Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 374. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 815  —  374. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum
og skriðuföllum, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umræðu, 16. febrúar.)


1. gr.


    Við 1. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt er heimilt að taka þátt í kostnaði við vinnu á hættumati vegna annarrar náttúruvár eins og nánar greinir í lögum þessum.

2. gr.

    Við 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna bætist: eins og það er skilgreint í reglum sem ráðherra setur skv. 6. mgr.

3. gr.

    Í stað 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Fé ofanflóðasjóðs, sbr. 12. gr., skal notað til að greiða kostnað við rekstur sjóðsins og ofanflóðanefndar, svo og kostnað við varnir gegn ofanflóðum. Jafnframt er heimilt að nota fé ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa. Kostnaður við varnir gegn ofanflóðum greiðist sem hér segir.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og falla úr gildi 31. desember 2014.