Ferill 433. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1193  —  433. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um Fiskræktarsjóð, nr. 72/2008 (gjald af veiðitekjum, fjöldi stjórnarmanna o.fl.).

(Eftir 2. umræðu, 8. júní.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. kemur: fjögurra.
     b.      Í stað orðanna „einn samkvæmt tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva“ í 2. málsl. kemur: og einn samkvæmt tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga.

2. gr.

    5. gr. laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.

3. gr.

    6. gr. laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.

4. gr.

    1. og 3. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

5. gr.

    10. gr. laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Ljúka skal innheimtu gjalds af veiðitekjum sem Fiskistofa hefur lagt á fyrir gildistöku þessara laga.