 0
Framkvæmdanefnd til að hrinda í framkvæmd og annast nauðsynlegar breytingar á húsnæði Vífilsstaða 0
Stýrihópur til að vinna að átaki í lyfjamálum heilbrigðisstofnana 0
Nefnd til að sjá um undirbúning verks samkvæmt 1. gr. rammasamnings um viðbyggingu við dvalarheimilið Hlíð á Akureyri 0
Samráðsnefnd um málefni öldrunarstofnana 0
Nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæði heilsugæslu- og sjúkrahúsþjónustu 0
Starfshópur til að gera tillögur að breytingum á ákvæðum laga um almannatryggingar og gera tillögur sem miða að því að auka möguleika öryrkja til atvinnuþátttöku 0
Starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að samtvinnun heimaþjónustu við aldraða þar sem einn aðili verði ábyrgur fyrir rekstri og skipulagi þjónustunnar 0
Nefnd til að endurskoða áform um byggingu hjúkrunarrýma í Bolungarvík, sbr. áætlanir og teikningar frá árunum 1993 og 1995 0
Starfshópur til þess að móta innkaupastefnu ráðuneytisins og stofnana þess í samræmi við áherslur og markmið innkaupastefnu ríkisins 0
Nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir 0
Nefnd til að afla og miðla þekkingu um meðferð við mænuskaða og hugsanlega lækningu í framtíðinni 0
Nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990 0
Nefnd til þess að gera tillögur til ráðherra um hvernig endurskilgreina megi verksvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna 0
Nefnd um tilflutning á verkefnum á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga 0
Samstarfshópur um byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða í sveitarfélaginu Árborg 0
Samráðshópur til að tryggja heildaryfirsýn og samræmi og koma í veg fyrir tvíverknað í gagnaöflun sem skipaður skal formönnum nefnda er fjalla um stór stefnumarkandi verkefni á sviði heilbrigðismála 0
Vinnuhópur til að fylgja eftir framkvæmd fjárlaga hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi á árinu 2004 0
Nefnd til að gera tillögur um hvernig unnt er að tengja betur saman greiðslur fyrir rými sem ætluð eru öldruðum sjúkum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (Landakoti) og nýtingu þeirra sömu rýma 0
Óímabundnar nefndir
Siglinganefnd skv. 35. gr. almannatryggingalaga, nr. 117/1993 0
Nefnd skv. 35. gr. laga nr. 117/1993, um alm.tr., með síðari breyt. (Siglinganefnd) 0
Geislavarnaráð skv. 6. gr. laga nr. 44/2002, um geislavarnir ríkisins 255.647 267.557 523.204
Lyfjaverðsnefnd 0
Læknaráð skv. lögum nr. 14/1942 1.686.047 2.061.300 2.652.306 6.399.653
Hjúkrunarráð skv. 2. gr. hjúkrunarlaga, nr. 8/1974 497.915 510.388 551.467 1.559.770
Ljósmæðraráð, skv. 2. gr. ljósmæðralaga, nr. 67/1984 168.354 246.291 256.714 671.359
Matsnefnd skv. 30. gr laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990 0
Nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði 3.025.384 2.543.506 490.127 6.059.017
Samninganefnd sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðsluþátttöku almannatrygginga í heilbrigðisþjónustu og við fyrirtæki og stofnanir vegna sambærilegrar þjónustu sem þar er veitt 1.542.203 648.112 917.079 3.107.394
Samstarfsnefnd skv. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 19/1997 0
Sérfræðinefnd skv. reglugerð nr. 555/1999 um sérfræðileyfi í félagsráðgjöf 0
Sérfræðinefnd skv. reglugerð um sérfræðileyfi sálfræðinga nr. 158/1990 239.410 148.099 387.509
Sérfræðinefnd skv. reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í sjúkraþjálfun nr. 318/2001 66.125 58.242 124.367
Nefnd skv. 2. gr. læknalaga nr. 53/1988 339.297 356.813 370.088 1,066,198
Sérfræðinefnd, sem starfar skv. 10. gr. reglugerðar nr. 305/1997 um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa með áorðnum breytingum skv. reglugerð nr. 340/1999 331.589 446.041 777.630
Sérfræðinefnd tannlækna sem starfar skv. 5. gr. laga um tannlækningar nr. 38/1985 179.124 179.124
Siðanefnd innan heilsugæslunnar skv. 2. gr. reglugerðar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 552/1999 0
Slysavarnarráð fyrra og Slysavarnaráð, skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003 og skv. rg. nr. 434/2003 um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar 392.918 410.556 368.941 1.172.415
Sóttvarnaráð, skv. 6. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 983.360 956.339 1.135.328 3.075.027
Stöðunefnd, skv. 31. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 með síðari breytingu 1.356.299 1.704.033 1.608.309 4,668,641
Tannverndarráð 815.414 1.020.468 1.057.057 2.892.939
Tóbaksvarnarráð fyrra og Tóbaksvarnaráð, skv. lögum um Lýðheilsustöð, nr. 18/2003, og skv. rg. nr. 434/2003 um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar 381.960 981.084 1.107.486 2.470.530
Áfengis- og vímuvarnarráð 2.131.953 2.058.303 2.276.490 6.466.746
Manneldisráð 962.742 736.716 1.255.914 2.955.372
Lyfjanefnd ríkisins 1.481.929 1.558.356 1.614.217 4.654.502
Stjórn Þjónustu- og endurhæfingarstöðvar sjónskertra skv. 3. gr. laga nr. 18/1984. Sjónstöð Íslands 492.734 512.448 530.816 1.535.998
Vísindasiðanefnd skv. 1 gr. reglugerðar nr. 552/1999 7.835.046 6.919.646 6.372.881 21.127.573
Þverfagleg siðanefnd sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði 0
Nefnd sem fylgist með vistunarmati aldraðra á landsvísu 0
Nefnd sem annast undirbúning á innri mælingum á þörfum hjúkrunarheimila aldraðra 0
NOSOSKO. Norræna hagsýslunefndin 0
Nefnd vegna líffæraflutninga, bæði vegna líffæragjafar og ígræðslu. Líffæraígræðslunefnd 363.113 381.552 395.194 1.139.859
NOMESCO. Norræna heilbrigðistölfræðinefndin 436.672 460.272 476.749 1.373.693
Gigtarráð 1.376.968 1.282.231 1.486.457 4.145.656
Samtals
0 0 32.241.543 30.082.969 27.266.226 89.590.738
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Ný lög um vátryggingasamninga 3 0 1.396.451 1,396,451
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma – verkefnisstjórn 11 3 1.412.854 1.187.092 1.528.220 4.128.166
Bankalaganefnd – Endurskoðun á löggjöf um fjármálastofnanir 6 2 977.878 977.878
Rammaáætlun – faghópur um náttúru- og minjavernd 14 0 1.412.854 1.969.472 3.809.943 7.192.269
Rammaáætlun – faghópur um útivist og hlunnindi 13 0 1.107.748 1.588.076 1.791.673 4.487.497
Rammaáætlun – faghópur um þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun 14 0 1.091.856 1.370.042 1.101.270 3.563.168
Rammaáætlun – faghópur um orkulindir 5 1 231.745 248.117 479.862
Nefnd um endurskoðun ársreikninga vátryggingafélaga 3 0 246.818 246.818
Nefnd um þriggja fasa rafmagn 0 0 0
Rafræn viðskipti 5 5 295.693 295.693
Endurgreiðslur til Orkusjóðs vegna orkuframkvæmda 0 0 0
Endurskoðun á sameignarsamningi eignaraðila að Landsvirkjun 0 0 0
Nefnd um lögbannsaðgerðir 3 0 102.637 102.637
Starfshópur um löggjöf um uppfinningar starfsmanna 0 0 0
Nefnd um lækkun húshitunarkostnaðar 3 0 80.643 80.643
Bankalaganefnd – vinnuhópur um athugun á ákvæðum laga um vátryggingarstarfsemi 0 0 61.687 61.687
Stjórn Átaks til atvinnusköpunar 2001–2003 0 1.629.000 1.531.000 704.000 3.864.000
Byggðaáætlun 2002–2005: Alþjóðasamvinna 5 0 225.393 225.393
Byggðaáætlun 2002–2005: Atvinnumál – Verkefnanefndir 6 0 389.100 389.100
Byggðaáætlun 2002–2005: Verkefnisstjórn 6 0 448.426 448.426
Byggðaáætlun 2002–2005: Fjarskipti og upplýsingatækni 6 0 225.393 225.393
Niðurgreiðslur á rafmagni til hitunar íbúðarhúsnæðis – tillögur að frumvarpi til laga 0 0 0
Kauphallarnefnd 5 0 261.774 261.774
Verðbréfasjóðanefnd – Endurskoðun laga um verðbréfasjóði 6 0 588.992 588.992
Viðræðunefnd varðandi stækkun Norðuráls 2 0 430.417 430.417
Nefnd til að yfirfara skipulag Orkustofnunar aukið stjórnsýsluhlutverk 0 0 0
Endurskoðun reglugerðar um tímabundnar endurgreiðslur kvikmyndagerðar á Íslandi 0 0 0
Endurskoðun laga um verðbréfaviðskipti 0 0 512.222 512.222
Viðræðunefnd um sameiningu RARIK og Norðurorku 0 0 0
Nefnd um aðild Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi EPC – EPO 5 1 146.624 146.624
Óarðbærar einingar í flutnings- og dreifikerfi raforku 0 0 0
Starfshópur til að ljúka innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins nr. 78/98 4 0 98.971 98.971
Tjónsuppgjöranefnd vegna jarðskjálftanna sumarið 2000 6 1 463.139 463.139
Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey 5 0 138.438 138.438
Stóriðjunefnd 2 0 440.486 440.486
Gjaldþol líf- og skaðatryggingafélaga – br. á lögum 60/1994 í samræmi við tilsk. 2002/12/EB og 2002/13/EB 3 1 171.062 171.062
Slit vátryggingafélaga – í samræmi við tilskipun 200117/EB 2 1 144.731 144.731
Uppfinningar starfsmanna 5 1 636.816 636.816
Nefnd til að meta ávinning af rekstri hönnunarmiðstöðvar 6 1 125.853 125.853
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – Verkefnisstjórn 5 1 385.110 385.110
Nefnd um samningsskilmála fjármálafyrirtækja 0 0 0
Orkumál samgangna 0 0 0
Átak í jarðhitaleit á köldum svæðum, 2002–03 0 0 0
Vátryggingamiðlun: Nefnd til að endurskoða lög nr. 60/1994 – í samr. við væntanlega tilsk. ES 0 0 0
Endurskoðun laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins 0 0 90.614 90.614
Endurskoðun laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu 0 0 0
Endurskoðun vatnalaga nr. 15/1923 0 0 0
Bankalaganefnd: Vinnuhópur um eigið fé og ársreikninga fjármálafyrirtækja 4 1 135.921 135.921
Mannaflaþörf vegna stóriðjuframkvæmda: Nefnd til að endurskoða eldri mat 3 1 169.902 169.902
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – byggðatengsl og sveitarfélög 0 0 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – erlend ráðgjöf um byggðamál 0 0 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – ferðaþjónusta og menningarmál 0 0 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – heilbrigðisþjónusta 0 0 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – samgöngur 0 0 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – samkeppnishæfni, atvinnumál og nýsköpun 0 0 0
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð – starfshópur – skóla- og fræðslumál 0 0 0
Byggðaáætlun 2002–2005 – rafrænt samfélag – valnefnd 0 0 0
Nefnd til að fara yfir lög og reglur sem móta starfsskilyrði skipasmíðaiðnaðarins 0 0 0
Samráðsnefnd um framkvæmd raforkulaganna – skv. bráðabirgðaákvæði VI 0 0 0
Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila samkvæmt raforkulögum 0 0 0
Endurskoðun á samkeppnislögum, nr. 8/1993 – um viðurlög og samskipti samkeppnisyfirvalda annars vegar og lögreglu og ákæruvalds hins vegar 0 0 0
Nefnd um afnám flutningsjöfnunar á sementi 0 0 0
Endurskoðun vatnalaga, nr. 15/1923 – 2003 0 0 0
Starfshópur til að kanna rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar 0 0 0
Byggðaáætlun 2002–2005: verkefnisstjórn um framkvæmd og framvindu byggðaáætlunar 0 0 0
Byggðaáætlun fyrir Vestfirði 0 0 0
Stefnumörkun um rannsóknir og vöktun á vatnafari landsins 0 0 0
Nefnd um fyrirkomulag flutnings raforku: Samkvæmt bráðabirgðaákvæði VII við raforkulög, nr. 65/2003 0 0 0
Óímabundnar nefndir
Aðgerðir gegn peningaþvætti 0 0 0
Tryggingardeild útflutningslána 0 0 0
Islandica 2001 6 0 972.750 972.750
Starfsleyfisnefnd alþjóðlegra viðskiptafélaga 5 0 56.206 49.083 105.289
Samráðsnefnd um landgrunns- og olíuleitarmál 0 0 0
Samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Íslands og Seðlabanka Íslands 0 0 0
Verkstjóranámskeið 2001–2003 0 0 0
Samráðsnefnd um EES-mál á sviði fjármálaþjónustu 0 0 0
Vinnuhópur um málefni EBRD 0 0 0
Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila 0 0 0
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta – 2002–2003 0 0 0
Samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, kauphalla og Seðlabanka Íslands skv. 15. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa. 0 0 0
Tækninefnd – undirnefnd Vísinda- og tækniráðs 0 0 364.974 364.974
Samtals
177 20 9.884.500 13.215.017 11.449.649 34.549.166
Landbúnaðarráðuneyti
Tímabundnar nefndir
ÁFORM–Átaksverkefni 0
Endurskoðun laga um búfjárhald, forðagæslu o.fl. 5 631.707
Faghópur sérfræðinga um rannsókn á íslenska kúastofninum 8 1 131.962 131.962
Faghópur vegna samanburðarrannsóknar á norskum og íslenskum kúm og kynblendingum 10 1 90.418 90.418
Fegurri sveitir 5 0 403.217 566.339 969.556
Kjötmjölsnefnd 5 0 97.139
Kynbætur fyrir bleikjueldi. Verkefnisstjórn kostuð af Hólaskóla 3 0 0
Nefnd er geri tillögur að reglugerð á grundvelli girðingarlaga 3 0 102.637 102.637
Nefnd til að endurskoða lög um innflutning dýra, nr. 54/1990 4 0 0
Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 583/1996 um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar 4 0 165.347
Nefnd til að endurskoða reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa 4 0 0
Nefnd til að endurskoða reglugerð um búfjársæðingar o.fl. 4 0 25.590 51.180 76.770
Nefnd til að endurskoða sauðfjársamning 0 0 0
Nefnd til að gera tillögur að reglugerð um skyldumerkingar búfjár 4 0 289.634
Nefnd til að gera tillögur að reglugerðum um atriði á grundvelli laga nr. 96/1997, um heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum 3 0 287.139
Nefnd til að meta áhrif eldis á norskættuðum laxastofni í Stakksfirði v/Vogastapa 2 71.021
Nefnd til að semja reglugerð um búfjáreftirlit 3 0 78.200 78.200
Nefnd til að semja reglugerð um innflutning á gæludýrum o.fl. 4 0 246.672
Nefnd til að semja reglugerð um örverurannsóknir á sláturafurðum o.fl. 2 0 50.341 50.341
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 0 0 0
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Hólaskóla 0 0 0
Nefnd til að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Garðyrkjuskólans á Reykjum 0 0 0
Nefnd um endurheimt votlendis. Votlendisnefnd 3 0 147.591 56.634 204.225
Nefnd um endurskoðun girðingalaga 244.136
Nefnd um endurskoðun reglugerðar nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra 4 169.786 169.786
Nefnd um ferðaþjónustu í dreifbýli 4 329.905 329,905
Nefnd um fjárhagslega endurskipulagningu loðdýraræktar 2 175.949 175.949
Nefnd um greiningu á áhættu við innflutning á hundum og köttum 4 0 41.000 330.253 371.253
Nefnd um hestamennsku á landsbyggðinni 6 0 0
Nefnd um innlenda forsjá erfðalinda 4 0 0
Nefnd um mat á æðardún 3 0 0
Nefnd um rekstrarumhverfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 1 0 45.307 45.307
Nefnd um sameiningu sjóða/stofnana landbúnaðarins 3 0 0
Nefnd um sýningarstjórn íslenska hestsins 3 0 0
Nefnd um tölvuvæðingu sveita 4 0 69.912 69.912
Nefnd um uppbyggingu á sláturhúsum og kjötvinnslum á landsbyggðinni 5 0 54.117 162.350 216.467
Nefnd um vanda sauðfjárbænda vegna tekjusamdrátt 4 0 226.535 226.535
Nefnd v/lausagöngu búfjár við þjóðvegina. Vegsvæðanefnd 7 0 175.334
Nefnd vegna rekstrarvanda loðdýraræktarinnar 5 4 0
Plöntusjúkdómaráð 3 0 57.705 57.705
Starfshópur til að endurskoða lög/reglugerð um loðdýrarækt 3 0 0
Starfshópur um eftirlit með búrekstri og tengdri starfsemi 4 0 0
Starfshópur um endurskoðun þriggja reglugerða um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum 2 0 190.612
Starfshópur um fjármál Hólaskóla 1 1 36.656 36.656
Starfshópur um framleiðslu og markaðsmál gróðurhúsaafurða 6 0 381.223 381,223
Starfshópur um mengun af völdum salmonellu og kamphylóbakter í skepnum og búvörum framleiddum á Suðurlandi 2 0 46.608 46.608
Starfshópur um uppbyggingu skráningarkerfis v/merkingar búfjár 4 0 188.780 188.780
Stjórn átaks vegna vistvænna og lífrænna afurða 4 0 0
Verkefnisstjórn átaks um sumarexem í hrossum 5 0 0
Starfshópur um jarðahluta Landskrár fasteigna 0 0 0
Verkefnisstjórn um nýtingu upplýsingasamfélagsins í sveitum landsins 7 0 377.559 377.559
Óímabundnar nefndir
Erfðanefnd búfjár/landbúnaðarins 5 283.474 283.474
Fisksjúkdómanefnd 0 0 0
Fóðurnefnd 3 0 0
Framkvæmdanefnd búvörusamninga 0 7 4.402.400 4.490.441 4.932.634 13.825.475
Jarðanefnd Austur-Barðastrandarsýslu 3 0 35.293 32.856 68.149
Jarðanefnd Austur-Húnavatnssýslu 3 0 49.876 132.438 182.314
Jarðanefnd Austur-Skaftafellssýslu 3 0 65.627 65.627
Jarðanefnd Árnessýslu 3 0 210.736 299.036 509.772
Jarðanefnd Borgarfjarðarsýslu 3 0 98.555 162.528 261.083
Jarðanefnd Dalasýslu 3 0 81.750 50.864 132.614
Jarðanefnd Eyjafjarðarsýslu 3 0 279.969 279.969
Jarðanefnd Gullbringusýslu 3 0 23.402 23.402
Jarðanefnd Kjósasýslu 3 0 0
Jarðanefnd Mýrasýslu 3 0 62.126 72.252 134.378
Jarðanefnd Norður-Ísafjarðarsýslu 3 0 16.657 16.657
Jarðanefnd Norður-Múlasýslu 3 0 132.075 90.222 222.297
Jarðanefnd Norður-Þingeyjarsýslu 3 0 49.716 39.170 88.886
Jarðanefnd Rangárvallasýslu 3 0 146.993 186.460 333.453
Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu 3 0 118.953 182.552 301.505
Jarðanefnd Snæfells- og Hnappadalssýslu 3 0 13.161 58.433 71.594
Jarðanefnd Strandasýslu 3 0 0
Jarðanefnd Suður-Múlasýslu 3 0 50.223 49.102 99.325
Jarðanefnd Suður-Þingeyjarsýslu 3 0 52.613 52.613
Jarðanefnd Vestur-Barðastrandarsýslu 3 0 0
Jarðanefnd Vestur-Húnavatnssýslu 3 0 44.272 44.272
Jarðanefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu 3 0 76.252 32.446 108.698
Jarðanefnd Vestur-Skaftafellssýslu 3 0 49.642 146.231 195.873
Kartöfluútsæðisnefnd – aftur 28/1/2002 3 0 0
Markanefnd um afréttamál, fjallskil o.fl. 3 0 0
Sáðvöru- og áburðarnefnd 3 94.640 94.640
Tilraunaráð Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins 0 0
Veiðimálanefnd: kostnaður greiddur af Fiskræktarsjóði 0 0
Verðlagsnefnd búvara 5.397.171 5.994.493 6.089.444 17.481.108
Samtals
262
14 13.108.363 14.042.439 12.124.130 41.673.673
Menntamálaráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Bologna-yfirlýsingar 0
Byggingarnefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ 0
DAKAR-yfirlýsingin/skipun starfshóps um menntun fyrir alla 0
Dómnefnd vegna umsókna um rannsóknarstyrki ríkisstjórnarinnar í tilefni fimmtíu ára afmælis Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO 0
Innlend dómnefnd evrópska samstarfsverkefnisins European Label 4 32.990 32.990
Innlend dómnefnd evrópska samstarfsverkefnisins European Label 5 69.990 69.990
Jafnréttisnefnd 0
Kvikmyndaráð 0
Landsnefnd Evrópuárs fræðslu og íþrótta 0
Landsnefnd um átak Evrópuráðsins um sameiginlega menningararfleifð Evrópu (Europe, a common heritage) 0
Landsnefnd um Evrópskt ár tungumála 2001 0
Landsnefnd ungmennaáætlunar Evrópusambandsins, Youth 0
Landsnefnd ungmennaáætlunar Evrópusambandsins, Youth 0
Menningarsjóður Íslands og Finnlands 0
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna 0
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fullbright) 0
Myndlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 0
Myndlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 0
Námsefnisnefnd 0
Námsefnisnefnd 0
Nefnd sem hefur það verkefni að gera tillögu til ráðherra um lagafrumvarp um Náttúruminjasafn Íslands 0
Nefnd sem skila skal greinargerð til ráðherra um hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum 0
Nefnd til að fara nánar yfir athugasemdir við frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og gera tillögu um afgreiðslu þeirra við endanlegan frágang frumvarpsins 0
Nefnd til að hafa umsjón með munum Hússtjórnarskóla Suðurlands, Laugarvatni 0
Nefnd til að móta tillögur um úrlausn á brýnum geymsluvanda Þjóðskjalasafns 0
Nefnd til að yfirfara fjárstreymi til rannsókna og æðri menntunar á Íslandi 0
Nefnd til þess að gera tillögur um notkun European Language Portfolio 0
Nefnd um fjarskiptarþjónustu vegna fjarkennslu 0
Nefnd um framkvæmd Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember. 0
Nefnd um framkvæmd Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember 0
Nefnd um lög um bókasöfn 0
Nefnd um samrekstur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla 0
Nefnd um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð 0
Nemaleyfisnefnd í snyrtifræði 0
Ný reglugerð um námsstyrki 0
Ráðgjafahópur um nám fatlaðra nemenda í framhaldsskólum 0
Samráðshópur um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleið heimsins 0
Samráðshópur um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleið heimsins 7 78.295 137.460 215.755
Samráðsnefnd ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands 0
Samráðsnefnd ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands 0
Samráðsnefnd Tónlistar fyrir alla 0
Samráðsnefnd um leikskóla 0
Samráðsnefnd um leikskóla 5 134.274 134.274
Samráðsnefnd vegna lestrarerfiðleika nemenda í grunnskólum. 9 83.061 83.061
Samráðsnefnd vegna samnings ráðuneytisins og Háskóla Íslands um Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 0
Samstarfshópur um reiknilíkan fyrir skiptingu fjárframlaga til framhaldsskóla 2 108.864 108.864
Samstarfsnefnd Félags framhaldsskólakennara og ráðuneytisins 0
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Austurlandi 0
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi 0
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi 0
Samstarfsnefnd ráðuneytisins um heimavistir 0
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga 0
Starfshópur sem falið er að fjalla um framkvæmd fjarkennslu á framhaldsskólastigi 0
Starfshópur sem fjalla skal um menntun fullorðinna útlendinga sem búsettir eru á Íslandi 6 237.161 237.161
Starfshópur til að fara yfir lög um starfslaun listamanna 0
Starfshópur til að fjalla um fámenna framhaldsskóla á landsbyggðinni og meta fjárhagsstöðu þeirra í ljósi reynslu af reiknilíkani fyrir fjárveitingar til framhaldsskóla sem tók fyrst gildi í fjárlagagerðinni fyrir 1998 0
Starfshópur til að gera tillögur til menntamálaráðherra um skipulag fjarkennslu á háskólastigi 0
Starfshópur til að hafa umsjón með þróun tölvukerfis sem skrifað hefur verið fyrir ráðuneytið og sett upp í flestum framhaldsskólum 0
Starfshópur til að yfirfara fjármögnun skólastarfs á framhalds- og háskólastigi 0
Starfshópur til þess að fjalla um framtíðarskipan og gerð samnings við Listahátíð í Reykjavík 0
Starfshópur til þess að fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum 0
Starfshópur til þess að fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum 0
Starfshópur til að undirbúa ráðstefnu vorið 2001 um stefnumörkun í menningarmálum á landsbyggðinni 0
Starfshópur um fjármál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs 0
Starfshópur um konur og vísindi 0
Starfshópur um málefni Íþróttamiðstöðvar Íslands og héraðsskólahússins á Laugarvatni 0
Starfshópur um námskrár- og gæðamál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs 0
Starfshópur um starfsmannamál vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs 0
Starfshópur um uppbyggingu og starfsemi Íþrótta- og Ólympíumiðstöðvar Íslands á Laugarvatni 0
Starfshópur vegna starfsnáms á vinnustað 0
Stýrihópur um Íslenska menningarkynningu í Frakklandi árið 2004 0
Stýrihópur um Íslenska menningarkynningu í Frakklandi árið 2004 0
Tónlist fyrir alla 0
Tónlistarnefnd ráðuneytisins 0
Tónlistarnefnd ráðuneytisins 0
Tónmenntasjóður kirkjunnar 0
Verkefnisstjórn fyrir Evrópskt tungumálaár 2001 0
Verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum 4 583.200 583.200
Verkefnisstjórn um sérstakt fimm ára átak í þágu símenntunar 0
Verkefnisstjórn um styttingu námstíma til stúdentsprófs 0
Verkefnisstjórn um tungutækni 3 307.152 307.152
Verkefnisstjórn Upplýsingamiðstöðvar myndlistar 0
Verkefnisstjórn þróunarskóla í upplýsingatækni 0
Vinnuhópur til að fara yfir fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins 0
Vinnuhópur til að fjalla um nám og kennslu á vinnustað 0
Vinnuhópur um breytingar á skipulagi og starfsháttum við útgáfu námsgagna 0
Vinnuhópur um fjármál Sinfóníuhljómsveitar Íslands 0
Vinnuhópur um uppbyggingu Menntagáttar 0
Vinnuhópur vegna útboðs á fjarskiptaneti fyrir framhaldsskóla og símenntunarstöðvar 0
Æskulýðsráð ríkisins/Nefnd um úttekt á stöðu félags- og tómstundarmála ungs fólks 7 468.750 468.750
Öryggisnefnd menntamálaráðuneytisins 0
Óímabundnar nefndir
Byggingarnefnd Þjóðminjasafns 0
Endurskoðun höfundalaga 0
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðleikhússins 0
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðskjalasafns Íslands 0
Nefnd sem fjalla skal um húsnæðismál og uppbyggingu Menntaskólans í Reykjavík 0
Nefnd sem ætlað er að gera tillögur um val á bókasafnskerfi sem hentað geti fyrir öll bókasöfn í landinu, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, almenningsbókasöfn, skólabókasöfn og rannsóknarbókasöfn 8 1.279.995 1.279.995
Nefnd til að ræða við fulltrúa Þyrpingar hf. og gera samning til langs tíma um afnot af rými í nýju rannsóknahúsi við Háskólann á Akureyri 0
Nefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara 0
Nefnd um samstarf ríkis og Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík 0
Nefnd um uppbyggingu Listaháskóla Íslands 0
Nefnd um úthlutun styrkja á vegum ERASMUS- áætlunarinnar 0
Samstarfshópur ráðuneyta til að undirbúa umfjöllun ríkisstjórnar um rannsóknar- og þróunarstarf 0
Starfshópur til að fylgja eftir niðurstöðu nefndar um varðveislu arfs hússtjórnarskólanna 0
Starfshópur til þess að fjalla um nýtingarmöguleika húsa Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði og gera tillögur um ráðstöfun þeirra og framtíðarhlutverk 0
Samtals 60 0 1.595.544 137.460 1.788.188 3.521.192
Samgönguráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Iceland Naturally, kynningarátak í N-Ameríku 4 320.574 378.836 1.105.200 1.804.610
Nefnd um framtíð ferðaþjónustunnar 8 1.366.921 1.366.921
Nefnd um framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði 7 733.878 733.878
Nefnd um menningartengda ferðaþjónustu 6 363.941 363.941
Nefnd til að gera tillögu að frv. vegna lögskráningar sjómanna 4 208.007 208.007
Nefnd um vinnutímareglur sjómanna 11 210.277 401.885 612.162
Reiðveganefnd 5 130.635 130.635
Nefnd um flutningskostnað í landflutningum 3 45.042 45.042
Verkefnisstjórn um langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna 11 444.770 416.124 860.894
Nefnd til að móta reglur um framkvæmd mælinga á smærri fiskibátum 0 1 171.436 171.436
Vinnuhópur um innleiðingu á stafrænu sjónvarpi á Íslandi 7 195.714 195.714
Starfshópur um kostnað vegna gagnaflutninga og eflingu fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu 4 128.434 128.434
Nefnd til að endurskoða kærureglur vegna heilbrigðisvottorða og flugleyfaskírteina flugmanna 4 0
Samtals 74 1 1.719.005 1.325.279 3.577.390 6.621.674
Sjávarútvegsráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Auðlindanefnd 6 1 651.296 1.333.516 815.508 2.800.320
Starfsumhverfisnefnd 3 3 263.355 263.355
Endurskoðunarnefnd 10 0 1.613.342 1.613.342
Framtíðarnefnd 7 1 405.708 405.708
Verkefnastjórn 0
Brottkastsnefnd 4 1 185.059 185.059
Fiskmarkaðsnefnd 23 0 1.091.496 1.091.496
Nefnd um stöðu kvenna 1 2 234.600 241.636 476.236
Umhverfissamtök 160.146 329.904 84.951 575.001
AVS Stýrihópur 10 1 287.139 40.322 327.461
Óímabundnar nefndir
Fjareftirlitsnefnd 0
Starfsfræðslunefnd 5 0 618.601 640.584 659.808 1.918.993
Samráðsnefnd 0
Verkefnastjórn um rekstur skólaskips 0
Samtals
69 9 2.284.165 5.530.581 1.842.225 9.656.971
Umhverfisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um samning við landeigendur innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs á Snæfellsnesi 0 0 0
Bráðamengunarnefnd 8 0 132.503 10.018 142,521
Samvinnunefnd um landmælingamál 10 0 120.824 120.824
Nefnd um umhverfisvísa 4 0 0 100.315 100.315
Nefnd um endurskoðun laga um varnir gegn mengun sjávar 4 0 183.809 21.484 205.293
Starfshópur um hæfnisskilyrði prófhönnuða 4 0 338.265 338.265
Starfshópur um reglugerð um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit 6 0 690.938 690.938
Nefnd um kaup ríkisins á Geysissvæðinu 0 0 0
Nefnd um húsnæði Náttúrugripasafns Íslands 0 0 0
Nefnd um endurskoðun reglugerðar um réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa 4 0 49.562 49.562
Nefnd um kaup ríkisins á Núpsstað 3 0 168.418 168.418
Nefnd um endurnýtingu úrgangs 6 0 103.071 83.693 94.459 281.223
Starfshópur um framhald mála varðandi El-Grillo 3 0 164.415 164.415
Nefnd um rannsóknarsetur að Kvískerjum 5 0 218.240 34.830 253.070
Starfshópur um förgunarstaði fyrir spilliefni 4 0 309.779 309.779
Nefnd um reglugerð um stjórn hreindýraveiða 4 0 40.939 40.939
Starfshópur um öryggi leikvallatækja 6 0 499.464 499.464
Nefnd um endurskoðun laga um eiturefni og hættuleg efni 0 0 0
Hættumatsnefnd Fjarðabyggðar 0 0 0
Nefnd um reglugerð um starfsemi Brunamálaskólans 3 0 101.255 101.255
Stýrihópur um íslenska þolhönnunarstaðla 0 0 0
Starfshópur um útfærslu á ákvæðum 19. gr. skipulags- og byggingarlaga 0 0 0
Nefnd til að endurskoða reglugerð um mjólk og mjólkurvörur 4 0 424.749 424.749
Starfshópur um rammatilskipun um vatn 0 0 0
Íslandsnefnd Alþjóðajarðfræðisambandsins (IUGS) 5 0 108.843 108.843
Hættumatsnefnd Siglufjarðar 0 0 0
Hættumatsnefnd Seyðisfjarðar 0 0 0
Nefnd um þróun landupplýsingakerfa 0 0 0
Hættumatsnefnd Ísafjarðar 0 0 0
Starfshópur um þjóðgarð á utanverðu Snæfellsnesi 5 0 189.127 189.127
Nefnd um endurskoðun ákvæða í skipulags- og byggingarlögum um byggingarmál og brunamál 0 0 0
Nefnd um endurskoðun skipulagsþáttar skipulags- og byggingarlaga 0 0 0
Samstarfsnefnd um sjálfbæra þróun 0 0 0
Starfshópur um rykmengun í höfuðborginni 0 0 0
Nefnd um endurskoðun laga um verndun Mývatns og Laxár 4 0 213.727 213.727
Nefnd um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum 6 0 398.433 398.433
Nefnd um aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á einstaka fuglastofna 5 0 141.246 141.246
Nefnd um húsnæðismál Náttúrufræðistofnunar Íslands 2 0 71.752 71.752
Nefnd um urðun úrgangs 5 0 321.207 321.207
Starfshópur um losunarbókhald og losunarspár vegna gróðurhúsalofttegunda 6 0 177.790 177.790
Starfshópur um málefni Hollustuverndar ríkisins 2 0 91.895 91.895
Nefnd um úrvinnslugjald og úrvinnslu úrgangs 0 0 0
Nefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 4 0 203.253 203.253
Nefnd um umhirðu, aðbúnað og meðferð gæludýra 0 0 0
Starfshópur um gamlar námur 0 0 0
Hættumatsnefnd Bolungarvíkur 0 0 0
Starfshópur um gildistöku laga um Umhverfisstofnun 1 0 51.906 51.906
Framkvæmdanefnd um varnir gegn mengun sjávar frá landi 0 0 0
Samráðshópur um lögleiðingu tilskipunar um umhverfismat áætlana 0 0 0
Nefnd um nýfæði 6 0 57.620 57.620
Undirbúningshópur um Úrvinnslusjóð 0 5 368.095 368.095
Nefnd um svæðisskipulag Reykjavíkur – landnotkun í Vatnsmýri 0 0 0
Hættumatsnefnd fyrir Vesturbyggð 0 0 0
Hættumatsnefnd fyrir Snæfellsbæ 0 0 0
Hættumatsnefnd fyrir Ólafsfjörð 0 0 0
Samráðsnefnd um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs 0 0 0
Starfshópur um fjármálafyrirtæki og umhverfismál 0 0 0
Samráðsnefnd um heildarstefnumótum um málefni hafsins 0 0 0
Nefnd um endurskoðun á reglugerð um kjöt og kjötvörur 0 0 0
Nefnd um aðgerðir til að styrkja rjúpnastofninn 0 0 0
Nefnd um veðurþjónustu 0 0 0
Starfshópur um neysluvatn 0 0 0
Nefnd um aðgerðir gegn mink 0 0 0
Nefnd um endurskoðun reglugerðar um slátrun búfjár og reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutning 0 0 0
Nefnd um refaveiðar 0 0 0
Ótímabundnar nefndir
Aukefnanefnd 0 0 0
Íslenska matvælarannsóknanefndin 6 0 105.283 93.239 85.443 283.965
Umhverfismerkisráð 0 0 0
Fráveitunefnd 4 0 172.456 117.939 290.395
Ofanflóðanefnd 2 0 758.597 709.544 1.468.141
Spilliefnanefnd 0 10 3.845.473 3.786.912 7.632.385
Samstarfsnefnd um líffræðilegan fjölbreytileika 0 0 0
Samvinnunefnd um málefni norðurslóða 5 0 31.138 31.138
Starfshópur um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun 0 0 0
Umhverfisfræðsluráð 18 0 224.056 177.558 401.614
Samvinnunefnd miðhálendisins 21 0 1.804.001 1.464.194 3.268.195
Verkefnisstjórn verkefnisins Botndýr á Íslandsmiðum 0 0 0
Starfshópur um umhverfisvöktun 0 0 0
Samtals
185 15 7.538.146 7.687.759 4.435.852 19.661.757
Utanríkisráðuneyti
Tímabundnar nefndir
Nefnd um aðstoð við enduruppbyggingu í Bosníu – Hersegóvínu 0 0 0
Ritnefnd um útgáfu skjala er varða samskipti Íslands og Rússlands 0 0 0
Starfshópur um opnun siglingaleiðanna á norðurslóðum 8 0 **
Starfshópur til að vinna greinargerð til landgrunnsnefndar SÞ um mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna 0 **
Sveitarfélögin og EES 0 0 0
Landbúnaðarhópur og EES 0 1 923.790 923.790
Ótímabundnar nefndir
Forvalsnefnd 3 0 409.489 439.872 453.072 1.302.433
Íslandsnefnd Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna 0 0 0
Kostnaðarlækkunarnefnd 3 0 507.990 384.888 0 892.878
Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd varnarsvæða 6 0 2.067.195 2.140.704 2.670.733 6.878.632
Tengslanefnd 0 0 0
Varnarmálanefnd 6 0 1.529.138 1.583.544 1.623.064 4.735.746
Samráðsnefnd um utanríkisviðskipti 0 0 0
Samtals
26
1 4.513.812 4.549.008 5.670.659 14.733.479
Fjöldi nefndarmanna er fengu laun samkvæmt úrskurði þóknananefndar 1.185
Fjöldi nefndarmanna er fengu laun sem ekki tóku mið af ákvörðun þóknananefndar 108
Upplýsingar um ákvörðun nefndarlauna hjá heilbrigðis og tryggingamálaráðuneyti er ekki fyrirliggjandi
* Nefndarstarf er ólaunað
** Nefndarþóknun var óuppgerð 2003