Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 695. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1478 —  695. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 11. maí.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru, hvílir á eftirtöldum lögaðilum sem heimilisfastir eru hér á landi.
     b.      1. tölul. 1. mgr. orðast svo: Skráðum hlutafélögum, einkahlutafélögum og samlagshlutafélögum.
     c.      Orðin „enda séu þau skráð hér á landi á lögmæltan hátt“ í 2. tölul. 1. mgr. falla brott.
     d.      2. mgr. 5. tölul. 1. mgr. fellur brott.
     e.      Við greinina bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
                      Lögaðili skv. 1. mgr. telst eiga hér heimili ef hann er skráður hér á landi, telur heimili sitt hér á landi samkvæmt samþykktum sínum eða ef raunveruleg framkvæmdastjórn hans er hér á landi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.