Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 799. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1410  —  799. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um sumarlokanir deilda og biðlista á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Eru fyrirhugaðar sumarlokanir deilda, og þá hverra, á Landspítala – háskólasjúkrahúsi? Ef svo er, hvaða áhrif mun það hafa á biðlista og þjónustu við sjúklinga, skipt eftir deildum?

    Eins og undanfarin ár mun verða samdráttur í starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss í sumar og hefst hann um mánaðamótin maí/júní. Ástæðurnar eru eins og áður fyrst og fremst vegna lögboðinna, eða samningsbundinna sumarleyfa starfsmanna LSH. Áætlun hefur verið gerð um sumarlokanir en þess ber að geta að mögulegt er að einhver frávik verði frá þeirri áætlun vegna skorts á starfsfólki yfir hásumarið. Í töflu 1 er yfirlit um fyrirhugaðar lokanir deilda og í töflu 2 er yfirlit um fjölda rúma á spítalanum árið 2005. Unnið er að því að ráða starfsfólk svo að ekki þurfi að koma til frekari lokana.
    Þess ber að geta að samdráttur í starfsemi spítalans verður minni í ár en hann hefur verið undanfarin ár. Samdráttur á lyflækningasviði 1 var 14% árið 2005 en verður 7% nú í sumar. Á öldrunarsviði var samdráttur 15% sumarið 2005 en verður nú 8%. Á öðrum sviðum verður samdráttur sambærilegur við það sem var á síðasta ári.
    Biðlistar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru nú styttri en þeir hafa verið um langa hríð en lengjast ávallt eitthvað yfir sumarið. Birtar verða tölur um breytingar á biðlistum í sumarlok. Gera má ráð fyrir að bið muni helst lengjast hjá sjúklingum sem bíða eftir liðskiptaaðgerðum og almennum skurðaðgerðum. Hvað varðar þjónustu við sjúklinga almennt þá mun LSH að sjálfsögðu sinna allri bráðaþjónustu eins og endranær.

Tafla 1. Lokanir deilda á LSH 2006.



Svið og deildir Samdráttur í starfsemi deilda
Barnasvið
    Dagdeild 23E 17/7–13/8 verður deildin lokuð
    Barnadeild 22E, barnaskurðdeild 22D 3/7–7/8 verða deildirnar sameinaðar
    Barnaskurðdeild B5 3/7–24/7 verða engar valkvæðar aðgerðir
Kvennasvið
    Kvenlækningadeild 21A 6/6–1/9 verða 13 rúm opin
Lyflækningasvið I
    Hjartadeild 14E og 14G 19/6–18/8 verða 3 rúm af 5 fyrir hjartaþræðingar –     rannsóknir og valaðgerðir lokuð
    Meltingar- og nýrnadeild 13E Lokuð v/húsnæðisbreytinga, starfsemin verður á 14G     og A7 í sumar
    Taugalækningadeild B2 24/7–27/8 verða 12 rúm opin
    Lungnadeild A6 17/6–21/7 verða 14–16 rúm opin
    Húðlækningadeild Kópavogi 19/6–26/8 verður deildin lokuð
Geðsvið
    Legudeildir barna- og unglingageðdeild 7/7–14/8 verða deildirnar samreknar
Endurhæfingarsvið
    Starfsemi deilda R-2 og R-3 29/6–9/8 verður starfsemi sameinuð á deild R-3 og     deild R-2 lokað
Skurðlækningasvið
    Bæklunarskurðdeild og háls-, nef- og eyrnadeild, B5 og A5 16/6–14/8 verða deildir B5 og A5 sameinaðar,
    20 rúm opin fyrir hvora sérgrein
    Dagdeild A5 16/6–21/8 verður deildin lokuð
    Heila-, tauga- og æðaskurðdeild B6 9/6–21/8 verða 18 rúm opin á deildinni
    Almennar skurðlækningar, 12G og 13G 23/6–21/8 verður hvor deild með 16 rúm opin
    Þvagfæraskurðdeild 13D 23/6 til 28/8 verða 15 rúm opin
    Lýtalækningadeild A4 16/6–21/8 verða 8 rúm opin
    Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12E 23/6–14/7 og 8/8 til 28/8 verða 15 rúm opin,
    14/7– 7/8 verða 8 rúm opin
    Þvagfærarannsóknir 11A 24/7–7/8 verður deildin lokuð
    Dagdeild augndeildar 24/7–7/8 verður deildin lokuð
Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið
    Skurðstofur Fossvogi 26/6–18/8 verða 3 skurðstofur opnar
    Skurðstofur Hringbraut 04/6–16/6 verða 5 skurðstofur opnar
19/6–18/8 verða 4 skurðstofur opnar
21/8–1/9 verða 5 skurðstofur opnar
    Skurðstofur kvenna Hringbraut 4/6–2/9 verða 2 skurðstofur opnar
    Augnskurðstofur Þorfinnsgötu 23/7–7/8 verður augnskurðstofu Þorfinnsgötu lokað     vegna viðgerða
    Gjörgæsludeild E6 og vöknun Fossvogi      12/6–2/9 verða 5–6 rúm opin
    Gjörgæsludeild 12B og vöknun, Hringbraut 12/6–2/9 verða 5–6 rúm opin
Öldrunarsvið
    Deild L2 2/6–17/7 verður deildin lokuð
    Deild L3 14/7–28/8 verður deildin lokuð

Tafla 2. Rúmaskrá LSH fyrir árið 2005.



Legudeildir og svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofudeildir* Rúm Legudeildir og svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofudeildir* Rúm
Lyflækningasvið I Öldrunarsvið
    Deild A6 25     Deild B4 20
    Deild A7 23     Landakot K1 18
    B7 Gigtar- og almenn lyflækningadeild 22     Landakot K2 20
    14G Hjarta- og nýrnadeild 21     Landakot L1 18
    14E Hjartadeild 21     Landakot L2 (5d) 20
    Taugalækningadeild (B2) 22     Landakot L3 (5d) 20
    13E Innkirtla- og lungnadeild (5d) 13     Landakot L4 18
    Húðlækningadeild Kópavogi 11     Landakot L5 9
Samtals lyflækningasvið I 158 Samtals öldrunarsvið 143
Skurðlækningasvið Geðsvið
    12G Almenn skurðdeild 22     Geðdeild 11 – endurhæfing 11
    13D Þvagfæraskurðdeild 20     Geðdeild 12 – bráðameðferð 12
    13A Lýtalækningadeild síðar Deild A4 Fv 11     Geðdeild 13 – endurhæfing 12
    13G Almenn skurðdeild 21     Geðdeild 14 – meðferðardeild 12
    Deild A4 síðar B5 18     Geðdeild 15 – meðferðardeild 11
    Deild A5 18     Geðdeild 32A – bráðameðferðardeild 15
    12E Hjarta-, lungna og augnskurðdeild 17     Bráðamóttaka Geðdeilda 32CB 2
    Deild B6 24     Geðdeild 32C – bráðameðferð 15
Samtals skurðlækningasvið 151     Fjölkvilladeild 33A 15
Lyflækningasvið II     Geðdeild 33C – bráðameðferð 15
    11E Krabbameinslækningadeild 12     Deild 34
    11G Blóðsjúkdómadeild 13     Meðferðarheimili Hátúni 12
    Líknardeild 8     Meðferðarheimili Reynimelur 5
Samtals lyflækningasvið II 33     Meðferðarheimili Laugarásvegi 8
Barnasvið     Sambýlið – 29 6
    Barnadeild 22E 13     Sambýlið – 31 6
    Deild B5 6     Barnageðdeild Dalbraut 5
    Barnaskurðdeild 22D 13     Unglingageðdeild Dalbraut 7
    Vökudeild 23D 18     Læknisbústaður Kleppi 6
Samtals barnasvið 50 Samtals geðsvið 175
Kvennasvið Endurhæfingarsvið
    21A Kvenlækningadeild 18     Grensás R2 24
    22A Sængurkvennadeild 18     Grensás R3 14
    22B Meðgöngudeild 13     Deild 20 8
    23B Hreiðrið 6     Deild 18 9
Samtals kvennasvið 55     Deild 19 7
Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið Samtals endurhæfingarsvið 62
    Gjörgæsla – Fossvogur 11 Heildarlegudeilda- og SGS-rúmafjöldi
    12B Gjörgæsla – Hringbraut 10     Legudeildarúm 827
Samtals SGS 21     Svæfinga-, gjörgæslu og skurðstofurúm 21
* Rúm skilgreind sem dagdeildarrúm eru ekki talin með. Heildarfjöldi rúma 848