Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1109  —  595. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur um dómsmál Lánasjóðs íslenskra námsmanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna haldið utan um þann fjölda mála sem sjóðurinn hefur átt aðild að fyrir dómstólum frá árinu 2000?

    Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frá lánasjóðnum fengust þau svör að ekki væri haldin sérstök skrá um mál sem sjóðurinn hefði flutt fyrir dómstólum. Hins vegar hefði lánasjóðurinn, í kjölfar fyrri fyrirspurnar þingmannsins um fjölda mála sem flutt eru fyrir dómstólum, aflað upplýsinga um fjölda þeirra mála sem þingfest hefðu verið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá janúar 2000 til apríl 2017. Þær upplýsingar má finna í skriflegu svari ráðherra til fyrirspyrjanda, sjá þskj. 881.