Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 228. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 510  —  228. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

Frá minni hluta viðskiptanefndar.



    Nefndin fjallað um málið að nýju eftir 2. umræðu og fékk á sinn fund Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Ragnar Hafliðason og Þorstein Marinósson frá Fjármálaeftirlitinu. Var að ósk minni hlutans rætt um stöðu Lánasjóðs sveitarfélaga en ljóst þykir að verði frumvarpið óbreytt að lögum mun álagt eftirlitsgjald á sjóðinn hækka umtalsvert.
    Bent var á að sérákvæði giltu um Íbúðalánasjóð en um hann gildir sérregla skv. 11. tölul. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Þess má geta að samið var um að Íbúðalánasjóður væri undanþeginn því að teljast lánastofnun þegar Íslands gerðist aðili að EES-samningnum og um hann gilda sérlög, sbr. lög nr. 44/1998, um húsnæðismál.
    Minni hlutinn telur augljóst að ef vilji væri fyrir því að samræma betur reglur um sambærilegar stofnanir þá væri það hægt. Ekki var vilji hjá meiri hlutanum til þess að fara í þá vinnu. Telur minni hlutinn það miður og leggur áherslu á í þá vinnu verði farið sem fyrst.

Alþingi, 18. des. 2009.



Guðlaugur Þór Þórðarson,


frsm.


Ragnheiður E. Árnadóttir.