Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 686. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1279  —  686. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Özur Lárusson frá Bílgreinasambandinu, Runólf Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Völu Rebekku Þorsteinsdóttur og Þórð Reynisson frá fjármálaráðuneyti, Ágústu S. Loftsdóttur frá Orkustofnun, Björn H. Halldórsson frá Sorpu og Davíð Egilson og Þór Tómasson frá Umhverfisstofnun.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á innheimtu vörugjalds af bifreiðum og kveðið á um að bifreiðar sem nýta metangas að verulegu leyti sem orkugjafa í stað bensíns eða dísilolíu verði undanþegnar vörugjaldi fram til loka ársins 2008. Tilgangurinn með undanþágunni er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
    Í nefndinni var rætt um sambærilegar undanþágur fyrir aðrar tegundir bifreiða, t.d. svonefndar tvinnbifreiðar. Í ljós komu ákveðin vandkvæði við útfærslu á því. Nefndin vísar til þess að stefnt er að því að fyrir árslok 2008 verði mótuð heildarstefna um skattlagningu ökutækja sem nýta umhverfisvæna orkugjafa.
    Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson og Ögmundur Jónasson skrifa undir álit þetta með fyrirvara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 15. mars 2007.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Dagný Jónsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.


Birgir Ármannsson.


Ásta Möller.



Sæunn Stefánsdóttir.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.