Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 423  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2007.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (BJJ, EOK, DrH, ÁMöl, BjarnB, GÓJ).



     1.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        2.27    Að selja sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn og kaupa eða leigja annan hentugri.
        2.28    Að selja gamla prestshúsið og kirkjuna á Stað í Grunnavík, Ísafjarðarbæ.
        2.29    Að selja gamla prestshúsið og kirkjuna á Stað í Aðalvík, Ísafjarðarbæ.
        2.30    Að selja íbúðarhús á Sauðanesi, Svalbarðshreppi.
        2.31    Að selja stóðhestastöðina í Gunnarsholti ásamt landspildum við stöðina.
     2.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.24    Að selja eignarhlut ríkisins í læknisbústað að Ártúni 3, Siglufirði, og verja andvirðinu til endurbóta á Heilbrigðistofnuninni Siglufirði.
        3.25    Að selja eignarhlut ríkisins í læknisbústað að Dílahæð 5, Borgarnesi, og kaupa annað hentugra húsnæði í staðinn.
        3.26    Að selja eignarhlut ríkisins í íbúðum við Kristnesspítala og verja andvirðinu til endurbóta og stækkunar á endurhæfingaraðstöðu spítalans.
        3.27    Að selja eignarhlut ríkisins í Hafnarbraut 27, Höfn í Hornafirði, og ráðstafa andvirðinu til endurbóta á húsnæði lögreglunnar að Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði.
        3.28    Að selja eignarhluta ÁTVR í húsnæði að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.
     3.      Liðir 4.16–4.21 falli brott.
     4.      Við 6. gr. Breyttir liðir:
        Liður 4.55 orðist svo: Að selja íbúðarhúsið í Tungu í Rangárþingi eystra ásamt hluta úr jörðinni og ráðstafa andvirðinu til Þjóðskóga.
        Liður 4.56 orðist svo: Að selja Innranes úr landi Bolholts, Rangárþingi ytra, og ráðstafa andvirðinu til Landgræðslu ríkisins.
     5.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.59    Að selja hluta jarðarinnar Hraunsmúla, Borgarbyggð.
        4.60    Að selja jarðarhlutann Rima, Bláskógabyggð.
        4.61    Að selja jörðina Tjaldanes í Arnarfirði, Ísafjarðarbæ.
        4.62    Að selja jörðina Hleinagarð, Fljótsdalshéraði.
        4.63    Að selja landspildur í eigu ríkisins í Hvalfirði.
        4.64    Að hafa makaskipti við Vestmannaeyjabæ á landspildum í nágrenni Vestmannaeyjaflugvallar.
        4.65    Að selja hluta af jörðinni Skarði, Rangárþingi ytra.
     6.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        5.4        Að selja hlut ríkisins í Endurvinnslunni hf.
        5.5        Að selja hlut ríkissjóðs í Fiskeldi Eyjafjarðar ehf.
     7.      Við 6. gr. Liður 6.12 falli brott.
     8.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        6.23    Að leigja húsnæði fyrir sjúkrabifreiðar á Selfossi.
        6.24    Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir starfsemi Þjóðleikhússins.
        6.25    Að selja læknisbústað að Svarfaðarbraut 24 á Dalvík og kaupa annan hentugri ef þörf er á.
     9.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        7.13    Að selja, leigja eða ráðstafa með öðrum hætti fasteignum og landsvæðum á varnarsvæðum á Keflavíkurflugvelli sem koma á í borgaraleg not.
        7.14    Að ráðstafa allt að helmingi af eins milljarðs evra láni ríkissjóðs til að efla eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands.