Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1332  —  341. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hlutafjár- eða stofnfjáreign“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: hlutafjáreign.
                  b.      Í stað orðanna „hlutafjár- eða stofnfjáraukningar“ í 4. málsl. 2. mgr. komi: hlutafjáraukningar.
     2.      2. málsl. 2. tölul. 1. mgr. 33. gr. orðist svo: Verðbréfafyrirtæki skal vera með stofnframlag skv. 2. mgr. 14. gr. a laga um fjármálafyrirtæki eða samkvæmt sambærilegri löggjöf annars EES-ríkis.
     3.      2. málsl. 3. tölul. 37. gr. verði ný málsgrein, 3. mgr., og orðist svo:
                  Um aðila skv. 2. mgr. skulu gilda sambærilegar reglur og í lögum um verðbréfaviðskipti um verndun réttinda viðskiptavina í tengslum við fjármálagerninga og fjármuni í eigu þeirra.
     4.      Í stað orðanna „rafræna eignarskráningu verðbréfa“ í 3. mgr. 74. gr. komi: verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.
     5.      119. gr. orðist svo:
              Lög þessi öðlast þegar gildi.
     6.      Í stað dagsetningarinnar „1. október 2020“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I komi: 1. nóvember 2020.