Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 410. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 932  —  410. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 14. apríl.)



1. gr.


     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     1.      Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008.
     2.      Þrátt fyrir ákvæði 10. og 12. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera 246.944, 317.589, 408.374 og 900 við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.