Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 707  —  398. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um málefni aldraðra, lögum um almannatryggingar
og lögum um sjúkratryggingar (samningar sjúkratryggingastofnunar
við stofnanir fyrir aldraða).

(Eftir 2. umræðu, 19. desember.)


I. KAFLI


Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

1. gr.

    3. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 1. mgr. er heimilt að samþykkja dvöl einstaklinga sem eru yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum og í hjúkrunarrýmum stofnana fyrir aldraða enda hafi þeir verið metnir í þörf fyrir dvöl skv. 15. gr. Um greiðsluþátttöku þeirra fer samkvæmt lögum þessum.

2. gr.

    Í stað orðanna ,,Tryggingastofnun ríkisins“ í 19. gr. laganna kemur: sjúkratryggingastofnun.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
     a.      2. og 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hafi heimilismaður engar tekjur, sbr. 26. gr., skal sjúkratryggingastofnun greiða dvalarheimilinu dvalarframlag til greiðslu dvalarkostnaðar hans á stofnuninni. Dvalarframlagið skal nema hámarki dvalarkostnaðar sem um er samið skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar, sbr. þó 22. gr. laga þessara.
     b.      Í stað orðanna ,,það er ákveðið af ráðherra hverju sinni, sbr. 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar“ í 3. mgr. kemur: samið hefur verið um skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar.

4. gr.     

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
     a.      Í stað „34.659 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. tölul. 2. mgr. kemur: 74.696 kr.
     b.      Í stað orðanna ,,þau eru ákveðin af ráðherra, sbr. 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, og 3. mgr. 23. gr. laga þessara“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: samið hefur verið um skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar, sbr. þó 24. gr. laga þessara.
     c.      2. tölul. 2. mgr. orðast svo: Ef tekjur heimilismanns á dvalar- eða hjúkrunarheimili ná ekki 74.696 kr. á mánuði greiðir sjúkratryggingastofnun dvalarkostnað hans.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ tvívegis í 1. mgr. kemur: sjúkratryggingastofnun.
     b.      Orðin „sbr. 3. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
     c.      3. mgr. fellur brott.

6. gr.

    24. gr. laganna, með áorðnum breytingum, sbr. 25. gr. laga nr. 88/2015, orðast svo:
    Ráðherra ákveður með reglugerð hámark greiðsluþátttöku heimilismanns í dvalarkostnaði á stofnun, óháð því hvort stofnunin er á föstum fjárlögum eða ekki. Greiðsluþátttaka skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en nemur umsömdum dvalarkostnaði. Lög um sjúkratryggingar gilda þegar ekki liggja fyrir samningar um þjónustu í rýmum fyrir aldraða.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna, með áorðnum breytingum, sbr. 25. gr. laga nr. 88/2015:
     a.      Í stað orðanna „og greiðir“ í 3. mgr. kemur: en sjúkratryggingastofnun greiðir.
     b.      Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ og „Tryggingastofnun“ í 1. málsl. 8. mgr. kemur: sjúkratryggingastofnun.
     c.      Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 11. mgr. kemur: sjúkratryggingastofnun.

II. KAFLI

Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.

8. gr.

    Orðið „dvalarframlag“ í 3. gr. laganna, með áorðnum breytingum, sbr. 1. gr. laga nr. 88/ 2015, fellur brott.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. laganna:
     a.      6. mgr. fellur brott.
     b.      Orðin „og 6.“ í 7. mgr. falla brott.

III. KAFLI

Breyting á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum.

10. gr.

    24. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Þjónusta í rýmum fyrir aldraða.

    Sjúkratrygging tekur til þjónustu sem veitt er í rýmum fyrir aldraða. Skilyrði er að mat á þörf sjúkratryggðs fyrir þjónustuna hafi farið fram samkvæmt lögum um málefni aldraðra.

11. gr.

    Við lokamálsgrein 29. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um gjaldtöku af heimilismanni fyrir þjónustu í dvalar- og hjúkrunarrýmum, svo og í dagdvöl, fer samkvæmt lögum um málefni aldraðra.

12. gr.

    Við 1. mgr. 38. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Séu samningar um þjónustu í rýmum fyrir aldraða ekki fyrir hendi, sbr. IV. kafla, er einnig í sérstökum tilfellum heimilt að greiða stofnunum kostnað vegna þjónustu tímabundið á grundvelli gjaldskrár sem sjúkratryggingastofnun gefur út.

13. gr.

    Við 1. mgr. 39. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá annast stofnunin einnig samningsgerð um veitingu þjónustu í rýmum fyrir aldraða og um endurgjald ríkisins vegna hennar.

14. gr.

    Í stað orðsins „hjúkrunarrýmum“ í 4. mgr. 43. gr. laganna kemur: rýmum fyrir aldraða.

15. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2016. Þó skal 2. málsl. 1. gr. einungis gilda um þá sem hefja dvöl á hjúkrunarheimilum og í hjúkrunarrýmum stofnana fyrir aldraða eftir gildistöku laga þessara.