Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 492. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 744  —  492. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um gjaldtöku fyrir farsíma- og netþjónustu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver hefur verið þróun gjaldtöku fyrir farsíma- og netþjónustu sl. þrjú ár og hvernig er verðlagningu hérlendis háttað borið saman við gjaldtöku fyrir þessa þjónustu annars staðar á Norðurlöndum?
     2.      Er ástæða til að ætla að farsímafyrirtækin séu með samræmda gjaldtöku fyrir reikisímtöl í farsíma?
     3.      Hver má ætla að kostnaður símafyrirtækja sé vegna flutnings símtala í farsíma annars vegar og hins vegar raunkostnaður fyrirtækjanna við símtalaflutning milli landa? Hver er síðan kostnaður neytenda af þessari þjónustu?
     4.      Er á döfinni að setja bindandi reglur um hámarksgjald sem taka má fyrir farsímaþjónustu, líkt og fyrirhugað er innan Evrópusambandsins?


Skriflegt svar óskast.