Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 477. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 729  —  477. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um sérstakar aðgerðir til að bæta stöðu fólks við fyrstu íbúðarkaup.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvert var kaupverð meðalstórrar þriggja herbergja íbúðar á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar nýrrar og hins vegar eldri íbúðar, í janúarmánuði hvers árs á tímabilinu 2002–2007 og hvert var nauðsynlegt eigið fé íbúðarkaupenda miðað við að kaupin væru að öðru leyti fjármögnuð með lánum Íbúðalánasjóðs og viðkomandi ætti fullan rétt á hámarksláni eins og það var á hverjum tíma? Óskað er eftir að sýnd verði greiðslubyrði lánanna á hverju tímabili fyrir sig.
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð? Ef svo er, hvaða aðgerða og hvenær má vænta að þær komist í framkvæmd?


Skriflegt svar óskast.