Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 389. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 853  —  389. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Lúðvík Bergvinssyni og Valdimar L. Friðrikssyni.



     1.      1. mgr. 5. gr. orðist svo:
             Tryggingastofnun ríkisins annast greiðslur til foreldra sem réttinda njóta samkvæmt lögum þessum.
     2.      Í stað orðsins „framkvæmdaraðili“ hvarvetna í 6.–12. gr. komi (í viðeigandi beygingarfalli): Tryggingastofnun.
     3.      Við 8. gr.
                  a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem verði 3. málsl., svohljóðandi: Með samfelldu starfi teljast einnig þau tilvik er foreldri fær greiddar atvinnuleysisbætur, sjúkradagpeninga eða endurhæfingarlífeyri.
                  b.      Við 3. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Þarfnist barn áframhaldandi umönnunar foreldris og önnur úrræði eru ekki í boði að þeim níu mánuðum liðnum sem lög þessi veita réttindi til og foreldri kemst sannanlega ekki út á vinnumarkað af þeim sökum er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt foreldra. Foreldri skal og sanna tekjuleysi sitt með skattframtali. Félagsmálaráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð.
     4.      1. mgr. 9. gr. orðist svo:
             Greiðsla til foreldris, sbr. 8. gr., skal nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við 12 mánaða samfellt tímabil sem lýkur tveimur mánuðum áður en greiðslur hefjast. Til launa teljast hvers konar laun og aðrar þóknanir samkvæmt lögum um tryggingagjald. Foreldri utan vinnumarkaðar á rétt á greiðslu að fjárhæð 42.000 kr.
     5.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað „6%“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 7%.
                  b.      Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: og greiðir ríkissjóður þá lögbundið framlag á móti.
     6.      Við 3. mgr. 12. gr. bætast þrír nýir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þarfnist barn áframhaldandi umönnunar foreldris og önnur úrræði eru ekki í boði að þeim níu mánuðum liðnum sem lög þessi veita réttindi til og foreldri getur ekki stundað nám sitt af þeim sökum er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt foreldra. Foreldri skal og sanna tekjuleysi sitt með skattframtali. Félagsmálaráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð.
     7.      Í stað 2.–4. mgr. 19. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur foreldri sem á barn með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun sem greinst hefur fyrir 1. janúar 2006 átt rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum. Skilyrðin eru þau að foreldri hafi sannanlega ekki komist út á vinnumarkað sökum verulegrar umönnunar vegna veikinda barnsins og skal foreldri sanna tekjuleysi sitt með skattframtali.