Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 478. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 730  —  478. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um erlenda ríkisborgara á vinnumarkaði.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve margir erlendir ríkisborgarar komu til starfa á Íslandi annars vegar árið 2005 og hins vegar árið 2006? Í hvaða starfsgreinum voru þeir og hvar búsettir, skipt eftir landshlutum? Hvað má ætla að margir þeirra séu komnir hingað til skammtímadvalar og hve margir til langtímadvalar?
     2.      Hvað má ætla að margir erlendir ríkisborgarar verði hér á landi árin 2007 og 2008 ef mið er tekið af áætlaðri stöðu í efnahags- og atvinnumálum?
     3.      Hve margir erlendir ríkisborgarar störfuðu annars staðar á Norðurlöndunum á sl. ári sem hlutfall af heildarmannfjölda og hvert er hlutfallið hér á landi?
     4.      Hvað má ætla að margir erlendir ríkisborgarar af EES-svæðinu hefðu verið ráðnir gegnum innlendar og erlendar starfsmannaleigur ef aðlögunarfrestur um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hefði verið nýttur til 1. maí 2009?
     5.      Hve mörg tilvik komu upp árið 2005 annars vegar og árið 2006 hins vegar þar sem launakjör og aðbúnaður erlendra ríkisborgara var ekki í samræmi við íslenska löggjöf og kjarasamninga á vinnumarkaði?
     6.      Hvernig er fylgst með því að í útboðum verktaka séu launakjör erlendra ríkisborgara sem starfa á vegum þeirra í samræmi við íslenska löggjöf og kjarasamninga á vinnumarkaði?


Skriflegt svar óskast.