Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 332. máls.

Þskj. 364  —  332. mál.




Frumvarp til laga

um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997,
með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005–2006.)




1. gr.

    1. málsl. 1. gr. laganna verður svohljóðandi: Innheimta skal sérstakt búnaðargjald af búvöruframleiðendum eins og þeir eru skilgreindir í lögum þessum og skal það nema 1,2% af gjaldstofni skv. 3. gr.

2. gr.

    Viðauki við lögin verður svohljóðandi:

Hlutfallsleg skipting tekna af búnaðargjaldi.



Afurðir
Bændasamtök
Íslands
Búnaðar-
sambönd
Búgreina-
samtök
Bjargráða-
sjóður

Alls
Nautgripaafurðir 0,35 0,50 0,30 0,05 1,20
Sauðfjárafurðir 0,40 0,50 0,15 0,15 1,20
Hrossaafurðir 0,40 0,40 0,35 0,05 1,20
Svínaafurðir 0,15 0,10 0,65 0,30 1,20
Alifuglakjöt 0,15 0,10 0,20 0,75 1,20
Egg 0,15 0,10 0,75 0,20 1,20
Kartöflur, rófur 0,35 0,10 0,60 0,15 1,20
Grænmeti, blóm 0,35 0,10 0,75 0,00 1,20
Grávara 0,40 0,10 0,70 0,00 1,20
Æðardúnn 0,40 0,10 0,55 0,15 1,20
Skógarafurðir 0,35 0,10 0,75 0,00 1,20

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 31. desember 2005.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með lögum nr. 68/2005, um breytingu á lögum nr. 68/1997, um Lánasjóð landbúnaðarins, var ákveðið að fella niður lög um Lánasjóð landbúnaðarins og landbúnaðarráðherra veitt heimild til að selja allar eignir og jafnframt að semja um yfirtöku allra skulda sjóðsins. Einkavæðinganefnd var falið að sjá um framkvæmd sölunnar.
    Búnaðargjald var einn af tekjustofnum Lánasjóðs landbúnaðarins og var gert ráð fyrir niðurfellingu þeirrar greiðslu búnaðargjaldsins sem runnið hefur til Lánasjóðsins yrði frumvarpið um niðurfellingu laganna samþykkt. Núna er því ljóst að fella þarf niður þann hluta búnaðargjaldsins sem runnið hefur til Lánasjóðs landbúnaðarins.
    Í framhaldi af sölu Lánasjóðs landbúnaðarins liggur fyrir tillaga hagsmunaðila um lækkun greiðslu framleiðenda niður í 1,2% í stað 2% áður. Jafnframt er lögð til breyting á viðauka laganna um skiptingu tekna af búnaðargjaldi þannig að það skiptist hlutfallslega á milli Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda, búgreinasamtaka og Bjargráðasjóðs samkvæmt meðfylgjandi töflu. Í töflunni eru sýndar feitletraðar þær breytingar sem lagðar eru til.
    Þar sem lög um Lánasjóð landbúnaðarins falla niður frá og með 31. desember nk. og Lánasjóður landbúnaðarins hefur þegar verið seldur er lagt til að lagafrumvarp þetta öðlist gildi sama dag.


TAFLA

Búnaðargjald – punktar     

               Breytingar eru feitletraðar

Afurðir Bændasamtök Búnsamb. Búgreinaf. Bjargrsj. Lánasj. Alls
núv. till. núv. till. núv. till. núv. till. núv. till. núv. till.
Nautgripaafurðir 0,40 0,35 0,50 0,50 0,10 0,30 0,15 0,05 0,85 0,00 2,00 1,20
Sauðfjárafurðir 0,40 0,40 0,50 0,50 0,15 0,15 0,15 0,15 0,80 0,00 2,00 1,20
Hrossaafurðir 0,40 0,40 0,50 0,40 0,55 0,35 0,05 0,05 0,50 0,00 2,00 1,20
Svínaafurðir 0,20 0,15 0,15 0,10 0,85 0,65 0,30 0,30 0,50 0,00 2,00 1,20
Alifuglakjöt 0,20 0,15 0,15 0,10 0,20 0,20 0,95 0,75 0,50 0,00 2,00 1,20
Egg 0,25 0,15 0,15 0,10 0,90 0,75 0,20 0,20 0,50 0,00 2,00 1,20
Kartöflur og rófur 0,45 0,35 0,45 0,10 0,45 0,60 0,15 0,15 0,50 0,00 2,00 1,20
Grænmeti, blóm 0,45 0,35 0,45 0,10 0,75 0,75 0,00 0,00 0,35 0,00 2,00 1,20
Grávara 0,75 0,40 0,15 0,10 0,60 0,70 0,00 0,00 0,50 0,00 2,00 1,20
Æðardúnn 0,55 0,40 0,35 0,10 0,45 0,55 0,15 0,15 0,50 0,00 2,00 1,20
Skógarafurðir 0,50 0,35 0,15 0,10 0,80 0,75 0,05 0,00 0,50 0,00 2,00 1,20


Búnaðargjald – prósentuskipting          
Afurðir Bændasamtök Búnsamb. Búgreinaf. Bjargrsj. Lánasj. Alls
Nautgripaafurðir 20,00 29,17 25,00 41,67 5,00 25,00 7,50 4,17 42,50 100,00 100,00
Sauðfjárafurðir 20,00 33,33 25,00 41,67 7,50 12,50 7,50 12,50 40,00 100,00 100,00
Hrossaafurðir 20,00 33,33 25,00 33,33 27,50 29,17 2,50 4,17 25,00 100,00 100,00
Svínaafurðir 10,00 12,50 7,50 8,33 42,50 54,17 15,00 25,00 25,00 100,00 100,00
Alifuglakjöt 10,00 12,50 7,50 8,33 10,00 16,67 47,50 62,50 25,00 100,00 100,00
Egg 12,50 12,50 7,50 8,33 45,00 62,50 10,00 16,67 25,00 100,00 100,00
Kartöflur og rófur 22,50 29,17 22,50 8,33 22,50 50,00 7,50 12,50 25,00 100,00 100,00
Grænmeti, blóm 22,50 29,17 22,50 8,33 37,50 62,50 0,00 0,00 17,50 100,00 100,00
Grávara 37,50 33,33 7,50 8,33 30,00 58,33 0,00 0,00 25,00 100,00 100,00
Æðardúnn 27,50 33,33 17,50 8,33 22,50 45,83 7,50 12,50 25,00 100,00 100,00
Skógarafurðir 25,00 29,17 7,50 8,33 40,00 62,50 2,50 0,00 25,00 100,00 100,00

Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 84/1997,
um búnaðargjald, með síðari breytingum.

    Í frumvarpinu er lagt til að búnaðargjald skuli nema 1,2% af gjaldstofni. Einnig er lögð til breyting á viðauka laganna um hlutfallslega skiptingu tekna af búnaðargjaldi.
    Samkvæmt gildandi lögum er búnaðargjald 2% af gjaldstofni og hluti tekna af gjaldinu rennur til Lánasjóðs landbúnaðarins. Þar sem lög um Lánasjóð landbúnaðarins falla úr gildi í árslok 2005 er í frumvarpinu lögð til lækkun á gjaldinu. Lækkunin nemur 40%, eða sem svarar þeim tekjum sem nú renna til Lánasjóðs landbúnaðarins. Árið 2004 námu tekjur af búnaðargjaldi 312 m.kr. og þar af runnu 115 m.kr. til Lánasjóðs landbúnaðarins, eða rétt tæp 37% teknanna.
    Verði frumvarp þetta að lögum má því að óbreyttu búast við að ríkistekjur af búnaðargjaldi lækki um 125 m.kr. Tekjur af búnaðargjaldi renna að öllu leyti til sjóða landbúnaðarins að undanskilinni 0,5% innheimtuþóknun, sem rennur í ríkissjóð. Áhrif frumvarpsins á ríkissjóð liggja því í lækkun tekna af innheimtuþóknun og miðað við 125 m.kr. lækkun tekna af búnaðargjaldi yrði sú lækkun um 0,6 m.kr. á ári.