Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 399. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 812  —  399. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helga Bjarnason og Pétur Örn Sverrisson frá iðnaðarráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Orkuveitu Reykjavíkur, Húsavíkurbæ, Byggðastofnun, Orkustofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Bandalagi háskólamanna.
    Með frumvarpinu er lagt til að Húsavíkurbæ verði veitt heimild til að stofna hlutafélag um rekstur Orkuveitu Húsavíkur og er frumvarpið flutt að beiðni Húsavíkurbæjar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Sigurjón Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. febr. 2005.



Birkir J. Jónsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Kjartan Ólafsson.



Sigurður Kári Kristjánsson.


Einar Már Sigurðarson.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Jóhann Ársælsson.


Birgir Ármannsson.