Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 210. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 272  —  210. mál.
Leiðréttur texti. Greinargerð.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013.


Flm.: Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson,
Kristján L. Möller, Páll Jóhann Pálsson, Þorsteinn Sæmundsson.


1. gr.

    1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
    Starfsemi samkvæmt lögum þessum skal háð reglulegu opinberu eftirliti af hálfu Matvælastofnunar. Umfang og tíðni eftirlits skal byggt á áhættuflokkun.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013, í því skyni að draga úr umfangi þess eftirlits sem lögin mæla fyrir um. Lögin voru samþykkt á 141. löggjafarþingi en öðlast gildi 1. janúar 2014.
    Í frumvarpi því sem varð að lögunum var mælt fyrir um reglulegt opinbert eftirlit af hálfu Matvælastofnunar. Kveðið var á um að leyfisskyld starfsemi væri háð reglulegu opinberu eftirliti af hálfu stofnunarinnar en umfang þess og tíðni byggðist á áhættuflokkun.
    Þáverandi atvinnuveganefnd lagði til breytingu á ákvæðinu þar sem kveðið var á um tiltekið lágmark eftirlitsheimsókna þannig að yrðu ekki sjaldnar en annað hvert ár. Flutningsmenn leggja til að fallið verði frá því að mæla fyrir um svo tíðar eftirlitsheimsóknir og að ákvæðinu verði breytt í fyrra horf. Eftirlitið og umfang þess verði því byggt á áhættuflokkun. Flutningsmenn telja að með því að falla frá heimsóknum annað hvert ár megi draga töluvert úr kostnaði. Gert er ráð fyrir því að eftirlitið verði áhættumiðað og m.a. horft meira til þess hvort upplýsingum frá búfjáreigendum sé skilað með fullnægjandi hætti eða ekki.