Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 804. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1290  —  804. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um nýbyggingar.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu margar nýbyggingar, sérbýli annars vegar og fjölbýli hins vegar, voru byggðar árlega árin 2000–2005, að báðum árum meðtöldum, og hvað má áætla að margar verði byggðar á yfirstandandi ári?
     2.      Hver hefur þróunin orðið á verði nýbygginga, sérbýla annars vegar og fjölbýla hins vegar, á þessu tímabili?
     3.      Hver hefur þróunin orðið á verði eldra húsnæðis, sérbýla annars vegar og fjölbýla hins vegar, á þessu tímabili?
     4.      Hver var áætluð þörf fyrir nýbyggingar árin 2000–2006, að báðum árum meðtöldum, annars vegar sérbýli og hins vegar fjölbýli, og hvað liggur fyrir um áætlaða þörf fyrir nýbyggingar árlega fram til ársins 2010?


Skriflegt svar óskast.