Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 80. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 82  —  80. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (ÁÓÁ, GSB, JónG, BjörkG, BÁ, LB, BJJ, HöskÞ).



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Við sérstakar“ í 1. mgr. komi: og mjög óvenjulegar.
                  b.      Í stað orðanna „sérstökum aðstæðum“ í 2. mgr. komi: sérstökum og mjög óvenjulegum aðstæðum á fjármálamarkaði, sbr. 1. mgr.
     2.      Við 2. gr. Á eftir 3. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja sérstakar reglur um viðskipti með stofnbréf í slíkum tilvikum.
     3.      Við 5. gr. bætist ný efnismálsgrein, er verður 4. mgr., svohljóðandi:
                 Fjármálaeftirlitinu er heimilt, samhliða því sem ákvörðun er tekin um að víkja stjórn fjármálafyrirtækisins frá, að skipa því fimm manna skilanefnd sem fari með allar heimildir stjórnar samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga. Skilanefnd skal fara með öll málefni fjármálafyrirtækisins, þar á meðal að hafa umsjón með allri meðferð eigna þess, svo og að annast annan rekstur þess. Skilanefnd skal fara eftir og framkvæma þær ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sem teknar eru á grundvelli ákvæðis þessa. Ákvæði 64. og 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eiga ekki við meðan skilanefnd samkvæmt ákvæði þessu fer með málefni fjármálafyrirtækisins. Á sama tíma verður ekki komið fram gagnvart fjármálafyrirtækinu aðfarargerð á grundvelli laga um aðför eða kyrrsetningu á grundvelli laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
     4.      Við 8. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi:
                 Við 6. mgr. 9. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þó skulu innstæður sem aðildarfyrirtæki eða móður- og dótturfyrirtæki þeirra hafa í vörslu sinni fyrir hönd viðskiptavina ekki undanskildar tryggingu skv. 1. mgr. Þá skulu innstæður verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða, fagfjárfestasjóða, lífeyrissjóða eða annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu ekki undanskildar tryggingu skv. 1. mgr., jafnvel þótt vörsluaðili eða rekstrarfélag slíkra sjóða sé aðildarfyrirtæki eða móður- eða dótturfyrirtæki aðildarfyrirtækja.
     5.      Við 10. gr. Á eftir orðunum „Að kaupa“ komi: eða endurfjármagna.
     6.      Við 11. gr. Við efnismálsgrein a-liðar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt að mæla nánar fyrir um slíka yfirfærslu í reglugerð.
     7.      Á eftir 12. gr. komi ný grein er orðist svo:
                 Á undan orðunum „53. gr.“ í 1., 2. og 6. mgr. 48. gr. laganna kemur: 2. tölul. 9. gr. og.
     8.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Lög þessi skulu endurskoðuð fyrir 1. janúar 2010.