Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 271. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 285  —  271. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um kynferðisbrotamál.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver er skoðun ráðherra á því sem fram hefur komið hjá forstjóra Barnaverndarstofu að jafnræði sé ekki með ákæruvaldinu og sakborningi í kynferðisbrotamálum, m.a. þar sem verjandi sakbornings eða sakborningurinn sjálfur hefur rétt á því að vera viðstaddur frumskýrslutöku og að þessi tilhögun hafi iðulega komið í veg fyrir sakfellingu?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að á sama tíma og aðrar þjóðir, t.d. Svíar og Norðmenn, eru að koma á fót barnahúsi að íslenskri fyrirmynd hefur sú þróun átt sér stað að meiri hluti skýrslna af börnum eru teknar í dómhúsum og minni hluti í Barnahúsi?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að breyta ákvæðum í lögum um meðferð opinberra mála er varða skýrslutökur þegar grunur leikur á kynferðisbroti gegn barni?
     4.      Hvaða skýringu telur ráðherra vera á því að þótt kynferðisbrotamálum hafi fjölgað verulega á síðustu árum hefur sakfellingum aðeins fjölgað um eina?