Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 235. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1392  —  235. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, og skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Frá minni hluta umhverfisnefndar (KolH).



     1.      Við 3. gr. M-liður f-liðar falli brott.
     2.      Við 5. gr. Við bætist nýr liður er orðist svo: 3. og 4. mgr. falla brott.
     3.      Við 10. gr. Í stað orðsins „fjögurra“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: sex.
     4.      Við 11. gr. 1. efnismgr. orðist svo:
                 Ef framkvæmdir hefjast ekki innan sex ára frá því að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir skal viðkomandi leyfisveitandi óska eftir athugun Skipulagsstofnunar og skal stofnunin ákvarða hvort mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar skuli að hluta eða í heild fara fram að nýju.
     5.      Við 12. gr.
                  a.      2. mgr. a-liðar (14. gr.) falli brott.
                  b.      3. mgr. a-liðar (14. gr.) orðist svo:
                      Enn fremur má kæra til ráðherra ákvörðun Skipulagsstofnunar skv. 8. gr. um synjun eða samþykkt matsáætlunar eða breytingar á henni og ákvörðun stofnunarinnar um að drög að matsskýrslu uppfylli eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru í 9. gr. eða þær séu eða séu ekki í samræmi við matsáætlun skv. 8. gr.
     6.      Við 13. gr. Í stað orðanna „taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: taka mið af áliti Skipulagsstofnunar.
     7.      Við 18. gr. Greinin orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 1. viðauka við lögin:
                  a.      2. tölul. orðast svo: Jarðvarmavirkjanir og önnur varmaorkuver með 25 MW uppsett varmaafl eða meira og vatnsaflsvirkjanir og önnur orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira.
                  b.      9. tölul. orðast svo: Allir flugvellir.
                  c.      Ii. tölul. 10. tölul. orðist svo: Allir nýir vegir utan þéttbýlis. Enduruppbygging vega utan þéttbýlis þar sem nýlagning er alls a.m.k. 10 km að lengd.
                  d.      13. tölul. orðast svo: Kerfi til að vinna grunnvatn ef árlegt magn vatns sem unnið er eða veitt á er 2,2 milljónir m 3 (70 l/s) eða meira.
                  e.      14. tölul. orðast svo: Veita vatnsforða með vatnsaflsvirkjunum milli vatnasvæða ef flutningurinn er yfir 30 milljónir m 3 á ári.
                  f.      21. tölul. orðast svo: Efnistaka á 10.000 m 2 svæði eða stærra, eða sem er 30.000 m 3 eða meiri. Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður ná til samans yfir 10.000 m 2 svæði eða stærra, eða sem er 30.000 m 3 eða meiri.
                  g.      1. málsl. 22. tölul. orðast svo: Loftlínur og jarðstrengir utan þéttbýlis til flutnings á raforku með 33 kV spennu eða hærri.
     8.      Við 19. gr.
                  a.      Við bætist tveir nýir liðir er orðist svo:
                      a.      Við bætist nýr töluliður er verður 1. tölul. og orðast svo: Allar framkvæmdir á verndarsvæðum samkvæmt skilgreiningum í iii. tölul. 2. tölul. 3. viðauka.
                      b.      C-liður 1. tölul. orðast svo: Vatnsstjórnunarframkvæmdir vegna landbúnaðar, þar með taldar áveitu- og framræsluframkvæmdir, á 10 ha svæði eða stærra.
                  b.      A-liður orðist svo: D-liður 1. tölul. orðast svo: Nýræktun skóga og uppgræðsla lands á 50 ha svæði eða stærra og ruðningur á náttúrulegum skógi.
                  c.      B-liður orðist svo: A-liður 2. tölul. orðast svo: Efnistaka á landi eða úr hafsbotni þar sem áætluð efnistaka er á 1.000 m 2 svæði eða stærra eða er 3.000 m 3 eða meiri. Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður ná til samans yfir 1.000 m 2 svæði eða stærra eða er 3.000 m 3 eða meiri.
                  d.      Á eftir c-lið komi nýr stafliður er orðist svo: Orðin „á verndarsvæðum“ í b–e-lið 3. tölul., c-lið 6. tölul., h-lið 7. tölul., b-, d- og f-lið 10. tölul., c–d-lið 11. tölul. og a- og c-lið 12. tölul. falla brott.
     9.      Á eftir 19. gr. komi ný grein er orðist svo:
                 A-liður iii. tölul. 2. tölul. 3. viðauka við lögin orðast svo: friðlýstra náttúruminja, svæða á náttúruminjaskrá, svæða samkvæmt náttúruverndaráætlunum og svæða sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd.
     10.      Við 21. gr. 3. og 4. málsl. 5. efnismgr. orðist svo: Allir sem gert hafa athugasemdir eða sent inn umsagnir fyrr í ferlinu geta skotið máli til úrskurðarnefndarinnar. Sé um að ræða ákvarðanir vegna framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum eiga umhverfisverndar- og hagsmunasamtök sem varnarþing eiga á Íslandi jafnframt sama rétt.
     11.      Við 22. gr.
                  a.      1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Meiri háttar framkvæmdir, sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breyting lands með jarðvegi eða efnistöku, skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum þar sem það á við.
                  b.      5. efnismgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „Sveitarstjórn getur bundið framkvæmdaleyfi þeim skilyrðum“ í 1. málsl. 6. efnismgr. komi: Við útgáfu framkvæmdaleyfis ber sveitarstjórn að taka mið af skilyrðum.