Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1343  —  724. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020.

Frá Birgi Þórarinssyni.


          1.      Á undan Sundurliðun 1 kemur ný grein, svohljóðandi: Liðurinn 121 Tryggingagjöld vegna almannatrygginga í sundurliðun 1 í fjárlögum fyrir árið 2020 lækki um 10 milljarða kr.

Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi
2. Við 30.10 Vinnumál og atvinnuleysi
        07 Félagsmálaráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
4.200,0 2.000,0 6.200,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
4.200,0 2.000,0 6.200,0


Greinargerð.

    Lögð er til niðurfelling á hluta tryggingagjalds til áramóta.
    Lögð er til 2 milljarða kr. viðbót við þá 2 milljarða kr. sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sem nýtast eiga til átaks í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og námsmenn þegar í sumar og næsta haust og vetur.