Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 724  —  323. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof.

Frá meiri hluta velferðarnefndar (ÓGunn, HSK, LRM, VilÁ, ÁsF).


     1.      Á eftir orðunum „gagnvart barni sínu“ tvívegis í 3. mgr. 9. gr. og tvívegis í 3. mgr. 30. gr. komi: gagnvart hinu foreldrinu.
     2.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Skipa skal starfshóp á vegum dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis, þar sem einnig eigi sæti fulltrúi ríkislögreglustjóra, sem leggi fram tillögur með það að markmiði að ótekinn fæðingarorlofsréttur foreldris sem látið er sæta nálgunarbanni skuli færast til hins foreldrisins. Starfshópurinn skoði hvernig breyta skuli lögunum í því skyni og hvort samhliða þurfi að breyta lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Starfshópurinn skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. mars 2021. Ráðherra leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum starfshópsins eigi síðar en 1. apríl 2021.