Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 154. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 154  —  154. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um árangurslaus fjárnám.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver var fjöldi einstaklinga, skipt eftir kyni og aldri, sem gert var árangurslaust fjárnám hjá á árunum 2001, 2002 og 2003 og hver var heildarfjárhæð krafna sundurliðað á sömu ár?
     2.      Hver var fjöldi kröfuhafa og heildarfjárhæð krafna í þessum tilvikum, sundurliðað á eftirfarandi hátt:
                  a.      bankar og aðrar lánastofnanir,
                  b.      Íbúðalánasjóður,
                  c.      ríkissjóður,
                  d.      tryggingafélög,
                  e.      aðrir einkaaðilar og opinberir aðilar?


Skriflegt svar óskast.