Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 468. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 832  —  468. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (tekjuöflunaraðgerðir, kjarasamningar, verðlagsbreytingar o.fl.) og breytingartillögu á þingskjali 819.

Frá Helga Hjörvar.


     1.      2. tölul. brtt. á þskj. 819 falli brott.
     2.      Á eftir 21. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal vörugjald í eftirfarandi gjaldbilum gilda fyrir ökutæki sem falla undir undanþáguflokk 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. vegna ökutækja sem tollafgreidd eru á árinu 2013:
Gjaldbil Skráð losun CO2 Gjald í %
A 0–80 0
B 81–100 0
C 101–120 0
D 121–140 5
E 141–160 10
F 161–180 15
G 181–200 20
H 201–225 25
I 226–250 30
J yfir 250 35
     3.      18. tölul. brtt. á þskj. 819 orðist svo: 40. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
                  a.      1., 5., 6., 8., 16.–20, 22.–24., 28., 29. og 33. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013.
                  b.      2. gr. öðlast gildi 1. september 2013 og tekur til afhendingar og útleigu hótel- og gistiherbergja og annarrar gistiþjónustu frá og með þeim degi.
                  c.      3., 9.–14., 21., 25.–27., 30., 32. og 34. gr. öðlast þegar gildi.
                  d.      4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2013 og álagningu á árinu 2014.
                  e.      7. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2013.
                  f.      15. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda í staðgreiðslu vegna launagreiðslna frá og með 1. janúar 2013.
                  g.      31. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2013 vegna tekna ársins 2012.