Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1009  —  139. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um rekstur háskóla.

    Heildstæðar upplýsingar til að svara sundurliðuðum spurningum í þessari fyrirspurn eru ekki fyrir hendi á einum stað og í sumum tilfellum eru þær ekki til yfir höfuð. Dregið hefur verið saman tiltækt efni og er vísað til þess í eftirfarandi texta, töflu og í 10 viðaukum sem fylgja svarinu.

     1.      Hver var fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl.10 ár?
    Í töflu hér á eftir er yfirlit yfir fjölda nýnema og brautskráningar 2008–2015. Tölur fyrir 2016 og 2017 eru ekki tiltækar en Hagstofa Íslands vinnur nú að því að safna þeim. Tölur um nýnema árið 2011 vantar.
    Tölur um nýnema árin 2008–2010 eru frá Hagstofu Íslands. Ráðuneytið safnaði tölum um háskóla á árunum 2012–2015 vegna þess að þær voru ekki tiltækar hjá Hagstofunni. Nokkur munur er á tölunum eftir uppruna. Hagstofa Íslands getur rakið hvort einstaklingur sem innritar sig í skóla hafi stundað nám áður á sama skólastigi, óháð skóla og námsbraut. Hugtakið „nýnemi“ í tölum Hagstofunnar vísar því til nema sem hefur nám í fyrsta sinn í háskóla hér á landi. Hins vegar miðast tölur ráðuneytis við nemendur sem eru að hefja nám á viðkomandi námsbraut í fyrsta sinn. Þar af leiðandi getur sami einstaklingur verið nýnemi oftar en einu sinni í tölum ráðuneytis (t.d. ef hann skiptir um námsbraut eða skóla) en svo er ekki í tölum Hagstofunnar.
    Ekki eru til tölur um brautskráningar brotnar niður á misseri. Tölur um brautskráningar fyrir árin 2008–2013 eru frá Hagstofu Íslands og miðast við skólaár, þ.e. 2007/2008 til 2012/2013. Tölur fyrir árin 2014 og 2015 eru frá ráðuneytinu og miðast við almanaksár.

Fjöldi nýnema og brautskráðra úr háskólum á Íslandi 2008–2015.

Ár Nýnemar Brautskráðir
2008 3.667 3.458
2009 4.372 4.007
2010 3.898 4.234
2011 4.019
2012 5.287 3.940
2013 5.360 4.068
2014 5.064 4.363
2015 5.476 4.496


    Í viðauka I má sjá nánari skiptingu á nýnemum á milli háskóla úr gögnum ráðuneytis, þ.e. árin 2012–2015. Skipting milli deilda er ekki til, en sýnd er skipting á milli námsstiga.
    Í viðauka II má sjá skiptingu á brautskráningum á milli háskóla og námsstiga úr gögnum ráðuneytis, þ.e. árin 2012–2015.

     2.      Hvernig skiptist árlegt fjármagn milli deilda/sviða háskólanna samkvæmt reiknilíkani ráðuneytisins árin 2017 og 2018?
    Reiknilíkan ráðuneytisins er notað til að reikna út skiptingu á kennslufjárveitingum til háskóla niður á reikniflokka en ekki deildir og svið. Námsgreinum í háskólum er skipt niður á fimmtán reikniflokka. Háskólar fá greidda eina upphæð sem þeir svo deila sjálfir á milli deilda og sviða. Skipting háskólanna á fjármagni til kennslu annars vegar og rannsókna hins vegar er því ekki endilega sú sama og gert er ráð fyrir í fjárveitingum ráðuneytisins, enda er niðurstaða ráðuneytis aðeins áætlun (sjá nánar um reiknilíkan háskóla í svari við 4. tölul. fyrirspurnarinnar).
    Í viðauka III má sjá hvernig fjárveitingum til kennslu var skipt niður á háskóla og reikniflokka árin 2017 og 2018.
    Á síðustu árum hafa háskólar einnig fengið greidd útskriftarframlög á grundvelli reiknilíkansins. Þetta er aðeins lítill hluti af heildarfjárveitingu til kennslu, eða minna en 5%. Útskriftarframlögin eru reiknuð á grundvelli fjölda brautskráninga tveggja síðustu ára, brotið niður á stig. Greitt er mismunandi verð fyrir bakkalárstig, meistarastig og doktorsstig.
    Í viðauka IV má sjá hvernig þessi framlög skiptust milli háskóla á árunum 2017 og 2018.

     3.      Hvaða áhrif hafði nemendafjöldi á fjárframlög til hvers háskóla árin 2017 og 2018?
    Frá innleiðingu reiknilíkansins um aldamótin 2000 og fram til ársins 2011 lækkaði verð reikniflokka töluvert að raunvirði. Lítil breyting var á verðflokkum að raunvirði á milli 2011 og 2016. Á fjárlagaárinu 2016 var ákveðið að halda reiknuðum fjölda ársnemenda í fjárlögum stöðugum til að unnt væri að nýta svigrúm í fjárveitingum til að hækka verðflokka. Markmiðið var að fjármagnið nýttist til að efla gæði kennslu fremur en til að hvetja til frekari stækkunar á kerfinu. Var þetta einnig gert á árunum 2017 og 2018. Breytingar í nemendafjölda hafa því ekki haft áhrif á fjárframlög á árunum 2017 og 2018.

     4.      Hvernig sundurliðast árlegur kostnaður háskólanna eftir önnum samkvæmt reiknilíkani ráðuneytisins sl. 10 ár, að meðtöldu árinu 2018 samkvæmt áætlun fjárlaga?
    Reiknilíkan háskóla er tæki til að deila fjármagni til kennslu á milli stofnana. Í líkaninu felst ekki sundurliðun kostnaðar eða eiginlegt mat á raunkostnaði. Stikar í líkaninu, þ.e. fjöldi ársnema og brautskráninga, snúa að útkomu háskólastarfs fremur en aðföngum til starfsins. Verðflokkar líkansins fela þó í sér ákveðna kostnaðarhugsun því markmið þeirra er að taka tillit til þess að ólíkur kostnaður liggur að baki kennslu í ólíkum námsgreinum. Þetta kemur til af því að þarfir greina eru ólíkar með tilliti til skipulags náms, tækjabúnaðar, aðstöðu, verkefnatíma, einstaklingskennslu o.s.frv. Verðflokkarnir byggjast þó ekki á greiningu á raunkostnaði við kennslu á hverjum tíma heldur á ákveðnum almennum forsendum sem settar voru í upphafi. Háskólarnir fá greidda eina upphæð, sem felur í sér framlag til kennslu, rannsókna og annarrar starfsemi. Það er á ábyrgð háskólanna að dreifa fjármagninu innan sinna veggja og eru þeir óbundnir af skiptingu ráðuneytis á milli verðflokka og á milli kennsluframlags og rannsóknarframlags. Ákvarðanir um kennsluframlög eru á ársgrundvelli en skiptast ekki niður á misseri.
    Benda má á að innleiðing reiknilíkans háskóla árið 1999 markaði þá grundvallarbreytingu að fjárveitingar voru látnar fylgja nemendum en ekki fjölda stöðugilda, launum, aðstæðum, kostnaðarhegðun o.s.frv. eins og áður. Með breytingunni var rekstrarlegt sjálfstæði háskólanna aukið og þeim falin ríkari ábyrgð á því að aðlaga reksturinn að fjárveitingum og halda honum innan þeirra.
    Við útreikning á framlögum til kennslu í hverjum skóla er jafnan notaður veginn meðalfjöldi ársnema á síðustu árum og spá fyrir yfirstandandi ár. Rauntölur ársins á undan vega 20%, rauntölur yfirstandandi árs vega 60% og áætlun fyrir næsta ár vegur 20%. Frá og með árinu 2016 hafa breytingar í nemendafjölda þó ekki haft áhrif á niðurstöðuna eins og útskýrt er í svari við 3. tölul. fyrirspurnarinnar.
    Í viðauka V má finna upplýsingar um skiptingu kennsluframlaga til hvers háskóla samkvæmt reiknilíkani eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi hvers árs fyrir tímabilið 2008–2015.

     5.      Hver hefur verið árleg úthlutun af safnliðum ráðuneytisins eftir háskólum sl. 10 ár og hverjar eru forsendur úthlutunar hvers árs?
    Í viðauka VI má finna upplýsingar um árlegar úthlutanir af safnliðum ráðuneytisins til háskóla á árunum 2008–2017. Í heildina er úthlutunin tæplega 1,2 milljarðar kr. Í viðauka VII má sjá að þar af er rúmlega 1,1 milljarður kr. vegna ákvarðana sem fram koma á fjárlögum og um 60 millj. kr. vegna styrkja til ákveðinna verkefna sem tekin var ákvörðun um í ráðuneytinu.

     6.      Hver var árlegur kostnaður sömu skóla samkvæmt ríkisreikningi og hver er helsta skýring árlegs fráviks í rekstri hvers skóla frá kostnaðarmati samkvæmt reiknilíkaninu?
    Árið 2016 var 437,9 millj. kr. halli af rekstri opinberra háskóla í heild, eða sem nemur 2,6% af heildarfjárheimildum þeirra. Uppgjöri ársins 2017 er ekki að fullu lokið en ljóst er að afkoma þriggja þeirra verður jákvæð. Horfur eru á halli verði á rekstri Háskólans á Hólum. Nánari upplýsingar um rekstrarafkomu opinberra háskóla 2008–2016 og áætlun fyrir 2017 má finna í viðauka VIII.
    Ráðuneytið hefur virkt eftirlit með rekstri skólanna og gefur fjármála- og efnahagsráðuneytinu ársfjórðungslega skýringar á frávikum í rekstri stofnana. Miðað hefur verið við að leita skýringa þegar útgjöld stofnunar eru 4% umfram fjárheimild eða hærri.
    Jafnvægi var í rekstri Háskóla Íslands á árunum 2008–2014. Á árunum 2015 og 2016 varð nokkur halli á rekstrinum, aðallega vegna þess að laun hækkuðu umfram þær launabætur sem skólinn fékk á fjárlögum. Þess skal geta að um 300 millj. kr. af rekstrarhalla ársins 2016 má rekja til gengistaps.
    Rekstur Háskólans á Akureyri hefur verið í góðu jafnvægi á undanförnum árum.
    Landbúnaðarháskóli Íslands glímdi við svo til samfelldan rekstrarhalla á árunum 2008– 2014. Á árinu 2014 var gripið til róttækra skipulags- og hagræðingaraðgerða sem skiluðu bættri afkomu. Jafnvægi náðist í rekstrinum á árinu 2015 og hefur skólinn verið rekinn innan fjárveitinga síðan. Þrátt fyrir að uppgjöri fyrir árið 2017 sé ekki lokið er ljóst að verulegur afgangur verður af rekstrinum. Rekstrarafgangi verður að stærstum hluta varið til endurbóta á húsnæði skólans að Reykjum í Ölfusi, en töluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á árinu 2018.
    Háskólinn á Hólum hefur glímt við langvarandi rekstrarvanda. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir stjórnenda og viðleitni ráðuneytisins hefur ekki enn tekist að stöðva hallareksturinn. Þó hefur dregið töluvert úr honum. Skólinn er lítill og reksturinn er því afar viðkvæmur fyrir óvæntum áföllum. Ráðuneytið hækkaði fjárveitingu skólans með sértækum hætti árin 2017 og 2018 til að efla stoðþjónustu.

     7.      Hvert var brottfall nemenda á hverri önn og hvernig skilgreinir ráðherra brottfall úr háskóla?

    Skilgreiningar á brotthvarfi nemenda úr námi er ekki að finna í lögum eða reglugerðum. Ekki er fylgst með brotthvarfi úr háskólum hér á landi með kerfisbundnum hætti, þó vera megi að einstaka háskólar vakti brotthvarf hjá sér.
    Ráðuneytið fjallar um brotthvarf aðallega með tvennum hætti:
    Í fyrsta lagi má nefna endurkomuhlutfall. Með hugtakinu er vísað til þess hvort nemandi sem ekki hefur lokið námi mæti aftur til náms næsta skólaár. Ráðuneytið safnaði upplýsingum um endurkomuhlutfall háskóla á árunum 2012–2015. Árið 2015 var það 71% hjá Háskóla Íslands, 64% hjá Háskólanum á Akureyri, 67% hjá Háskólanum í Reykjavík, 85% hjá Háskólanum á Bifröst, 77% hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, 88% hjá Háskólanum á Hólum og 92% hjá Listaháskóla Íslands.
    Í öðru lagi má horfa til brautskráninga til að kanna hversu vel nemendur skila sér gegnum skólakerfið með því að skoða brautskráningarhlutfall. Vísar hugtakið til hlutfalls af hópi nýnema sem ljúka námi á tilætluðum tíma. Hagstofa Íslands hefur gert kannanir á námslokahlutfalli í samstarfi við Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD). Nýjustu tölur um brautskráningarhlutfall frá Hagstofu Íslands benda til þess að um 70% þeirra sem hefja nám í háskóla ljúki háskólagráðu á innan við tíu árum.

     8.      Er marktækur munur á brottfalli milli deilda í opinberum háskólum? Ef svo er, hver er munurinn?

    Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um brottfall nemenda í einstökum deildum opinberra háskóla.

     9.      Hver var árlegur kostnaður hvers háskóla vegna brottfallinna nemenda og hvernig er sá kostnaður gerður upp?
    Ráðuneytið tekur ekki saman kostnað háskóla vegna brottfalls og er ekki kunnugt um hvort háskólar meti slíkan kostnað. Af hálfu ráðuneytisins fer ekki fram sérstakt uppgjör vegna brottfalls nemenda.

     10.      Hvað kostaði hver útskriftarnemi á önn að meðaltali hjá hverjum skóla sl. 10 ár?
    Ráðuneytið býr ekki yfir upplýsingum um kostnað háskólanna við hvern útskriftarnema.
    Í viðauka IX má finna upplýsingar um gjöld háskóla á hvern ársnema á árunum 2000– 2016 á verðlagi ársins 2017.

     11.      Hver var áætlaður kostnaður við hvern nemanda samkvæmt verðflokkum ráðuneytisins, með og án frádráttarliða árin 2017 og samkvæmt áætlun fjárlaga 2018?
    Í viðauka X má finna upplýsingar um áætlaðan kostnað fyrir hvern ársnema árin 2017 og 2018 eftir verðflokkum reiknilíkans ráðuneytisins.

Viðaukar:

Viðauki I. Nýnemar eftir skólum og námsstigum 2012–2015.

Ár Námsstig HA HR HB LBHÍ HH LHÍ Samtals
2015 Alls 2642 753 1524 193 59 115 190 5476
Grunndiplóma 160 10 171 55 1 397
Bakkalárstig 2213 604 955 115 48 57 151 4143
Viðbótardiplóma 80 61 141
Meistarastig 159 78 395 78 11 3 38 762
Doktorsstig 30 3 33
2014 Alls 2625 639 1292 246 56 61 145 5064
Grunndiplóma 139 1 116 19 275
Bakkalárstig 2226 470 861 117 49 41 112 3876
Viðbótardiplóma 52 16 1 69
Meistarastig 179 152 310 128 7 1 33 810
Doktorsstig 29 5 34
2013 Alls 2947 539 1419 123 74 97 161 5360
Grunndiplóma 153 7 168 39 2 369
Bakkalárstig 2530 400 920 87 64 52 118 4171
Viðbótardiplóma 64 10 4 78
Meistarastig 184 122 325 36 9 6 37 719
Doktorsstig 16 6 1 23
2012 Alls 2844 559 1498 135 40 83 128 5287
Grunndiplóma 108 3 187 38 2 338
Bakkalárstig 2487 452 915 117 28 41 96 4136
Meistarastig 235 104 388 18 11 4 30 790
Doktorsstig 14 8 1 23

Viðauki II. Brautskráningar eftir skólum og námsstigum 2012–2015.

Ár Námsstig HA HR HB LBHÍ HH LHÍ Samtals
2015 Alls 3044 354 738 116 31 70 143 4496
Grunndiplóma 79 52 32 1 164
Bakkalárstig 1623 241 450 71 20 37 105 2547
Viðbótardiplóma 366 46 1 413
Meistarastig 913 67 232 45 11 1 36 1305
Doktorsstig 63 4 67
2014 Alls 2987 335 706 77 39 88 131 4363
Grunndiplóma 64 1 57 34 2 158
Bakkalárstig 1640 216 409 46 26 52 85 2474
Viðbótardiplóma 304 25 3 5 337
Meistarastig 897 93 236 28 10 2 39 1305
Doktorsstig 82 4 3 89
2013 Alls 2717 292 648 141 37 84 149 4068
Grunndiplóma 64 56 1 50 1 172
Bakkalárstig 1650 214 462 90 27 33 118 2594
Viðbótardiplóma 252 13 6 271
Meistarastig 699 65 126 50 9 1 24 974
Doktorsstig 52 4 1 57
2012 Alls 2813 284 728 247 35 91 113 4311
Grunndiplóma 44 82 3 58 1 188
Bakkalárstig 1628 216 415 155 26 32 101 2573
Meistarastig 1103 68 228 89 9 1 11 1509
Doktorsstig 38 3 41

Viðauki III. Fjárveitingar til kennslu árin 2017 og 2018 eftir reikniflokkum og háskólum.

Háskóli Íslands 2017 2018
Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og annað hliðstætt nám 3.000.237 3.584.839
Nám á sviði tölvunarfræði og stærðfræði og annað hliðstætt nám 337.703 363.435
Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingakennslu 1.478.500 1.674.127
Hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun í meðhöndlun sjúklinga 663.116 855.904
Nám í raunvísindum, verk- og tæknifræði sem krefst verklegra æfinga og sérhæfðs búnaðar 2.230.908 2.286.497
Læknisnám sem felst m.a. í verklegum æfingum, notkun sérhæfðs búnaðar og þjálfun 668.511 791.491
Nám í tannlækningum 181.733 224.749
Kennsluframlag samtals (þús. kr.): 8.560.709 9.781.043
Háskólinn á Akureyri 2017 2018
Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og annað hliðstætt nám 412.238 493.552
Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingakennslu 200.154 217.990
Hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga 558.156 650.370
Nám í raunvísindum, verk- og tæknifræði sem krefst verklegra æfinga og sérhæfðs búnaðar 156.161 175.002
Kennsluframlag samtals (þús. kr.): 1.326.708 1.536.914
Landbúnaðarháskóli Íslands 2017 2018
Nám í raunvísindum, verk- og tæknifræði sem krefst verklegra æfinga og sérhæfðs búnaðar 219.352 188.964
Starfsmenntanám í Landbúnaðarháskóla Íslands 255.455 341.215
Kennsluframlag samtals (þús. kr.): 474.807 530.179
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 2017 2018
Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og annað hliðstætt nám 79.301 90.501
Nám í raunvísindum, verk- og tæknifræði sem krefst verklegra æfinga og sérhæfðs búnaðar 32.383 34.632
Hestafræði í Hólaskóla – Háskólanum á Hólum 103.880 117.227
Kennsluframlag samtals (þús. kr.): 215.564 242.360
Háskólinn á Bifröst 2017 2018
Aðfararnám að námi á háskólastigi 64.627 57.572
Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og annað hliðstætt nám 256.026 311.783
Kennsluframlag samtals (þús. kr.): 320.653 369.355
Háskólinn í Reykjavík 2017 2018
Aðfararnám að námi á háskólastigi 143.669 123.556
Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og annað hliðstætt nám 649.801 791.843
Nám á sviði tölvunarfræði og stærðfræði og annað hliðstætt nám 549.437 634.837
Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingakennslu 140.515 134.885
Nám í raunvísindum, verk- og tæknifræði sem krefst verklegra æfinga og sérhæfðs búnaðar 1.085.159 1.132.281
Kennsluframlag samtals (þús. kr.): 2.568.581 2.817.402
Listaháskóli Íslands 2017 2018
Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingakennslu 41.148 45.989
Nám í raunvísindum, verk- og tæknifræði sem krefst verklegra æfinga og sérhæfðs búnaðar 29.448 31.496
Listnám – myndlist 191.675 189.469
Listnám – danslist 42.876 43.316
Listnám – tónlist 215.028 253.830
Listnám – leiklist 75.550 79.891
Listnám – hönnun og arkitektúr 288.002 303.830
Kennsluframlag samtals (þús. kr.): 883.728 947.820

Viðauki IV. Útskriftarframlög árin 2017 og 2018 eftir háskólum.

Skóli/ár 2017 2018
Háskóli Íslands 426.850 417.575
Háskólinn á Akureyri 44.025 48.775
Landbúnaðarháskóli Íslands 5.925 4.800
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 6.825 5.800
Háskólinn á Bifröst 12.575 15.975
Háskólinn í Reykjavík 92.125 104.950
Listaháskóli Íslands 18.175 20.500
Brautskráningarframlög samtals (þús. kr.): 606.500 618.375



Viðauki V. Kennsluframlög til háskóla á tímabilinu 2008–2018.

Skóli/ár 2008 2009 2010 2011 2012
Háskóli Íslands 5.335,6 6.102,9 6.044,0 5.708,4 6.169,8
Háskólinn á Akureyri 883,7 982,2 915,3 855,6 895,5
Landbúnaðarháskóli Íslands* - - - 320,6 342,3
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum* - - - 141,1 148,6
Háskólinn á Bifröst 218,3 288,2 275,4 261,1 272,5
Háskólinn í Reykjavík 1.447,5 1.733,0 1.630,5 1.491,2 1.568,7
Listaháskóli Íslands 560,6 666,5 600,2 581,8 611,2
Framlag skv. reiknilíkani (millj. kr.) 8.445,7 9.772,8 9.465,4 9.359,8 10.008,6
* Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum fluttust til mennta- og menningarmálaráðuneytis 2008 en kennsluframlög voru fyrst ákveðin samkvæmt reiknilíkani árið 2011.
Skóli/ár 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Háskóli Íslands 6.904,9 7.168,7 7.900,3 8.811,4 9.285,6 10.460,3
Háskólinn á Akureyri 967,2 1.018,9 1.097,9 1.252,8 1.400,5 1.615,5
Landbúnaðarháskóli Íslands 378,2 380,7 404,3 453,5 482,7 536,9
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 168,7 179,3 199,1 213,4 224,8 250,5
Háskólinn á Bifröst 266,9 232,2 244,0 272,5 299,8 352,3
Háskólinn í Reykjavík 1.674,6 1.697,5 2.063,3 2.347,0 2.473,9 2.736,3
Listaháskóli Íslands 703,7 717,9 745,6 831,7 873,5 938,5
Framlag skv. reiknilíkani (millj. kr.) 11.064,3 11.395,1 12.654,5 14.182,3 15.040,9 16.890,4

Viðauki VI. Árleg úthlutun af safnliðum ráðuneytis til háskóla 2008–2017.

2008
Háskóli Íslands 29.076.695
Rekstur Landskrifstofu menntaáætlunar ESB – framlag á fjárlögum 19.552.975
Styrkur vegna ráðstefnunnar Does Size Matter? 300.000
Styrkur vegna útgáfu íslenskrar Lögfræðiorðabókar 4.000.000
Styrkur vegna úttektar á Norrænu eldfjallastöðinni 383.720
Stuðningur til kennslu erlendra nema í íslenskum miðaldafræðum 3.240.000
Stuðningur við rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 1.500.000
Styrkur vegna norrænnar ráðstefnu háskólaskjalavarða á Íslandi 100.000
2009
Háskóli Íslands 42.850.000
Stuðningur til kennslu erlendra nema í íslenskum miðaldafræðum 1.000.000
Stuðningur við rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 1.500.000
Framlag vegna sumarnáms 2009 – framlag á fjárlögum 40.000.000
Styrkur vegna hátíðahalda í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Charles Darwin 100.000
Styrkur vegna ráðstefnu um efnahags-, umhverfis- og menntamál Kína 250.000
Háskólinn á Akureyri 17.500.000
Framlag vegna sumarnáms 2009 – framlag á fjárlögum 10.000.000
Samningur við LÍÚ um menntun og ranns. í sjávarútvegi – framlag á fjárlögum 7.500.000
Háskólinn á Bifröst 8.000.000
Framlag vegna sumarnáms 2009 – framlag á fjárlögum 8.000.000
Listaháskóli Íslands 7.500.000
Framlag vegna sumarnáms 2009 – framlag á fjárlögum 7.500.000
Háskólinn í Reykjavík 5.000.000
Framlag vegna sumarnáms 2009 – framlag á fjárlögum 5.000.000
2010
Háskóli Íslands 3.652.612
Stuðningur til kennslu erlendra nema í íslenskum miðaldafræðum 1.356.000
Stuðningur við rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 753.612
Styrkur vegna rannsóknarþings Verkfr.- og náttúruvísindasviðs 75.000
Stuðningur til kennslu í ísl. miðaldafræðum til meistaranáms 2010–2011 1.368.000
Styrkur vegna útgáfu bókar um þróun lífsins 100.000
Háskólinn á Akureyri 10.000.000
RES Orkuskólinn – lokagreiðsla 10.000.000
Listaháskóli Íslands 10.000.000
Styrkur vegna verkefnis um hugmyndahús háskólanna 10.000.000
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 100.000
Styrkur vegna alþjóðlegrar ráðstefnu á Hólum 100.000
Háskólinn í Reykjavík 100.000
Styrkur vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um máltækni 100.000
2011
Háskóli Íslands 127.276.126
Stuðningur til kennslu erlendra nema í íslenskum miðaldafræðum 1.368.000
Stuðningur við rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 2.256.843
Styrkur vegna úttektar á menningartengdri ferðaþjónustu 1.000.000
Styrkur vegna 4. íslenska söguþingsins, í júní 2012 750.000
Rekstur samstarfsnets opinberra háskóla – framlag á fjárlögum 115.731.283
Styrkur vegna Norræna ofurtölvuversins Nordic HPS 4.000.000
Kennsla í íslensku táknmáli 2011–2012 – framlag á fjárlögum 2.000.000
Styrkur vegna Master Class í safnafræðum 70.000
Styrkur vegna ráðstefnu til heiðurs Þráni Eggertssyni 100.000
Háskólinn á Akureyri 900.000
Styrkur vegna samstarfs Íslands og Indlands um jarðskjálftarannsóknir 900.000
2012
Háskóli Íslands 132.956.464
Stuðningur til kennslu erlendra nema í íslenskum miðaldafræðum 1.400.000
Stuðningur við rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 1.200.000
Rekstur samstarfsnets opinberra háskóla – framlag á fjárlögum 128.006.464
Kennsla í íslensku táknmáli 2012–2013 – framlag á fjárlögum 2.000.000
Styrkur vegna opnunar norræns ofurtölvuvers 200.000
Styrkur vegna málþingsins Kyn og kreppa 150.000
Listaháskóli Íslands 300.000
Styrkur vegna útskriftarsýningar fatahönnunarnema LHÍ 200.000
Styrkur vegna ferðar Steinunnar Knútsdóttur til Nýju-Delí 100.000
2013
Háskóli Íslands 157.550.000
Rekstur samstarfsnets opinberra háskóla – framlag á fjárlögum 157.000.000
Styrkur vegna 80 ára afmælis íþróttakennslu á Laugarvatni 100.000
Styrkur vegna 25th Scandinavian Conference of Lingustics 200.000
Styrkur til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur v. Evrópska tungumáladagsins 250.000
Háskólinn á Akureyri 2.500.000
Styrkur vegna samvinnu Indlands og Íslands um jarðskjálftarannsóknir 2.500.000
2014
Háskóli Íslands 115.500.000
Stuðningur við rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 300.000
Rekstur samstarfsnets opinberra háskóla – framlag á fjárlögum 95.000.000
Rannsóknasetur HÍ á landsbyggðinni – framlag á fjárlögum 20.000.000
Styrkur vegna undirbúnings að gerð íslensk-franskrar orðabókar 150.000
Styrkur vegna Jafnréttisdaga HÍ 2014 50.000
Háskólinn á Akureyri 16.000.000
Tækjabúnaður og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 16.000.000
Háskólinn á Bifröst 16.000.000
Tækjabúnaður og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 16.000.000
Listaháskóli Íslands 20.000.000
Flutningar og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 20.000.000
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 13.000.000
Grunngerð og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 13.000.000
Háskólinn í Reykjavík 20.000.000
Tækjabúnaður og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 20.000.000
Landbúnaðarháskóli Íslands 13.000.000
Tækjabúnaður og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 13.000.000
2015
Háskóli Íslands 55.075.000
Rekstur samstarfsnets opinberra háskóla – framlag á fjárlögum 35.000.000
Rannsóknasetur HÍ á landsbyggðinni – framlag á fjárlögum 20.000.000
Styrkur vegna jafnréttisdaga HÍ 2015 75.000
Háskólinn á Bifröst 15.000.000
Gæðamál og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 15.000.000
Listaháskóli Íslands 29.000.000
Tölvukerfi og húsnæðismál – framlag á fjárlögum 20.000.000
Stuðningur vegna húsnæðismála 9.000.000
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 20.000.000
Grunngerð, gæðamál og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 20.000.000
Landbúnaðarháskóli Íslands 12.000.000
Tækjabúnaður og styrking reksturs – framlag á fjárlögum 12.000.000
2016
Háskóli Íslands 725.000
Styrkur vegna ráðstefnu um táknmálstúlkun 200.000
Styrkur vegna ráðstefnunnar NonfictioNOW 100.000
Styrkur vegna Jafnréttisdaga HÍ 2016 150.000
Styrkur vegna ráðstefnunnar The Future Fictions 150.000
Styrkur vegna ráðstefnu um Tækniyfirfærsluskrifstofu Íslands 125.000
Háskólinn á Akureyri 43.700.000
Kennsla í lögreglufræðum á háskólastigi – framlag á fjárlögum 43.700.000
Háskólinn í Reykjavík 25.000.000
Kennsla í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum – framlag á fjárlögum 25.000.000
2017
Háskóli Íslands 58.100.000
Ráðgjafanefnd gæðaráðs háskóla 4.000.000
Breyting á skírteinisviðauka háskóla á Íslandi 1.000.000
Rekstur samstarfsnets opinberra háskóla – framlag á fjárlögum 30.000.000
Þróun fagháskólanáms – framlag á fjárlögum 23.100.000
Háskólinn á Akureyri 23.100.000
Þróun fagháskólanáms – framlag á fjárlögum 23.100.000
Háskólinn á Bifröst 7.700.000
Þróun fagháskólanáms í verslunarstjórnun – framlag á fjárlögum 7.700.000
Listaháskóli Íslands 21.700.000
Styrkur vegna flutnings tónlistardeildar 14.000.000
Þróun fagháskólanáms – framlag á fjárlögum 1.540.000
Þróun fagháskólanáms í tónlistarkennslu – framlag á fjárlögum 6.160.000
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 7.700.000
Þróun fagháskólanáms – framlag á fjárlögum 7.700.000
Háskólinn í Reykjavík 76.100.000
Kennsla í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum – framlag á fjárlögum 25.000.000
Þróun fagháskólanáms – framlag á fjárlögum 51.100.000
Landbúnaðarháskóli Íslands 7.700.000
Þróun fagháskólanáms í búrekstrarfræði – framlag á fjárlögum 7.700.000
Samtals úthlutun af safnliðum til háskóla 2008–2017 1.171.361.897

Viðauki VII. Skipting árlegra úthlutana af safnliðum. Ákvarðanir á fjárlögum og styrkir til ákveðinna verkefna 2008–2017.

Skipting: Krónur
Styrkur til verkefna:
2008 6.283.720
2009 2.850.000
2010 13.852.612
2011 10.444.843
2012 3.250.000
2013 3.050.000
2014 500.000
2015 75.000
2016 725.000
2017 19.000.000
Styrkur til verkefna, alls: 60.031.175
Framlag á fjárlögum
2008 22.792.975
2009 78.000.000
2010 10.000.000
2011 117.731.283
2012 130.006.464
2013 157.000.000
2014 213.000.000
2015 131.000.000
2016 68.700.000
2017 183.100.000
Framlag á fjárlögum, alls: 1.111.330.722
Samtals: 1.171.361.897

Viðauki VIII. Rekstrarafkoma háskóla á tímabilinu 2008–2017.

Háskóli Íslands

Ár
Rekstrarafkoma millj. kr. Hlutfall af framlagi ríkis
2008 246,0 3,4%
2009 240,5 2,6%
2010 209,5 2,3%
2011 256,5 2,8%
2012 -49,3 -0,5%
2013 -24,7 -0,2%
2014 52,7 0,5%
2015 -129,8 -1,1%
2016 -494,0 -3,8%
2017* 1.537,2 11,0%
*Áætlun
Háskólinn á Akureyri
Ár Rekstrarafkoma millj. kr. Hlutfall af framlagi ríkis
2008 234,4 15,2%
2009 22,5 1,6%
2010 28,6 2,1%
2011 14,6 1,1%
2012 15,5 1,1%
2013 23,6 1,6%
2014 2,4 0,2%
2015 11,9 0,7%
2016 3,1 0,2%
2017* 9,1 0,4%
*Áætlun
Landbúnaðarháskóli Íslands
Ár Rekstrarafkoma millj. kr. Hlutfall af framlagi ríkis
2008 -149,7 -30,7%
2009 36,1 6,4%
2010 -11,1 -14,0%
2011 -76,8 -14,0%
2012 -83,8 -14,7%
2013 -21,5 -3,4%
2014 -10,9 -1,7%
2015 32,5 4,7%
2016 67,8 9,2%
2017* 163,7 18,2%
*Áætlun
Háskólinn á Hólum
Ár Rekstrarafkoma millj. kr. Hlutfall af framlagi ríkis
2008 24,8 6,1%
2009 0,0 0,0%
2010 -6,7 -2,6%
2011 -58,0 -24,3%
2012 -43,7 -14,7%
2013 20,5 6,7%
2014 -12,3 -4,4%
2015 -19,5 -5,7%
2016 -14,8 -4,3%
2017* -15,3 -3,7%
*Áætlun

Viðauki IX. Gjöld á ársnema 2000–2016 (á verðlagi 2017).

Ár Heildargjöld (verðlag 2017) Ársnemar Gjöld á hvern ársnema
2000 15.839,8 6.964 2,27
2001 15.833,3 7.764 2,04
2002 17.816,5 8.849 2,01
2003 18.299,5 10.129 1,81
2004 20.783,5 11.345 1,83
2005 24.883,6 11.215 2,22
2006 25.047,4 11.488 2,18
2007 26.240,8 11.612 2,26
2008 28.187,6 12.397 2,27
2009 28.777,7 13.850 2,08
2010 27.542,8 14.142 1,95
2011 27.061,2 14.306 1,89
2012 27.450,4 14.180 1,94
2013 27.889,5 14.514 1,92
2014 27.616,9 14.501 1,90
2015 27.415,1 14.342 1,91
2016 28.131,6 13.918 2,02


Viðauki X. Reikniflokkar háskóla 2017 og 2018.

Reikniflokkur Verð, þús. kr. án frádráttarliða
2018 2017
Aðfararnám að námi á háskólastigi 771,6 696,6 721,4 646,4
Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og annað hliðstætt nám 854,2 779,2 721,2 646,2
Nám á sviði tölvunarfræði og stærðfræði og annað hliðstætt nám 1.137,7 1.062,7 1.064,8 989,8
Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingakennslu 1.183,2 1.108,2 1.033,2 958,2
Hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga 1.517,1 1.442,1 1.358,3 1.283,3
Nám í raunvísindum, verk- og tæknifræði sem krefst verklegra æfinga og sérhæfðs búnaðar 1.574,8 1.499,8 1.472,4 1.397,4
Læknisnám sem felst m.a. í verklegum æfingum, notkun sérhæfðs búnaðar og þjálfun 2.160,4 2.085,4 1.919,1 1.844,1
Nám í tannlækningum 3.202,2 3.127,2 2.987,1 2.912,1
Listnám – myndlist 2.177,8 2.102,8 2.039,1 1.964,1
Listnám – danslist 2.548,0 2.473,0 2.382,0 2.307,0
Listnám – tónlist 2.616,8 2.541,8 2.443,5 2.368,5
Listnám – leiklist 4.204,8 4.129,8 3.777,5 3.702,5
Listnám – hönnun og arkitektúr 1.830,3 1.755,3 1.714,3 1.639,3
Hestafræði í Hólaskóla – Háskólanum á Hólum 2.022,4 1.947,4 1.855,9 1.780,9
Starfsmenntanám í Landbúnaðarháskóla Íslands 1.917,1 1.842,1 1.681,2 1.606,2