Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 222. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 246  —  222. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um sérverkefni fyrir forsetaembættið á núverandi kjörtímabili.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Við hvaða ráðgjafarfyrirtæki eða einstaklinga hefur forsetaembættið samið um að sinna sérverkefnum fyrir sig frá síðasta endurkjöri forseta Íslands 28. júní 2008?
     2.      Hver voru tilefnin og hversu háar hafa greiðslur verið til hvers og eins?
     3.      Ef verkefnin standa enn, hvað má þá ætla að heildarkostnaður við þau verði?
     4.      Voru verkefnin boðin út?
     5.      Hefur sami aðili í einhverjum tilvikum sinnt tveimur eða fleiri sérverkefnum fyrir embættið?
     6.      Hefur einhver þessara aðila, eða annað ráðgjafarfyrirtæki eða einstaklingur, unnið að verkefnum sem forseti Íslands eða forsetaembættið hefur tengst, en fengið greiðslur fyrir frá öðrum? Ef svo er:
              a.      hvaða einstaklinga eða ráðgjafarfyrirtæki er um að ræða,
              b.      hver voru tilefnin,
              c.      hver var greiðandi verkefnanna,
              d.      á hvaða tíma voru verkin unnin?
     7.      Hvaða verklagsreglur eru í gildi hjá forsetaembættinu um samskipti og aðstoð við fyrirtæki og athafnamenn?


Skriflegt svar óskast.