Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 87. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 87  —  87. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um uppgreiðslugjald.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra að innheimta uppgreiðslugjalds hjá fjármálafyrirtækjum samrýmist lögum um neytendalán?
     2.      Hver er skoðun ráðherra á uppgreiðslugjaldi og er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir lagabreytingum svo að tekin verði af öll tvímæli um að óheimilt sé að innheimta uppgreiðslugjald ef núgildandi lög eru óljós í því efni?
     3.      Þekkist það í nágrannalöndum okkar að fjármálafyrirtæki hafi heimild til innheimtu uppgreiðslugjalds þegar fólk vill greiða upp skuldir sínar?