Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 505  —  413. mál.
Orðalag.




Beiðni um skýrslu


frá fjármála- og efnahagsráðherra um tekjutap ríkisins vegna samdráttar
á virðisaukaskatti af innlendum vörum og þjónustu.


Frá Vigdísi Hauksdóttur, Ásmundi Einari Daðasyni, Höskuldi Þórhallssyni,
Sigurði Inga Jóhannssyni, Siv Friðleifsdóttur, Birki Jóni Jónssyni,
Atla Gíslasyni, Jón Bjarnasyni og Lilju Mósesdóttur.


    Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármála- og efnahagsráðherra flytji Alþingi skýrslu um tekjutap ríkisins vegna samdráttar á virðisaukaskatti af innlendum vörum og þjónustu (nettóálagning) eða þeim hluta virðisaukaskatts sem er lagður á hjá ríkisskattstjóra. Ekki er óskað eftir upplýsingum um virðisaukaskatt af innflutningi sem er álagður og innheimtur hjá tollstjóra.
    Meðal þess sem óskað er eftir að fram komi í skýrslunni er eftirfarandi:
     1.      Hver er skýringin á því að þegar nettóálagning síðustu ára er skoðuð þá má sjá að hún hefur lækkað mikið?
     2.      Hvernig hefur þetta tekjutap áhrif á hagþróun og tekjur ríkisins?
     3.      Hefur verið gerð sérstök greining eða rannsókn á þessu tekjutapi í ráðuneytinu?
     4.      Svo virðist vera að tekjutap ríkisins af virðisaukaskatti af innlendum vörum og þjónustu hafi verið rúmir 25 milljarðar kr. frá árinu 2009, hvert var tapið á árinu 2011 og það sem af er ársins 2012?
     5.      Hver var heildarútskattsveltan og heildarinnskattsveltan á árunum 2009, 2010 og 2011 sem mynda nettótölurnar í ríkisreikningi þessara ára?
     6.      Getur verið að tölur fyrir áætlaða aðila séu taldar með í ríkisreikningi 2011, en ekki fyrir 2009 og 2010?