Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1236  —  248. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (sérstök kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis).

(Eftir 2. umræðu, 11. júní.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 65. gr. laganna orðast svo: Stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara, reglugerða settra samkvæmt þeim eða heilbrigðissamþykkta sveitarfélaga sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

II. KAFLI

Breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum.

2. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Þátttökuréttur almennings: Réttur almennings til upplýsinga og réttur til að koma að athugasemdum og gögnum við málsmeðferð samkvæmt lögum þessum.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, 6. og 7. mgr., svohljóðandi:
                      Athöfn eða athafnaleysi stjórnvalda sem brýtur gegn þátttökurétti almennings á grundvelli eftirfarandi sætir kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála:
                  1.      4. málsl. 3. mgr., 5. málsl. 4. mgr., 4. málsl. 5. mgr. og 8. mgr. 6. gr. um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum,
                  2.      4. málsl. 1. mgr. 8. gr. um matsáætlun,
                  3.      2.–4. mgr. 10. gr. um athugun Skipulagsstofnunar og matsskýrslu,
                  4.      3. mgr. og 2. málsl. 4. mgr. 11. gr. um álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum,
                  5.      2. og 3. málsl. 2. mgr. 13. gr. um leyfi til framkvæmda.
                      Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kærur samkvæmt þessari grein fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

III. KAFLI

Breyting á lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011, með síðari breytingum.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „er kærð“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: eða ætlað brot á þátttökurétti almennings er kært.
     b.      Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: eða ætlað brot á þátttökurétti almennings.
     c.      Á eftir orðinu „ákvörðun“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eða ætlað brot á þátttökurétti almennings.
     d.      1. málsl. 3. mgr. verður svohljóðandi: Þeir einir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta geta kært stjórnvaldsákvarðanir eða ætlað brot á þátttökurétti almennings til úrskurðarnefndarinnar.
     e.      Í stað orðanna „geta þó kært eftirtaldar ákvarðanir án þess að sýna fram á lögvarða hagsmuni“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: teljast eiga lögvarinna hagsmuna að gæta þegar um eftirtaldar ákvarðanir og ætlað brot á þátttökurétti er að ræða.
     f.      Við 3. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: athöfn eða athafnaleysi stjórnvalda sem lýtur að þátttökurétti almennings samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.
     g.      Í stað orðanna „stjórnvaldi því sem tók hina kærðu ákvörðun“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: hlutaðeigandi stjórnvaldi.
     h.      Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Mál sem varða verulega fjárhagslega hagsmuni aðila, hvort sem er kærða eða kæranda, skulu sæta flýtimeðferð.

5. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.