Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Nr. 24/152.

Þingskjal 1299  —  332. mál.


Þingsályktun

um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.


    Alþingi ályktar, í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd eftirfarandi áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Áætlun þessi komi í stað áætlunar samkvæmt þingsályktun nr. 13/141, með síðari breytingu.
    Samkvæmt áætluninni verði tryggt að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið verði tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
    Í áætluninni skal í samræmi við markmið laga nr. 48/2011 lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.

VERNDAR- OG ORKUNÝTINGARÁÆTLUN

    Alþingi ályktar að eftirfarandi virkjunarkostir sem falla undir lög nr. 48/2011 skuli flokkaðir í eftirfarandi flokka:

1. Orkunýtingarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti Vatnasvið/svæði Virkjunarkostur Nr.
Suðurland Þjórsá Hvammsvirkjun R3129A
Vestfirðir Austurgil Austurgilsvirkjun R3157A
Vestfirðir Ófeigsfjörður Hvalárvirkjun R3104B
Norðurland Blanda Veituleið Blönduvirkjunar R3105A

B. Háhitasvæði
Landshluti Háhitasvæði Virkjunarkostur Nr.
Reykjanesskagi Hengilssvæði Hverahlíð II R3271B
Reykjanesskagi Hengilssvæði Þverárdalur R3257A
Reykjanesskagi Hengilssvæði Meitillinn R3269A
Reykjanesskagi Reykjanessvæði Stóra-Sandvík R3262A
Reykjanesskagi Svartsengissvæði Eldvörp R3263A
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði Sandfell R3264A
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði Sveifluháls R3266A
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði Austurengjar R3267A
Norðausturland Námafellssvæði Bjarnarflagsvirkjun R3297A
Norðausturland Kröflusvæði Kröfluvirkjun R3298A

C. Vindorka

Landshluti Vindorkusvæði Virkjunarkostur Nr.
Suðurland Búrfellslundur Búrfellslundur R4301B
Norðurland Blöndulundur Blöndulundur R3302A

2. Biðflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti Vatnasvið/svæði Virkjunarkostur Nr.
Suðurland Hólmsá Hólmsárvirkjun R3119A
Suðurland Hólmsá Hólmsárvirkjun við Atley R3121A
Suðurland Hagavatn Hagavatnsvirkjun R3139A
Suðurland Stóra-Laxá Stóra-Laxá R3141A
Suðurland Hvítá Búðartunguvirkjun R3134A
Suðurland Skrokkalda Skrokkölduvirkjun R3126A
Suðurland Þjórsá Holtavirkjun R3130A
Suðurland Þjórsá Urriðaholtsvirkjun R3131A
Suðurland Þjórsá – vestur Kjalölduveita R3156A
Norðurland Héraðsvötn Skatastaðavirkjun C R3107C
Norðurland Héraðsvötn Skatastaðavirkjun D R3107D
Norðurland Héraðsvötn Villinganesvirkjun R3108A
Norðurland Héraðsvötn Blanda, Vestari-Jökulsá R3143A

B. Háhitasvæði
Landshluti Háhitasvæði Virkjunarkostur Nr.
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði Trölladyngja R3265A
Reykjanesskagi Hengilssvæði Innstidalur R3273A
Suðurland Hágöngur Hágönguvirkjun R3291A
Norðausturland Fremrinámar Fremrinámar R3296A

3. Verndarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti Vatnasvið/svæði Virkjunarkostur Nr.
Norðurland Skjálfandafljót Fljótshnjúksvirkjun R3109A
Norðurland Skjálfandafljót Hrafnabjargavirkjun A R3110A
Norðurland Skjálfandafljót Hrafnabjargavirkjun B R3110B
Norðurland Skjálfandafljót Hrafnabjargavirkjun C R3110C
Suðurland Skaftá Búlandsvirkjun R3140A
Suðurland Djúpá Djúpárvirkjun R3114A
Suðurland Markarfljót Markarfljótsvirkjun A R3122A
Suðurland Markarfljót Markarfljótsvirkjun B R3123B
Suðurland Þjórsá – vestur Norðlingaölduveita R3127B

B. Háhitasvæði
Landshluti Háhitasvæði Virkjunarkostur Nr.
Reykjanesskagi Hengilssvæði Bitra R3274A
Reykjanesskagi Hengilssvæði Grændalur R3277A

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.