Ferill 695. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1192  —  695. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, NTF, PállM, BjG, HarB, IngS, BirgÞ).


    Við 4. gr. Liður 7.32 orðist svo:
    Að veita lánastofnunum ábyrgð ríkissjóðs sem nemi 50–70% höfuðstóls viðbótarlána þeirra til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Jafnframt er honum heimilt að semja við Seðlabanka Íslands um framkvæmd á veitingu ábyrgða gagnvart lánastofnunum. Skulu lánastofnanir við lánveitingarnar uppfylla nánari skilyrði sem fram skulu koma í samningi við Seðlabankann. Í samningnum skulu tilgreind þau hlutlægu skilyrði sem lögð verða til grundvallar ákvörðunum um skiptingu ábyrgða milli lánastofnana, ásamt nánari skilyrðum um hvernig tryggja megi að fyrirgreiðsla lánastofnana byggist á skýrum, málefnalegum og gagnsæjum forsendum sem leiði til jafnræðis þeirra fyrirtækja sem leita eftir fyrirgreiðslu og hvernig reglubundinni skýrslugjöf skuli háttað. Heildarábyrgð ríkissjóðs vegna viðbótarlána getur numið frá 35–50 ma.kr.