Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 204. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 205  —  204. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvað hefur verið gert til að framfylgja tillögum nefndar um aðgerðir til að að bæta stöðu eldra fólks á vinnumarkaði, sbr. skýrslu sem nefndin gaf ráðherra í nóvember 2004? Hvernig verður framfylgt fimm ára áætlun um aðgerðir sem nefndin lagði til?
     2.      Hversu miklu fé hefur verið varið til þessa verkefnis á árunum 2005, 2006 og hver eru áformin fyrir næsta ár? Hefur verið lagt sérstakt fjármagn í starfsmenntasjóð vegna þessa?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir að sett verði rammalöggjöf gegn mismunun vegna aldurs í starfi og á vinnumarkaði?