Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 404  —  224. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða).

(Eftir 2. umræðu, 25. nóvember.)


1. gr.

    2. mgr. 58. gr. laganna orðast svo:
    Enginn framleiðandi getur fengið hærri heildarframlög samkvæmt samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða en sem nemur 10% af heildarframlögum til beingreiðslna, að undanskildum beingreiðslum vegna flutnings- og dreifingarkostnaðar raforku. Hámarkið er reiknað af hverjum beingreiðsluflokki fyrir sig. Hámarksstuðningur af beingreiðslum vegna flutnings- og dreifingarkostnaðar raforku á hvern framleiðanda er 17,5% af heildarframlögum til þess beingreiðsluflokks.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.