Ferill 383. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 790  —  383. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um útgáfu á ársskýrslum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða stofnanir og fyrirtæki sem heyra undir ráðuneytið gefa út ársskýrslu á pappírsformi og hver var kostnaðurinn sem lagðist á ráðuneytið vegna þessa árið 2017?

    Eftirfarandi undirstofnanir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gjaldfærðu kostnað á árinu 2017 vegna útgáfu ársskýrslu (fjárhæðir eru með virðisaukaskatti):
    Þjóðskrá Íslands gjaldfærði 467.630 kr. sem skiptast í 307.520 kr. vegna hönnunar og ljósmynda og 160.110 kr. vegna prentkostnaðar.
    Póst- og fjarskiptastofnun gjaldfærði 365.279 kr. vegna prentunar, uppsetningar og umbrots.
    Vegagerðin gjaldfærði 507.461 kr. vegna prentkostnaðar. Ársskýrsla stofnunarinnar byggist á lagaskyldu, sbr. 2. gr. laga nr. 120/2012.
    Byggðastofnun gjaldfærði 331.000 kr. vegna prentkostnaðar og 948.000 kr. vegna umbrots, hönnunar og ljósmynda.
    Engin fyrirtæki eru talin með í svarinu, en fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með eigendahlutverk og skipar stjórn bæði Isavia og Íslandspósts.
    Ráðuneytið gefur sjálft ekki út ársskýrslu á pappírsformi.