Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 255. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 268  —  255. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvað líður undirbúningi framkvæmdaáætlunar um launajafnrétti kynjanna sem samþykkt var á Alþingi í áætlun um jafnréttismál hinn 28. maí 2004 og hvernig hefur verið staðið að undirbúningnum?
     2.      Er unnið í samræmi við 22. gr. jafnréttislaga, um jákvæða mismunun, og 14. gr. sömu laga, um að hvers konar þóknanir og hlunnindagreiðslur reiknist til launa, eins og kveðið var á um í jafnréttisáætluninni?
     3.      Er áætlunin unnin í samráði við heildarsamtök starfsmanna ríkis og sveitarfélaga og hefur ráðherra hafið viðræður við aðila vinnumarkaðarins um að gerðar verði sambærilegar framkvæmdaáætlanir sem taki til almenna vinnumarkaðarins?
     4.      Hvenær er stefnt að því að áætlunin verði að fullu komin til framkvæmda?