Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 332. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 515  —  332. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um búnaðargjald, nr. 84/1997, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                      Í stað „2,00%“ í 1. málsl. 1. gr. laganna kemur: 1,2%.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað „2,00%“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: 1,2%.
     3.      Við 3. gr. er verði 4. gr. Greinin orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006 og koma til framkvæmda við ákvörðun fyrirframgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu búnaðargjalds á árinu 2007.
     4.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Mismunur á hluta Lánasjóðs landbúnaðarins, sbr. 6. gr. laganna, í endanlega ákvörðuðu búnaðargjaldi skv. 5. gr. laganna og fyrirframgreiddu gjaldi skv. 4. gr. laganna skal vera á ábyrgð Lífeyrissjóðs bænda.