Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 214  —  1. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (BjG, HarB, VilÁ, BHar, SVS, IÓI).


     1.      Við 6. gr. Nýr liður:
         5.17    Að heimila Háskólanum á Akureyri að auka við hlutafé í Þekkingarvörðum ehf. með það að markmiði að vinna að undirbúningi fyrir þróun og uppbyggingu á þekkingarþorpi.
     2.      Við 6. gr. Liður 7.20 orðist svo: Að veita lánastofnunum ábyrgð ríkissjóðs á höfuðstól lána, að meðtöldum vöxtum, til að styðja við einstaklinga og lögaðila sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir tímabundnum skakkaföllum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Heimildin verður nýtt í samræmi við skilyrði sem kveðið er á um í lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Jafnframt er heimilt að semja við Seðlabanka Íslands um að annast umsýslu vegna ábyrgðar ríkissjóðs á lánum