Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 223. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 224  —  223. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvað líður undirbúningi að heildstæðri og samræmdri opinberri stefnumótun í málefnum barna og unglinga, en samkvæmt ályktun sem Alþingi samþykkti á 126. löggjafarþingi, 11. maí 2001, átti að leggja framkvæmdaáætlun um slíka stefnu fyrir Alþingi til staðfestingar eigi síðar en á haustþingi 2002?
     2.      Verður slík framkvæmdaáætlun lögð fyrir Alþingi og þá hvenær?
     3.      Hafa aðrar Norðurlandaþjóðir mótað heildstæða stefnumótun í málefnum barna og unglinga, og hvenær var það þá gert?
     4.      Hvað hefur gerst í vinnu við heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga og framkvæmdaáætlun sem Alþingi átti að staðfesta, sbr. fyrrgreinda þingsályktun frá 11. maí 2001, eftir að fyrrverandi forsætisráðherra ákvað að fela þetta mál nefnd, sem hann skipaði til að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar, þrátt fyrir vilja Alþingis?