Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 127. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 140  —  127. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um neyslustaðal/neysluviðmið.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Má vænta þess að ríkisstjórnin móti neyslustaðal/neysluviðmið í samræmi við tillögur í skýrslu á vegum viðskiptaráðuneytis frá því í október 2006?
     2.      Er fyrirhugað að endurvekja hugmyndina um að neyslustaðall/neysluviðmið nái til allra opinberra aðila sem byggja bætur, lán, styrki eða aðrar greiðslur á neysluviðmiðum?
     3.      Hefur efnahags- og viðskiptaráðherra uppfært kostnaðartölur við gerð og viðhald slíks neyslustaðals/neysluviðmiðs í samræmi við svör forsætisráðherra frá 12. ágúst 2009, sbr. 99. mál á 137. löggjafarþingi?