Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 94. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 732  —  94. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við breytingartillögu á þingskjali 667 [ársreikningar].



Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (LMós).



    Við     2. tölul.:
     a.      Við b-lið bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef einhver hluthafa félagsins, sem skylt er að upplýsa um skv. 2. málsl., er lögaðili skal upplýsa um hver sé raunverulegur eigandi hlutarins. Við mat á því hver telst raunverulegur eigandi skal stuðst við skilgreiningu 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 64/2006.
     b.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ársreikningaskrá skal birta reglulega með rafrænum og aðgengilegum hætti lista yfir eigendur félaga og eignarhlut þeirra byggðan á upplýsingum skv. 3. mgr.