Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 813  —  401. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um lánshæfismatsfyrirtæki.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, LA, ÁslS, BN, JSV, VilB).


     1.      Við 2. gr.
       a.      Á eftir dagsetningunni „10. febrúar 2012“ í 1. mgr. komi: sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 21. júní 2012, bls. 31.
       b.      Á eftir dagsetningunni „30. september 2016“ í 1. mgr. komi: sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 13 frá 23. febrúar 2017, bls. 42–51.
       c.      2. mgr. falli brott.
     2.      Við 3. gr.
       a.      3. mgr. orðist svo:
                 Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að farið sé að 1. mgr. 4. gr., 5. gr. a og 8. gr. b – 8. gr. d reglugerðar (EB) nr. 1060/2009. Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn ákvæðunum og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra.
       b.      Í stað orðanna „lagðar eru“ í 1. og 2. málsl. 4. mgr. komi: Fjármálaeftirlitið leggur.
       c.      Í stað orðanna „m.a. tekið“ í 5. mgr. komi: Fjármálaeftirlitið taka.
       d.      Á eftir orðunum „mánaðar frá“ í 6. mgr. komi: því að viðkomandi er tilkynnt um.
       e.      Á undan orðunum „heimilt að“ í 8. mgr. komi: Fjármálaeftirlitinu.
     3.      Við 4. gr.
       a.      Á eftir orðunum „Eftirlitsstofnunar EFTA“ í 1. mgr. komi: sbr. 1. mgr. 23. gr. c og 23. gr. d reglugerðar (EB) nr. 1060/2009.
       b.      Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Til þeirra rannsóknaraðgerða sem kveðið er á um í a–c-lið og e-lið 1. mgr. 23. gr. c og 23. gr. d reglugerðar (EB) nr. 1060/2009 þarf heimild dómara nema samþykki þess aðila sem rannsóknaraðgerðirnar beinast að liggi fyrir.
     4.      5. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Upplýsingagjöf.

         Um upplýsingagjöf innlendra aðila, bæði til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og stofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins, fer samkvæmt ákvæðum laga um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
     5.      6. gr. falli brott.
     6.      Í stað orðanna „reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki“ í 8. gr. komi: reglugerðar (EB) nr. 1060/2009.
     7.      Við 9. gr.
       a.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um nánari útfærslu laga þessara sem byggjast á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin mótar og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkir á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 1060/2009.
       b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Stjórnvaldsfyrirmæli.