Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 102. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 102  —  102. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um neyslustaðal.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Má vænta þess að frumvarp um gerð neyslustaðals hérlendis verði lagt fram á yfirstandandi þingi?
     2.      Er fyrirhugað að neyslustaðall nái til allra opinberra aðila sem byggja bætur, lán, styrki eða aðrar greiðslur á neysluviðmiðum?
     3.      Hver er kostnaðurinn við gerð slíks neyslustaðals og hvað má áætla að það kosti að viðhalda honum?