Ferill 745. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1485  —  745. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um rétt til atvinnuleysisbóta.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Eiga þeir sem hafa náð 70 ára aldri, eru í 100% starfshlutfalli og greiða iðgjald til atvinnuleysistryggingasjóðs, rétt á atvinnuleysisbótum missi þeir vinnuna? Ef ekki, á hvaða lagagrundvelli er slík synjun byggð?

    Samkvæmt b-lið 1. mgr. 13. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, er það eitt af almennum skilyrðum fyrir atvinnuleysistryggingum launamanna að launamaður sé orðinn 18 ára að aldri en yngri en 70 ára. Sama skilyrði er að finna í b-lið 18. gr. fyrrnefndra laga hvað varðar atvinnuleysistryggingar sjálfstætt starfandi einstaklinga.
    Í ljósi framangreinds eiga þeir sem náð hafa 70 ára aldri ekki rétt á atvinnuleysisbótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði missi þeir vinnuna.