Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 496. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 867  —  496. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um undirritun samkomulags um Icesave-skuldbindingar í júní 2009.

Frá Birgi Ármannssyni.



     1.      Hver var formlegur aðdragandi þeirrar ákvörðunar að fjármálaráðherra undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar samkomulag við Breta og Hollendinga um svokallaðar Icesave- skuldbindingar föstudaginn 5. júní 2009?
     2.      Var ákvörðun um undirritun tekin á ríkisstjórnarfundi eða kynnt á ríkisstjórnarfundi og þá hvenær?
     3.      Hvaða gögn varðandi málið lágu til grundvallar þeirri afstöðu ríkisstjórnarinnar að fallast á undirritun fjármálaráðherra og með hvaða hætti voru þau kynnt fyrir ráðherrum eða ríkisstjórn í heild?
     4.      Töldu forsætisráðherra og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar á þessum tíma að samkomulagið og undirritun þess 5. júní nyti meirihlutastuðnings á Alþingi?


Skriflegt svar óskast.